Keypti þennan forláta Z3 með M44 mótor núna í haust, var tjónaður aðeins á framstuðara, bílastjórahliðinni, húddi, frambretti og bílstjórahurð bara, ekkert major, Auðunn hjá Bílaspraun Íslands lagaði hann og málaði.
Fékk hann s.s. svona:

Tjónið var svona:

97 árg og ekki ekinn nema 55þús mílur, var rétt á númerum bara svona yfir hásumarið og stóð svo inni, þurfti smá TLC.
Skipti um knastásskynjara, vatnslás, súrefnisskynjara, keypti í hann hjólalegur að aftan, opnaði aðeins pústið á honum, carbon fiber nýru, carbon fiber merki allan hringinn, carbon fiber felgumiðjur (passa því miður ekki í miðjurnar á felgunum mínum

), var ljósabras á honum, kvinaði bara á angel eyes öðru megin, keypti í hann 10.000K Xenon kit í aðalljósin og í kastarana, fékk hann á 17", keypti undir hann 18" M-Parallel sem fara honum hriiiiiikalega vel

, voru míluskífur í honum, keypti mér nýjar skífur bara með kílómetrum og krómhringi í mælaborðið og svon dúllerí, læt nokkrar fyrir og eftir myndir fylgja:
Mælaborðið:

Var leiðindar slag svona í bílstjórasætinu, skinnurnar í sleðanum alveg farnar þannig að ég setti nýjar í þá:

Lagaði ljósin, skellti Xenon í aðalljós og kastara:




Málað og gert fínt, fékk Jóa Örk til að rúlla afturbrettin hjá mér þannig að þurfti að mála þau svo líka:

17" vs 18" M-Parallel

Eru surtuð afturljós á honum, keypti líka dökk stefnuljós að framan og dökk ljós í framstuðarann, svona er bíllinn í dag:




Má alveg við lækkun, ef ég á hann eitthvað áfram lækka ég hann eflaust fyrir sumarið.
Hope you like it
