Sælir Kraftsmeðlimir!
E24 er frábær en okkur langaði til að fullkomna pakkann með því að eignast E30 og þar með eiga bíla í grunn- og toppflota BMW á níunda áratugnum. Hér kemur smá teaser um hvað hefur gerst sl 12 mánuði. Jú, það var ......... Keypt E30 hneta!!!

Fjarska fallegur, þó keyptur væri í myrki. Því miður ryðgaður á á röngum stöðum...

Ekkert mál að skipta um brettaboga að aftan... ef það væri nú allt

Innrétttingin var mjög góð, reyndar skemmd í bílstjórabaki (pearl beige ef einhver á pjötlu í það). Glittir í Recaro stóla bakvið, en þeir fara í E24 síðar meir.

Síðan kom fleira í ljós þegar klæðningu í skotti var svipt frá þó gólfið væri nú alveg í lagi!

Ojj barasta!!! Alveg skelfilegt að hafa lagt í þessa vegferð; hefði kannski bara átt að fara í Vöku með hann...

Og enn bætti í bullið!!! E30 sagður einn besti fólksbíll sem smíðaður hefur verið og svo lítur þetta svona út!! Haugryðgað frá a-ö

Svo hófst endurreisnin með fulltingi Grindvísks listamanns

Skýjahulunni svipt af, loks heiðríkja í blámanum! Mikið vatn runnið til sjávar og 10 mánuðir!! Góðir hlutir gerast hægt

Skottið glansar bara vel

Flottur; gluggar og rammar voru 100% og ekki skemmir lapisbláa lakkið nýja!!!!

Ekta stock acryllakk og 14" ónotaðar stockfelgur munu ekki spilla fyrir. Frábær vinna hjá Bílasprautun Suðurnesja. Óli Biggi klikkar ekki.

Það sem ekki sést: nýjar bremsur og bremsulagnir frá A til Ö, nýtt púst, hljóðeinangrandi mottur, en vél og kram 100% enda bíllinn lítið ekinn (125.000 km frá upphafi). Betri og nákvæmari myndir síðar, ef áhugi er fyrir hendi.
Svo bíðum við bara eftir lokaútgáfunni þegar snjóa leysir !!!!! Gleðileg jól!
_________________

BMW X1, 18d, 2014 (E84)
BMW X5, 4,8i, 2007 (E70)
BMW 635CSi,1986 (E24)
BMW 316,1987 (E30)
BMW 530Xi Touring, 2006 (E61), seldur
BMW X5, 2007, (E70), seldur
BMW X5 4,4i, 2004 Seldur