bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Varðandi myndatökur ( á bílum ) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=5405 |
Page 1 of 4 |
Author: | Thrullerinn [ Fri 09. Apr 2004 22:22 ] |
Post subject: | Varðandi myndatökur ( á bílum ) |
Datt í hug að koma með nokkra punkta varðandi myndatökur ![]() 1: Spáið aðeins í "regnhlífunum" sem tvístra ljósinu hjá pró ljósmyndurum, ský á lofti virka nákvæmlega eins og það er því langbest að taka myndir þegar það er skýjað. 2: Gott er að nota timera a myndavélum til að taka alveg "still" myndir. Nóg er að stilla vélinni upp á einhvern stein eða box og setja timerinn á.. 3: Síðan er þægilegt að hafa þrífót.. 4: Ekki eltast við þessi endalausu megapixel, gæðin liggja oftar en ekki í linsunum. Það nást betri myndir (á þeim vélum sem ég hef kynnst) í 3 megapixlum með góðri linsu heldur en 5 megapixla "pocket vél" með nálaraugalinsu. 5: Oft eru endurkast á flötum ruglandi. Mörg ljós og glampar geta virkað klaufalegir á myndum.... Einnig t.d. merkingar á bílastæðum o.fl. koma ekkert sérlega vel út sem speglun á hurðinni 6: Það er yfirleitt betra að taka mynd svolítið langt frá , svo myndin verði ekki "kúpt", helst að súma eins mikið inn og nota timerinn.. 6: Ekki gleyma að taka myndir af bílunum ykkar !! Alltaf gaman að skoða þær á efri árum þegar maður fær engu ráðið lengur um hvernig bíl á að kaupa hehe ![]() Minns er aðeins að vinna við ljósmyndun og er mikið að taka utandyra, þessir punktar eru fínir svona til að byrja með. ![]() |
Author: | benzboy [ Fri 09. Apr 2004 22:28 ] |
Post subject: | |
Án þess að ég hafi nú mikið vit á þessu vil ég samt koma með eina ábendingu varðandi að súma inn. Málið er nefninlega að það er til tvennskonar zoom, þ.e.a.s. optical og digital. Optical zoom liggur í linsunni og það er einmitt zoomið sem menn ættu að nýta sér sem mest en digital zoom er hinsvegar byggt á stækkun á myndinni og þar með minnkun á gæðum. Þessvegna ber að varast það, sérstaklega ef upplausnin er ekki mikil fyrir. Kannski vissu allir hér þetta en ef ekki vona ég að þetta komi líka að notum. |
Author: | Thrullerinn [ Fri 09. Apr 2004 22:33 ] |
Post subject: | |
benzboy wrote: Optical zoom liggur í linsunni og það er einmitt zoomið sem menn ættu að nýta sér
Nákvæmlega !! |
Author: | bebecar [ Fri 09. Apr 2004 22:38 ] |
Post subject: | |
Þetta finnst mér að ætti að LÍMA - frábærir punktar. ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Fri 09. Apr 2004 23:53 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Þetta finnst mér að ætti að LÍMA - frábærir punktar.
![]() Mikið er gaman að heyra það.. ég get ekki límt svona eftir á er það? |
Author: | gunnar [ Sat 10. Apr 2004 00:29 ] |
Post subject: | |
Mjög góðar ábendingar og ég mun alveg pottþétt reyna fara eftir þessu næst þegar maður byrjar að smella myndum ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Sat 10. Apr 2004 11:00 ] |
Post subject: | |
Hér má finna frábært yfirlit fyrir digital myndavélar... ![]() |
Author: | Jss [ Sat 10. Apr 2004 15:59 ] |
Post subject: | |
Góðir punktar og góður linkur, mann langar alltaf í góða vél (spurning samt með notagildi hennar hjá manni ![]() |
Author: | Svezel [ Sat 10. Apr 2004 19:41 ] |
Post subject: | |
Mjög góðir punktar hjá þér sem ég á eflaust eftir að nýta mér næst. Hef einmitt verið að spá í þetta með að taka myndirnar aðeins frá bílnum en þegar ég ætlaði t.d. að taka myndir í gær þá var farið að rigna svo tók bara einn hring í kringum bílinn. Svo er mikið til í þessu með þetta megapixelstríð, ég er t.d. með myndavél sem er aðeins 2megapixla Canon A40 en hún tekur samt fínar myndir því linsan er góð. Á heimilinu er einnig einhver 3megapixla Sony vél en mér finnst hún ekki taka jafn góðar myndir. |
Author: | rutur325i [ Sun 11. Apr 2004 01:30 ] |
Post subject: | |
ég á svona vél , en er búinn að reyna að stilla hana svo mikið að ég er alveg búinn að fokka henni upp. er ekki einhver reset takki á þessu drasli ? |
Author: | Thrullerinn [ Sun 11. Apr 2004 11:51 ] |
Post subject: | |
rutur325i wrote: ég á svona vél , en er búinn að reyna að stilla hana svo mikið að ég er alveg búinn að fokka henni upp. er ekki einhver reset takki á þessu drasli ?
Prófaðu að taka rahlöðurnar úr og nota ekki vélina í nokkra daga.. Oft dettur allt úr minninu. Yfirleitt þarftu að halda einhverjum takka inni í nokkrar sek. til að reseta vélina, stundum þarftu jafnvel að ýta á tvo í einu. Tjékka kannski á leiðbeiningunum ![]() |
Author: | rutur325i [ Sun 11. Apr 2004 17:27 ] |
Post subject: | |
ég er búinn að redda þessu . iar snillingur kenndi mér á þetta ![]() |
Author: | fart [ Sun 11. Apr 2004 17:44 ] |
Post subject: | |
Ég er með þessa: http://www.dpreview.com/reviews/specs/Canon/canon_sd10.asp ![]() Og er bara nokkuð sáttur með hana. |
Author: | Thrullerinn [ Sun 11. Apr 2004 20:42 ] |
Post subject: | |
Þetta er vélin sem ég nota, eini böggurinn við hana að það þarf að hreinsa hana árlega ef hún er mikið notuð, hún er nánast opin fyrir ryki. Þessi vél virkar hrikalega vel í góðri birtu en ekkert sérlega í "stofubirtu". ![]() Síðan henti ég inn nokkrum myndum inn í dag Mátti til með að klína bílnum mínum inn á þennan þráð ![]() |
Author: | burri [ Wed 19. May 2004 17:19 ] |
Post subject: | |
ekki það að ég eigi BMW þessa dagana en fynnst þetta er farið að snúast um ljósmyndun þá hlýt ég að meiga tjá mig hér. svo er líka gaman að fuck the rules og hafa ekkert reflection og taka myndir í hálfgerðu myrkri á lengri tíma með baklýsingu. ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |