bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
R50 Mini Cooper 2002 - Update 28.Feb 2012 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=53873 |
Page 1 of 2 |
Author: | gjonsson [ Sun 13. Nov 2011 21:57 ] |
Post subject: | R50 Mini Cooper 2002 - Update 28.Feb 2012 |
Fyrst það eru nokkrir Mini þræðir hér í bílar meðlima þá ætla ég gefa mér það bersaleyfi að pósta þessu. Eftir að hafa eytt tveimur mánuðum af lífi mínu í að skoða bílaauglýsingar þá kom að því að ég fékk nóg, fór út og keypti bíl. Það sem ég keypti... Mini Cooper árgerð 2002, ekinn 101.000 km. Þessi bíll var innfluttur notaður frá Þýskalandi árið 2005 og var í eigu Waage fjölskyldunnar þangað til í febrúar á þessu ári. Bíllinn var svo seldur til Vopnafjarðar og var 19 ára gömul stúlka skráð fyrir honum. Hún átti hann samt bara í rétt rúmar þrjár vikur, tjónaði hann og VÍS borgaði hann út. Fyrri eigandi keypti svo bílinn tjónaðann af VÍS og tjaslaði honum eitthvað saman til bráðabirgðar. Dóttir hans notaði svo bílinn þangað til hún stakk af í nám erlendis. Því fór sem fór og bíllinn hefur nú endað í mínum höndum. ![]() Það er mikill fílingur að keyra þetta og ég er einstaklega sáttur við að hafa fundið bíl sem sameinar kosti smábíls og sportbíls. Magnað hvað þessir bílar vekja mikla athygli og ég er strax farinn að heyra "flottur bíll" frá ókunnugum fólki. Bíllinn er þokkalega útbúinn frá verksmiðjunni. Innréttingin kallast Chili sem á að vera það flottasta af þremur pökkum sem í boði voru (Salt, Pepper, Chili) Það helsta í aukabúnaði er ASC-T stöðugleikakerfi, Sport fjöðrun, Spoiler, leðurstýri, krómpakki að utan, hálfleðruð sport sæti, þokuljós, loftkæling, ljósapakki (ljós sem lýsir á fæturnar) í innréttingu og Cooper S felgur. Fyrri eigendur gerðu ýmislegt fyrir bílinn og ber þar hæst að nefna smá klessu á framendann. Þessi klessa var samt nóg til að þess að VÍS borgaði bílinn út á sínum tíma. Við þessa klessu sprungu loftpúðarnir, húdd, ljós, plastlistar og stuðari skemmdust einnig. Það er þó búið að skítmixa megnið af þessu en það er samt nóg eftir á "to do" listanum. To do listinn: -Laga Air Condition: Kerfið er lekalaust og stútfullt af freon en dælan fer ekki í gang. -Skipta út húddlömum en þær skekktust í klessunni (á lamirnar en líklega óþarfi að græja þetta). -Innréttingin er rispuð svo ég er að hugsa um að mála hana aftur. (sé til með þetta) Búið að gera: -Laga skránna á hurðinni. -Ný afturljós (annað nýja ljósið brotið ![]() -Skipta um diska og klossa allan hringinn. -Mála felgurnar hvítar og skipt um felgubolta. -Skipta út skemmdum plast og krómlistum. -Húdd rétt og málað. -Ýmislegt bak við stuðarann lagfært eins og þokuljósabracketið. -Stuðarinn málaður og settir á krómlistar. -Cooper rendur á húdd. -Glær stefnuljós i frambrettum. -Inspektion II hjá Eðalbílum. -Laga samlæsingar. Ekki hægt að opna farþegahurðina með fjarstýringunni. - Ónýtur central locking actuator. Pantaði nýja læsingu frá Bretlandi og er hún nú komin í bílinn og virkar eins og hún á að gera. -Rífa símkerfið úr bílnum enda er það ekki að hannað með iPhone í huga. - Komið úr, pantaði nýjan part í innréttinguna til að fela þetta endanlega. -Eftir klessuna var skipt um annað framljósið og er það nýja mjög áberandi ferskara. Skipti um perur og ætla að láta þar við sitja. -Nýir beltastrekkjarar - báðir voru ónýtir og kom alltaf villuljós í mælaborðið. -Nýtt innrabretti. -Nýjar rúðuþurrkur að framan og aftan. -Nýr rúðupiss stútur fyrir afturrúðu. -Reyndi að laga framsæti því það er komið ágætis slag í sætisbakið. - Reif sætið í sundur og fékk fróða menn með í verkið. Niðurstaðan var sú að það þarf að skipta slitna hlutanum út. Það er hægara sagt en gert enda þyrfti að finna nýja sætisgrind. Líklega er sniðugast að lifa bara með þessu. Grunar að sjálfvirkar þvottastöðvar hafi séð um þrifinn á þessum bíl undanfarin misseri svo ekki veitti af smá þrifum. Tók því seinni partinn í þetta og tók svo nokkrar myndir. Beyglan hér hægramegin á húddinu. Vonandi hafi þið haft gaman að þessari lesningu. EDIT: Uppfærði "to do" listann. |
Author: | Alpina [ Sun 13. Nov 2011 22:02 ] |
Post subject: | Re: Mini Cooper |
Til lukku,, hef ekki keyrt svona bíl en langar að prófa einn daginn |
Author: | Fatandre [ Sun 13. Nov 2011 22:24 ] |
Post subject: | Re: Mini Cooper |
Flottur bíll |
Author: | fart [ Mon 14. Nov 2011 08:30 ] |
Post subject: | Re: Mini Cooper |
Þetta eru fínustu bílar! er búinn að eiga einn í rúmt ár núna. Það viðkvæma í þessu er gírkassinn, 5 gíra Midland kassinn í Cooper er bara algjört drasl, ég er búinn að swappa í minn 6speed Getrag úr Cooper S. Annað sem er pínu erfitt eru rúðuupphalararnir, en það þarf að smyrja þá. Annars er þetta bara fínt, en mjög tricky í akstri, sérstaklega í hálku þar sem að boddýið er stíft og stutt á milli hjóla. Hann yfirstýrir því frekar auðveldlega. |
Author: | gjonsson [ Mon 14. Nov 2011 11:36 ] |
Post subject: | Re: Mini Cooper |
fart wrote: Þetta eru fínustu bílar! er búinn að eiga einn í rúmt ár núna. Það viðkvæma í þessu er gírkassinn, 5 gíra Midland kassinn í Cooper er bara algjört drasl, ég er búinn að swappa í minn 6speed Getrag úr Cooper S. Annað sem er pínu erfitt eru rúðuupphalararnir, en það þarf að smyrja þá. Annars er þetta bara fínt, en mjög tricky í akstri, sérstaklega í hálku þar sem að boddýið er stíft og stutt á milli hjóla. Hann yfirstýrir því frekar auðveldlega. Það verður fjör á þessum í vetur. ![]() Annars er gírkassinn í þessum nokkuð smooth og fínn. Ætla rétt að vona að hann taki ekki upp á því að klikka. Rúðurupphalarnir virka fínt en það er nú samt eins og þeir séu aðeins farnir að erfiða. Lagast það eitthvað við smurið? Getur annars einhver mælt með einhverri netverslun sem sérhæfir sig í Mini? |
Author: | fart [ Mon 14. Nov 2011 11:40 ] |
Post subject: | Re: Mini Cooper |
gjonsson wrote: fart wrote: Þetta eru fínustu bílar! er búinn að eiga einn í rúmt ár núna. Það viðkvæma í þessu er gírkassinn, 5 gíra Midland kassinn í Cooper er bara algjört drasl, ég er búinn að swappa í minn 6speed Getrag úr Cooper S. Annað sem er pínu erfitt eru rúðuupphalararnir, en það þarf að smyrja þá. Annars er þetta bara fínt, en mjög tricky í akstri, sérstaklega í hálku þar sem að boddýið er stíft og stutt á milli hjóla. Hann yfirstýrir því frekar auðveldlega. Það verður fjör á þessum í vetur. ![]() Annars er gírkassinn í þessum nokkuð smooth og fínn. Ætla rétt að vona að hann taki ekki upp á því að klikka. Rúðurupphalarnir virka fínt en það er nú samt eins og þeir séu aðeins farnir að erfiða. Lagast það eitthvað við smurið? Getur annars einhver mælt með einhverri netverslun sem sérhæfir sig í Mini? Þú munt heyra þegar gírkassinn fer að gefast upp, leguhljóðið var ærandi í mínum. |
Author: | Fatandre [ Mon 14. Nov 2011 12:54 ] |
Post subject: | Re: Mini Cooper |
Hvernig smyr maður þessa upphalara? |
Author: | fart [ Mon 14. Nov 2011 13:57 ] |
Post subject: | Re: Mini Cooper |
Fatandre wrote: Hvernig smyr maður þessa upphalara? Ég tók hurðarspjaldið af og setti feiti í sleðana þar. Þetta vandamál er ekkert ósvipað öðrum BMW's með rammalausar hliðarrúður. Ferlega fyndið trix ef þetta festist, maður heldur takkanum uppi (eins og maður sé að skrúfa upp), og lemur þéttings fast á ákveðin stað á hurðarspjaldið þrisvar sinnum, og tosar svo takkann niður þá opnast rúðan ![]() ![]() |
Author: | Fatandre [ Mon 14. Nov 2011 14:28 ] |
Post subject: | Re: Mini Cooper |
Ætli maður þurfi ekki að gera þetta á bimanum ![]() |
Author: | gjonsson [ Tue 28. Feb 2012 17:44 ] |
Post subject: | Re: R50 Mini Cooper 2002 |
Kominn tími á update enda búið að laga nánast allt það sem var að plaga bílinn þegar ég keypti hann. Svona leit bíllinn út fyrir rétt um ári síðan á tjónauppboði hjá Vís. Frekar sjúskaður og óhuggulegur. Fyrri eigandi gerði bílinn þó örlítið skárri í útliti en það var algjört skítmix og þegar skoðað var bak við stuðarann kom ýmislegt í ljós. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Síðan þessar myndir voru teknar hefur margt gerst til hins betra. "To do" listinn var frekar langur en núna er allt klappað og klárt eða í vinnslu. To do listinn: -Skipta út húddlömum en þær skekktust í klessunni (í pöntun). -Skipta um diska og klossa allan hringinn (varahlutir komnir, á eftir að setja í). -Innréttingin er rispuð svo ég er að hugsa um að mála hana aftur. (sé til með þetta) -Ný afturljós (komin í hús, á bara eftir að setja í) -Laga skránna á hurðinni - Það þarf að liðka hana til enda er hún nánast föst af notkunarleysi. Búið að gera: -Mála felgurnar hvítar og skipt um felgubolta. -Skipta út skemmdum plast og krómlistum, vantar samt einn plastlista en hann er í pöntun hjá BL. -Húdd rétt og málað. -Ýmislegt bak við stuðarann lagfært eins og þokuljósabracketið. -Stuðarinn málaður og settir á krómlistar. -Cooper rendur á húdd. -Glær stefnuljós i frambrettum. -Inspektion II hjá Eðalbílum. -Laga samlæsingar. Skipti út læsingunni og það lagaði vandamálið. -Reif símkerfið úr bílnum enda hannað fyrir síma frá 2002. Þurfti að skipta út hluta af innréttingunni til að fela þetta. -Nýir beltastrekkjarar - báðir voru ónýtir og kom alltaf villuljós í mælaborðið. -Nýtt innrabretti. -Nýjar rúðuþurrkur að framan og aftan. -Nýr rúðupissstútur fyrir afturrúðu. -Reyndi að laga framsæti því það er komið ágætis slag í sætisbakið. - Tókst ekki og niðurstaða fróðra manna að finna nýja sætisgrind. Annars er bíllinn búinn að reynast mjög vel í vetur og alltaf hörkustuð að keyra þetta. Steinliggur í beygjum enda á boddíið og fjöðrunin stíf og svo eru low profile dekkin ekki til að minnka stífleikann. Hann er þó skárri á 17" vetrardekkjunum heldur en 16" sumardekkjunum sem ég rúllaði um á á meðan felgurnar voru í málun. ![]() Fyrir stuttu fór bíllinn í heilsulind Sezars hér á spjallinu. Eftir að hann málaði Alpinuna mína í fyrra þá kom enginn annar til greina í þetta verkefni. Mæli klárlega með honum. ![]() Bíllinn er þó ekki alveg tilbúinn, það vantar nýjan plastlista á húddið vinstra megin ásamt nýjum húddlömum en þá verður framendinn líka orðinn gott sem nýr. Hér eru svo myndir eins og bíllinn er í dag. ![]() ![]() Næst á dagskrá er svo að skipta um bremsur og kaupa sumardekk. Vonandi hafi þið gaman að þessari lesningu. |
Author: | Kristjan [ Tue 28. Feb 2012 18:47 ] |
Post subject: | Re: R50 Mini Cooper 2002 - Update 28.Feb 2012 |
Flottur, hvernig er hann að standa sig í snjó? |
Author: | Einarsss [ Tue 28. Feb 2012 18:51 ] |
Post subject: | Re: R50 Mini Cooper 2002 - Update 28.Feb 2012 |
Stórglæsilegt ![]() |
Author: | Fatandre [ Tue 28. Feb 2012 19:10 ] |
Post subject: | Re: R50 Mini Cooper 2002 - Update 28.Feb 2012 |
Þessi er orðinn svakalega flottur hjá þer!! |
Author: | gjonsson [ Tue 28. Feb 2012 19:36 ] |
Post subject: | Re: R50 Mini Cooper 2002 - Update 28.Feb 2012 |
Kristjan wrote: Flottur, hvernig er hann að standa sig í snjó? Undirstýrir eins og við var að búast og svo er hann frekar lágur. Spólvörn og góð dekk hjálpa mikið en svo er bara málið að forðast stærstu skaflana. Hef ekki lent í neinum vandræðum á þessum vetur en það komu tímar sem mig langaði að kaupa mér jeppa. En það er miklu skemmtilegra að keyra núna þegar allt er autt. Alveg eðal innanbæjarbíll. ![]() |
Author: | Sezar [ Tue 28. Feb 2012 22:56 ] |
Post subject: | Re: R50 Mini Cooper 2002 - Update 28.Feb 2012 |
![]() ![]() Ávallt velkominn í Heilsulindina mína ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |