bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E30 325i Cabrio https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=53542 |
Page 1 of 10 |
Author: | jens [ Fri 21. Oct 2011 22:55 ] |
Post subject: | BMW E30 325i Cabrio |
Hef haft augastað á þessum bíl í nokkur ár og fylgst með honum batna með hverjum eigandanum svo nú fannst mér kominn tími til að ég legði mitt af mörkum. ![]() Upphaflega er þetta BMW E30 320iC og kemur hann þannig til landsins 2001. Stuttu seinna eignast arnib bílinn og í bílinn fer M20B25 mótor úr 325iS bíl (US675/WBAAA1306K4142915) sem Gunni GST átti. Blæjubílarnir eru allir búnir diskum allan hringinn og sverari swaybar þannig að eini munurinn á 320iC og 325iC er vélarstærðinn svo þennan bíl má kalla með réttu 325iC. Upphaflega er þessi bíll seldur nýr á Ítalíu og á fyrsti eigandinn bílinn í c.a 7 ár, þá kemur til skjalana Íslendingur sem kaupir bílinn á hann úti á Ítalíu og kemur með hann heim með sér 2001. arnib kaupir síðan bílinn af honum. Það er skemmtileg tilviljun að bíllinn hefur verið í eigu Kraftsmeðlima síðan og er ég 9 eigandi bílsins frá upphafi. Það er ótrúlega mikil saga sem er til um bílinn í þráðum meðlima í gegnum tíðinna. Skilst að blæjan sé eithvað yngri en bíllinn þar sem hún var skemmd úti. M-Tech ll kit fer á bílinn 2006 ( ekki hliðar ). Nýjar Borbet A felgur fara á bílinn 2006. Bíllinn er heilsprautaður 2007. Mótor tekinn upp frá A-Ö 2009. ![]() Bíllinn er vel búinn og ótrúlega heill hvar sem litið er á hann. Mótor: BMW E30 325iC árgerð 1989 M20B25 170hp / 220 Nm M30 AFM JimC kubbur KN loftsía í OEM boxi Custom púst Ground control: Powertech lækkunarsett, gormar/demparar 60mm/40mm Stýrisdobblari 3.71 LSD með póly fóðringu Veltibogi sem hægt er að setja í Borbet A 9x16" 215/40 Hersteller King Alpina 7x15" 195/55 Útlit: M-Tech ll kit Shadowline Hella dark aðalljós Innrétting: Svört sport leðurinnrétting 2x2 M-Tech l 390mm stýri OBC l Check control ( á Ítölsku ![]() Rafmagn í rúðum Rafmagn í speglum Hitablásari fyrir afturrúðu AIWA CD Alpina Type R og Type S hátalarar OEM tweeters http://www.scchosting.com/e30/M-Technik%20II.pdf Það sem ég hef þegar gert er að setja í hann Hella Dark aðalljós, keypti Schmiedmann tau mottusett svart, setti aðrar miðjur í Borbet A felgurnar, setti nýja leðurpoka á gírskipti og handbremsu auk þess að setja ný leðurhnúa á gírskipti og leður handbremsuhandfang. Það er fleira til sem fer í við tækifæri eins og M-Tech ll stýri 370mm með M lituðum saum, ný þokuljós, OBC ll og BMW Bussness CD. Ég ætla ekki að gera miklar breytingar á bílnum bara aðeins að snýta honum. Taka allar perur í mælaborði og kaupa allar innréttingahluti og plasthlífar sem hafa tapast með árunum og er reyndar byrjaður á því. Taka stýrisdobblarann úr og póly fóðringuna úr drifinu, kaupa shortshift og laga bara svona eiginlega allt sem ég sé. Mynd frá fyrsta dekurdeginum ![]() "Gamli og nýji" ekki slæm innkeyrsla þetta ![]() |
Author: | bimmer [ Fri 21. Oct 2011 22:57 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
Nice - til hamingju! ![]() |
Author: | Einarsss [ Fri 21. Oct 2011 23:04 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
Til hamingju með hann ![]() |
Author: | eiddz [ Fri 21. Oct 2011 23:44 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
Til hamingju ![]() |
Author: | aronjarl [ Fri 21. Oct 2011 23:46 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
góður! ![]() ánægður með þig gamli refur að fara ekki úr e30 ![]() Ég var ógeðslega veikur í þennan bíl einu sinni. þá átti ÁrniB hann. 2004 líklega hehe... hann er mjög snyrtilegur. |
Author: | Sezar [ Sat 22. Oct 2011 00:01 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
Flottur ![]() Það á ekki eftir að væsa um hann hjá þér ![]() |
Author: | Stefan325i [ Sat 22. Oct 2011 00:15 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
Flottur, þetta er æðislegur bíll og hef ég fengið marga góða rúnta í þessum bíl, til hamingju með kaupinn. |
Author: | Birgir Sig [ Sat 22. Oct 2011 00:42 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
til hamingju með þennan jens:D virkilega flottur bíll og mig hefur alltaf langað svakalega mikið í hann:D en eru eitthver plön? eins og t.d. m-tech hliðar eða e-ð:D |
Author: | einarivars [ Sat 22. Oct 2011 00:44 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
flottur bíll, til hamingju með hann |
Author: | Alpina [ Sat 22. Oct 2011 00:47 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() heyrði í Bolla, og hann sagði að þú hefðir keypt ![]() ![]() ![]() ![]() ÆÐISIEGT að aka með toppinn niðri |
Author: | Hreiðar [ Sat 22. Oct 2011 01:15 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
Geðveikur, til lukku með hann!! ![]() Nýjar plötur á hann, sem eru ekki með göt. ![]() |
Author: | Aron [ Sat 22. Oct 2011 01:52 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
til hamingju, get ekki ímyndað mér hversu góð tilfinning er að keyra um með blæjuna niðri. |
Author: | srr [ Sat 22. Oct 2011 01:58 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
Oh yeah,,,,innilega til hamingju með þennan. Á að nota hann allan ársins hring eins og "gamla" bílinn? ![]() |
Author: | Aron [ Sat 22. Oct 2011 02:11 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
srr wrote: Oh yeah,,,,innilega til hamingju með þennan. Á að nota hann allan ársins hring eins og "gamla" bílinn? ![]() Mér finnst ekkert að því. ![]() Og ég vona það þarf að nota einhverja af þessum e30 bílum eins og alvöru bíla en ekki bara eitthvað sumar skraut. ![]() |
Author: | srr [ Sat 22. Oct 2011 02:16 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 325i Cabrio |
Aron wrote: srr wrote: Oh yeah,,,,innilega til hamingju með þennan. Á að nota hann allan ársins hring eins og "gamla" bílinn? ![]() Mér finnst ekkert að því. ![]() Og ég vona það þarf að nota einhverja af þessum e30 bílum eins og alvöru bíla en ekki bara eitthvað sumar skraut. ![]() Er ekki hætta á frostsprungum í blæjuglugganum? |
Page 1 of 10 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |