bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E36 Coupe update bls.7 BÚIÐ AÐ MÁLA!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=52852
Page 1 of 9

Author:  omar94 [ Fri 09. Sep 2011 21:03 ]
Post subject:  BMW E36 Coupe update bls.7 BÚIÐ AÐ MÁLA!

verslaði mér minn fyrsta BMW fyrir stuttu. margir sem kannast við þennan bíl hérna, þetta er bíllinn sem var allur kittaður og með kínaljós. bíllinn var 318is en er nú 320.bíllinn er ekinn um 200 bæði á vél og boddý en mælaborðið segir 135 þar sem það var sett í hann 6Cyl mælaborð. það sem er í honum eru M-Tech framstólar úr Compact, topplúga,spoiler og Mspeglar.

það er mikið sem þarf að gera fyrir hann en ég held að hann sleppi í gegnum skoðunn með nýja framrúðu og dekk. annars er ég hér með lista yfir það sem ég ætla að gera.

-framrúða
-hurðaspjöld
-bæði frambretti
- laga og sprauta húdd
-nýrnarbita og nýru
-strekkja á viftureim(leiðinlegt hljóð)
-hreinsa allt límkítti á bílnum ( boddýkittið var kíttað á)
-sprauta lista aftur svarta( orðnir ljótir)
-redda mér höfuðpúða að aftan
-festa sætin betur.
-sjóða demparafestinguna.
-ath leka ( einhver olíuleki á greyjinu)
-massa

Image
Image
Image
Image
Image
einhver sem veit um góða leið til þess að ná honum af án þessa að skemma neitt.
Image
leiðindi að ná þessu af.
Image
Image
límkítti útum allar trissur.
Image
Image
Image
skakkur( dempara festing brotin.)
Image
Image
Image
Image
hérna er ég búinn að þrífa að innan, var ógeðslegur.
Image

wish me luck

Author:  kalli* [ Fri 09. Sep 2011 21:15 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

Hvað kom fyrir þennan bíl :shock: Vonandi nærðu að koma honum aftur í flott stand. :D

Author:  Jón Ragnar [ Fri 09. Sep 2011 21:29 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

Rallycrossbíll? :mrgreen:

Author:  omar94 [ Fri 09. Sep 2011 22:33 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

John Rogers wrote:
Rallycrossbíll? :mrgreen:

he he, veit samt ekki betur en allir E30 bílar sem ég hef skoðað hérna eru í verra ástandi :/

Author:  Birgir Sig [ Fri 09. Sep 2011 22:42 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

omar94 wrote:
John Rogers wrote:
Rallycrossbíll? :mrgreen:

he he, veit samt ekki betur en allir E30 bílar sem ég hef skoðað hérna eru í verra ástandi :/



ái hart skot þetta :thdown:

og jón ragnar,, þettta er nú ekki mikið skemmt og ekki mikið mál að gera þennan bíl fínan,, vælukjóinn þinn :mrgreen:

Author:  Danni [ Sat 10. Sep 2011 02:25 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

Sjúskað eintak. En það er nú hægt að bæta úr því! Vonandi gengur þér vel að gera og græja þennan svo hann verði loksins góður ;)

Author:  Jón Ragnar [ Sat 10. Sep 2011 02:33 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

Birgir Sig wrote:
omar94 wrote:
John Rogers wrote:
Rallycrossbíll? :mrgreen:

he he, veit samt ekki betur en allir E30 bílar sem ég hef skoðað hérna eru í verra ástandi :/



ái hart skot þetta :thdown:

og jón ragnar,, þettta er nú ekki mikið skemmt og ekki mikið mál að gera þennan bíl fínan,, vælukjóinn þinn :mrgreen:



Hehe það var nú oft talað um að þetta væri svoddan gæðingur :mrgreen:

Author:  gunnar [ Sat 10. Sep 2011 10:34 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

omar94 wrote:
John Rogers wrote:
Rallycrossbíll? :mrgreen:

he he, veit samt ekki betur en allir E30 bílar sem ég hef skoðað hérna eru í verra ástandi :/


Hvar varst þú eiginlega að skoða E30? Hringrás?

Það er alveg hægt að gera þennan bíl góðan, en þetta er mega búðingur. Sorry :?

Author:  tolliii [ Mon 12. Sep 2011 17:30 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

Vonandi að þú náir að gera þennan góðan ef þú leggur metnað í það, það ætti ekki að vera mikið mál :)
hehe eru menn með e30 veikina svoldið viðkvæmir :P

Author:  omar94 [ Tue 13. Sep 2011 01:31 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

tolliii wrote:
Vonandi að þú náir að gera þennan góðan ef þú leggur metnað í það, það ætti ekki að vera mikið mál :)
hehe eru menn með e30 veikina svoldið viðkvæmir :P


planið er að gera hann góðan :)
annars er ég búinn að redda mér bretti, hurðaspjöldum og rauðum mtech stólum. næsta skref er að redda rúðu og sjóða demparafestinguna.

annars eru gráu mtech stólarnir til sölu.

Author:  omar94 [ Sun 25. Sep 2011 18:42 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ

komin ný frammrúða. svo sprautaði ég hurðaspjöldin svört.
ætla að djúphreinsa bílinn á morgun og setja svo nýju stólana og hurðaspjöldin í.
Image
Image
Image
Image

er að selja gömlu stólana hérna.
viewtopic.php?f=12&t=53085

Author:  Twincam [ Sun 25. Sep 2011 22:56 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ update bls1

Langbesta, að mínu mati, sem þú færð til að ná kítti af er svona "karamelluhjól". Bara að passa sig á að nota það rétt...

Author:  rockstone [ Sun 25. Sep 2011 22:59 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ update bls1

Twincam wrote:
Langbesta, að mínu mati, sem þú færð til að ná kítti af er svona "karamelluhjól". Bara að passa sig á að nota það rétt...


ertu að meina "strokleður"?

Author:  omar94 [ Mon 26. Sep 2011 02:11 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ update bls1

Twincam wrote:
Langbesta, að mínu mati, sem þú færð til að ná kítti af er svona "karamelluhjól". Bara að passa sig á að nota það rétt...


hvar fæ ég það? og hvað er það?

Author:  Twincam [ Mon 26. Sep 2011 18:24 ]
Post subject:  Re: BMW E36 COUPÉ update bls1

omar94 wrote:
Twincam wrote:
Langbesta, að mínu mati, sem þú færð til að ná kítti af er svona "karamelluhjól". Bara að passa sig á að nota það rétt...


hvar fæ ég það? og hvað er það?


Poulsen, þetta er svona "strokleður" til að taka t.d. kítti og svona leiðindadrullu af bílnum án þess að rispa hann. Bara að passa sig á að nota þetta rétt, annars ferðu bara í gegnum lakkið.

*edit* Og já, þú setur þetta bara í borvél til að brúka þetta.

Image

Page 1 of 9 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/