bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E60 545i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=52662
Page 1 of 1

Author:  Haugur [ Mon 29. Aug 2011 15:03 ]
Post subject:  BMW E60 545i

Sælir allir. Langaði að skella inn nokkrum myndum af Bimmanum mínum. Keypti hann í vor. Skellti nýrri fjöðrun undir hann að framan, nýja diska og borða. Lét surta hann aftur og laga á honum lakkið. Lét smella í hann Ipod tengi, Keypti svo þessa 19" M5 felgur undir hann frá USA um daginn og er að verða nokkuð sáttur við gripinn.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Einarsss [ Mon 29. Aug 2011 15:15 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Geggjaður á m5 felgunum 8) Svona E60 er hátt á WANT listanum manns

Author:  Haugur [ Mon 29. Aug 2011 17:34 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Takk fyrir það, já mér fannst þessar felgur koma best út af því sem ég hafði séð.

Author:  Hreiðar [ Mon 29. Aug 2011 17:44 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Virkilega flottur hjá þér. Geðveikar felgur líka. Hvernig er innréttingin? :thup:

Author:  Haugur [ Mon 29. Aug 2011 18:06 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Sælir, smellti nokkrum myndum af honum að innan.

Burstað stál í mælaborðinu, kemur vel út.

Image
Image
Image

Author:  Grétar G. [ Mon 29. Aug 2011 19:24 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Geggjaður 8) Til hamingju með hann ! Þetta eru snilllllllldar fokking bílar :D

Author:  Haugur [ Mon 29. Aug 2011 21:39 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Takk fyrir það.. Já ég er allavega mjög ánægður með hann.

Eitt með hann samt sem þið gætuð kannski hjálpað mér með.

Ef ég keyri hann mjög rólega, í svona 30 -50. Þá á skiptingin til (mjög sjaldan Samt) að sparka smá. Það kemur svona smá högg þegar hann skiptir sér, get helst líkt því við eins og hann viti ekki alveg í hvaða gír hann ætli sér að vera.

Takk takk

Author:  Aron M5 [ Mon 29. Aug 2011 21:52 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Vinur minn lenti í þessu á E-60 525 disel og það var nóg hjá honum að láta reseta skiptinguna í tölvu hjá Eðalbílum, getur tjekkað á því.

Author:  ÁgústBMW [ Mon 29. Aug 2011 22:17 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Haugur wrote:
Takk fyrir það.. Já ég er allavega mjög ánægður með hann.

Eitt með hann samt sem þið gætuð kannski hjálpað mér með.

Ef ég keyri hann mjög rólega, í svona 30 -50. Þá á skiptingin til (mjög sjaldan Samt) að sparka smá. Það kemur svona smá högg þegar hann skiptir sér, get helst líkt því við eins og hann viti ekki alveg í hvaða gír hann ætli sér að vera.

Takk takk

Nákvæmlega sama og gerist í mínum :/

Sjúkur bíll samt :thup:

Author:  Grétar G. [ Tue 30. Aug 2011 07:26 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Hef einmitt heyrt um að þetta gerist í SSK bílum og þá var útskýringin sú að bíllinn venur sig á akstur hjá eigandanum svo þegar þú byrjar að keyra hann þá er hann ennþá í þeirri "stillingu" en þú keyrir hann síðan allt öðruvísi enn fyrri eigandi.

Og eins og Aron sagði á að vera nóg að reseta skiptingunni ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/