jæjja ákvað að gera loksins þráð hérna um bílinn minn  

  ..
keypti hann tjónaðann og ætlaði fyrst að rífa hann og setja mótorinn í E30 ,sem ég átti þá ,en féll svo gjörsamlega fyrir bílnum og ákvað að selja E30 og laga þennan frekar og er búinn að vera núna síðustu mánuði að vinna í honum og hann er bara að verða nokkuð góður að mínu mati 
* Tegund og gerð: BMW e36 325i Coupe
* Árgerð: 1992 
* Litur: Mauritiusblau-Metallic
* SSK/BSK: BSK
fékk hann svona (vona að það sé í lagi að ég noti myndir frá fyrri eiganda) 




 það sem er búið að gera síðan ég eignaðist hann :
það sem er búið að gera síðan ég eignaðist hann :*Rétta beyglurnar á bílstjórahliðinni 
*Sprauta bílstjórahliðina, húdd , framstikkið , nýrnalistann og bæði frambretti
*Mattsvört facelift nýru
*Setja í hann Alcantara Vader sæti og hurðaspjöld 
*Depo projector framljós 
*Depo afturljós
*Laga rifnar subframe festingarnar
*Sjóða m3 styrkingar fyrir subframeið
*Powerflex poly fóðringar í subframe
*Skipta um topplúgu (gamla topplúgan var föst)
hann lítur svona út í dag 



bíllinn var heill í um 2 vikur þegar það var keyrt á hann þannig að nýrnalistinn er svona skemmtilega beyglaður núna , en þetta verður lagað fljótlega 

 Það sem ég á eftir að gera :
Það sem ég á eftir að gera :* Skella 210mm M3 EVO drifinu, Subframe og Öxlum undir
og poly fóðringar í sem flesta hluti 
* Láta sprauta það sem var ekki sprautað síðast
* Setja svarta mælaborðið, miðjustokkinn og toppklæðninguna í bílinn
* Finna út afhverju ég fæ engan straum fyrir topplúgumótorinn (öll öryggi eru heil og comfortrelayið virðist líka vera heilt)
* Ég á Rieger roof spoiler á hann , en ég er ekki viss um hvort ég noti hann eða kaupi mér bara lip á skottlokið 
* Reyna að finna svart teppi
* Finna skárri felgur undir hann 
* Finna eithvað sniðugt coilover kerfi fyrir hann/ með hverju mælið þið ?  

* Annað hvort rífa filmurnar úr honum eða filma frammrúðurnar líka