Fékk mér þennan fyrir ekki svo löngu síðan.
Boddí er ílla farið og rið hér og þar. Og er ég að hugsa um að finna mér annan bíl til að skella kraminu úr þessum í.
Þetta er original E36 318i árgerð 1991, sem var svo swappað í 325i krami, einnig var sett, 3:91 Læst drif.
Liturinn á honum er diamant-schwarz.
Það væri gaman að fá að vita úr hvaða bíl kramið er, árgerð og kannski bílnúmer, ef einhver leynir á því.
Hann er ekinn um 205þ km samkvæmt mæli, sem er væntanlega keyrslan á kraminu.
Það er ýmislegt í ólagi, en hann er keyrsluhæfur eins og er. en planið er að finna annan bíl undir kramið og gera hann upp í vetur, fyrir næsta sumar.
Það sem er að honum núna,
Rið, hér og þar og allstaðar. stærstu riðblettirnir sem ég veit um er annar sílsinn að aftan og svo í toppnum hliðiná topplúgunni.
Svissirinn var leiðinlegur í seinustu viku en hefur ekki drepið á sér síðan þá.
Bíllinn reykir bláum reyk, líklegast ventlafóðringar eða stimpilhringir.
Nokkrar perur
Slag í ballansstangarenda að framan
leki á drifi út með öxlum(pakkdósir ónýtar)
Lekur olía meðfram tímaloki á vél
Smit með gírstöng á kassa
Leki á stýrisvökvaforðabúri meðfram slöngum
Fóðringar í spyrnum að aftan slitnar
Bremsudiskar að aftan ónýtir, restin af bremsunum eru í lala ástandi.
slag í spindilkúlu
Slag í innri stýrisenda
Bolti sem heldur drifinu uppi er of stuttur
Vantar þéttikanntinn í topplúguna(búinn að kaupa hann).
Toppurinn inní bílnum var ekki í, en fylgdi með.
Búinn að gera nokkra hluti fyrir hann:
Skipti um kerti, hin voru ógeðsleg.
þessi framljós voru svo skelfileg(rice) sem voru á honum, það var búið að dekkja stefnuljósin að innan og eitt framljósið.
ég tók hitt framljósið í sundur og gerði rammann svartann eins og í hinu,
tók stefnuljósin af og setti appelsínugul í staðinn, sem að mínu mati er mun betra.
Afturljósin fannst mér of litlaus og dökk, ég sprautaði neðri helming rauðann.
Var alls ekki að fíla þessar 16" felgur sem komu með honum, þannig splæsti í OEM 17" M3 E36 Felgur af Djöflinum.
Einnig tók ég ljóta fjögurra arma stýrið úr bílnum og setti þriggja arma bmw stýri fengið hjá JónRagnari.
Skipti út ljótum gírhnúa fyrir M gírhnúa sem er þyngri og mun betri að keyra með.
Við sjáum til hvað ég geri með þennan.
En hér eru myndir.
Fékk hann sirka svona (Myndir frá fyrri eiganda):


Síðan myndir sem ég tók áðan:







