bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=51613
Page 1 of 1

Author:  andvaka [ Wed 15. Jun 2011 12:25 ]
Post subject:  Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.

Sælir og sælar

Mig langaði bara að segja hæ og pósta mynd af fyrsta bimmanum mínum. Svo er ég með spurningu. Hvar sækir maður um meðlimaskírteini ?

En þar sem ég er frekar tæknilega heftur þá get ég ekki troðið mynd með ;)

Andvaka

Image
Image

Author:  gardara [ Wed 15. Jun 2011 12:34 ]
Post subject:  Re: Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.

Til þess að skrá þig: http://bmwkraftur.is/skraning/

Til þess að senda inn mynd þá ferðu á http://imgur.com velur myndina sem þú ætlar að senda inn, og afritar svo "forum embed codes" og límir þá inn í póstinn þinn hérna.

Author:  Einarsss [ Wed 15. Jun 2011 13:15 ]
Post subject:  Re: Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.

Velkominn á spjallið :) Væri nú gaman að fá smá upplýsingar um bílinn þó að það vanti myndir eins og er.

Author:  andvaka [ Wed 15. Jun 2011 15:56 ]
Post subject:  Re: Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.

Já auðvitað, og takk fyrir.

Þetta er semsagt svartur 320i með m pakka. 2008 árgerð ekinn 28000 km. Þetta er þá e90 boddíið.

Þetta er fyrsti bimminn og ekki líklegt að hann verði sá síðasti. Var reyndar á höttunum eftir x5 en eftir að hafa prófað þennann þá varð ekki aftur snúið.

Author:  andvaka [ Wed 15. Jun 2011 16:34 ]
Post subject:  Re: Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.

úbbs

Fyrirgefið hvað myndirnar eru stórar, er ekki alveg kominn með þetta ;) öll ráð vel þegin.

Author:  SteiniDJ [ Wed 15. Jun 2011 16:59 ]
Post subject:  Re: Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.

Imgur.com býður upp á resize og önnur hentug tól ef þú fiktar aðeins á síðunni.

En helvíti er þetta svalur kaggi. 8)

Author:  andvaka [ Wed 15. Jun 2011 17:07 ]
Post subject:  Re: Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.

Sæll og takk fyrir það.

Málið er bara að ég er staddur úti á ballarhafi og netið er frekar óstöðugt hérna. Fikta betur í þessu þegar ég kem í land. Svo er planið að skella í hann angel eyes, ný afturljós og xenon í kastarana. ;)

Author:  Elliii [ Wed 15. Jun 2011 17:24 ]
Post subject:  Re: Nýr gaur að segja hæ og með smá fyrirspurn.

Flottur hjá þér Geiri minn :**

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/