bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 06:09

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Tue 03. May 2011 10:25 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Jæja, þá er maður kominn á BMW að nýju eftir tveggja ára erfitt hlé. Ætlaði upphaflega í kraftmeiri pælingar en féll svo fyrir þessu boddýi og það var í sjálfu sér ágætlega þegið að fá léttan bensínreikning meðan maður er að skríða á fætur eftir framhaldsnámið.

Um er að ræða 2008 árgerð af E92 sem flutt var inn af B&L, svona frekar basic útgáfa. Var þó ánægður að fá topplúguna, en það væri alveg frábært ef einhver á tök á því að senda á mig fæðingarvottorðið á dýrinu í PM þannig maður átti sig betur á þessu. Maður getur ekkert flett því upp sjálfur?

Bíllinn er á ágætis standi, ekinn 45 þúsund km., en það er þó eitt og annað sem þarf að sinna til að fá hann fullkominn:
- Sprauta afturstuðara þar sem fyrri eigandi nuddaði honum utan í blómaker.
- Skipta um sólskyggni í farþegasæti, ótrúlegt en satt þá er spegillinn mölbrotinn!
- Laga tvær felgur sem eru kantaðar.
- Minniháttar rispur sem þarf að skoða hvort hægt sé að eiga eitthvað við, ekkert umfram það sem eðlilegt er á þriggja ára gömlum bíl.

Að öðru leyti er hann bara fínn, en hann mun fá ást og umhyggju á þessu heimili verða haldið í 110% standi. Hann fer í filmun núna á fimmtudag og mun ekki fá sendibílalúkkið þar sem einnig verða settar filmur í fremri hliðarrúður. Síðan er spurning hvað maður gerir meira, finnst kjánalegt að gera hann of sportlegan með þessa vél í húddinu en ég er opinn fyrir smekklegum breytingum. Ég mun halda þessum felgum í bili, en þær eru 18" og hann er núna á 225 að framan og 265 að aftan, en mig grunar samt að hann hafi komið með 255 að aftan. Finnst hann samsvara sér ágætlega á þessu og ég held að hann yrði gjörsamlega loppinn á 19" - ekki er hann neitt sérstaklega sprækur í dag þó svo að sex þrepa sjálfskiptingin (hefði kosið beinskiptingu) sinni hlutverki sínu ágætlega.

Læt fylgja með nokkrar símamyndir, þarf að taka almennilegar myndir við tækifæri og þá líka að innan. Að innan er annars með svörtu leðri og piano black listum. Finnst comboið mun fallegra en mér fannst það á sölumyndunum, er hreinlega að pæla í að halda þessum listum óbreyttum.

Image

Image

Image

Image


Last edited by thisman on Tue 03. May 2011 15:55, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 03. May 2011 10:35 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Tue 22. Apr 2008 16:20
Posts: 1318
Location: Selfoss
Þetta eru svo ótrúlega fallegir bílar og þessi með þeim flottari líklegast. Flottar felgur og bara magnaðir bílar að keyra og sitja í.

Svo ég segi bara til hamingju með kaupinn og hugsaðu vel um hann. :wink:

_________________
Enginn bíll eins og er.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 03. May 2011 13:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Það er einn svona E92 335 upp á hótel Rangá alltaf, geeeeeeeeeðveikt fallegir bílar.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 03. May 2011 13:25 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 09. Dec 2006 22:29
Posts: 307
Location: Reykjavík
Ég myndi samt skella honum í skoðun fyrst samt, leiðinlegt að setja filmur núna og taka þær aftur eftir örfáa mánuði :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 03. May 2011 13:44 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Berteh wrote:
Ég myndi samt skella honum í skoðun fyrst samt, leiðinlegt að setja filmur núna og taka þær aftur eftir örfáa mánuði :wink:

Hehe, ég fór einmitt með hann í morgun og fékk 13 miða - rúm tvö ár þangað til þessi þarf næst að fara í skoðun. ;-)

Þakka öðrum hrósið, virkilega ánægður með hann.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 05. May 2011 18:07 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 04. Jul 2009 19:08
Posts: 681
Vá ekkert smá fallegt body! Mjög flottur bíll, hlakka til að sjá almennilegar myndir af fáknum. :thup:
Ekki gleyma að taka myndir af innréttingunni :D

_________________
Þorleifur Kristmundsson.
Sími: 8666558

Subaru Legacy 02'

Image

Hjartað slær bmw


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 05. May 2011 22:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
hef alltaf verið heillaður af E92 boddýinu, virkilega stílhreinir og fínir.

leður/piano black er ótrúlega flott combo

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 11. May 2011 10:26 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Jæja, búinn að redda mér fæðingarvottorðinu - ekkert sem kom á óvart þar nema þetta hátalaraupgrade sem ég vissi ekki af - en hljómurinn er reyndar alveg ágætur. Jú það kom kannski líka á óvart að þessi litli aukabúnaður sem er í bílnum kostar í dag um tvær milljónir samkvæmt verðskrá B&L, hehe.

En hérna kemur listinn:

Vehicle information
VIN long WBAWA71050JT26706
Type code WA71
Type 320I OL (EUR)
Dev. series E92 ()
Line 3
Body type COUPE
Steering LL
Door count 2
Engine N43
Cubical capacity 2.00
Power 125
Transmision HECK
Gearbox AUT
Colour SPACEGRAU METALLIC (A52)
Upholstery LEDER DAKOTA/SCHWARZ (LCSW)
Prod. date 2007-11-13

Order options
No. Description
1CA SELECTION COP RELEVANT VEHICLES
1CD BRAKE ENERGY REGENERATION
2C6 L.-A. WHEELS STAR SPOKE 189 MIX TYRES
205 AUTOMATIC TRANSMISSION
249 MULTI-FUNCTION FOR STEERING WHEEL
4AT INT.TR.FINI. BLACK HIGH-GLOSS
4UA SEMI-ELECTR. ADJ. BOTH FRONT SEATS
403 GLAS ROOF, ELECTRIC
493 STORAGE COMPARTMENT PACKAGE
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
676 HIFI LOUDSPEAKER SYSTEM
710 M LEATHER STEERING WHEEL
8SP COP CONTROL
8S3 AUTOMATIC LOCK WHEN DRIVING AWAY
842 COLD CLIMATE VERSION
845 ACOUSTIC BELT WARNING
853 LANGUAGE VERSION ENGLISH
863 EUROPE/DEALER DIRECTORY
880 ENGLISH/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET

Series options
No. Description
1CB CO2 CONTENT
502 HEADLIGHT WASHER SYSTEM
520 FOGLIGHTS
522 XENON LIGHT
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING

Ég er að fíla þennan space grey lit alveg ágætlega, kemur dálítið skemmtilega út þar sem flestir þristar í gráu virðast vera sparkling graphite eða silver grey. Kemur líka mjög mismundi út eftir því hvernig birtan er úti.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 11. May 2011 10:31 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Ég lét svo setja filmur í hann, 50% að framan og 20% að aftan og mér finnst hann vera of dökkur að aftan og mynda of mikinn contrast - verður hálf cheap eitthvað. Það verður því skipt um allt fyrir aftan bílstjóra í næstu viku og sett 50% þannig hann verður með þannig allan hringinn (nema framrúðu náttúrulega). Held hann verði meira classy með smókaðar rúður allsstaðar heldur en þessi dökki fílingur aftur í. Innréttingin er líka dökk og afturrúðurnar litlar þannig það sést EKKERT í gegnum þær eins og þetta er núna.

Tek myndir þegar búið er að kippa þessu í liðinn - þarf svo að fara að huga að sprautun fyrir afturstuðarann.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 13. May 2011 10:08 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Jæja, þá á þessi elska tíma í sprautun á afturenda til að láta laga nudd eftir fyrrum eiganda - hún er að verða fullkomin. :-)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 13. May 2011 10:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Hún? Þristarnir hafa alltaf í mínum augum verið KK, enda "Þristurinn minn". Svo er það "Fimman mín" og sama með sexuna. Svo "Emm Fimminn minn", sama hvað málfræðingar hafa um það að segja! :mrgreen:

Þrusufallegur bíll samt, hefur sýnt það að bílahönnun hjá BMW sé ekkert á niðurleið!

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 13. May 2011 13:34 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Þegar hún rétti mér beltið þegar ég settist inn í hana þá varð ekki aftur snúið - þessi elska passar upp á mig og verður því hún. :)

Annars er eins gott að þessi búnaður sé til staðar, engin smá stærð á þessum hurðum og ef maður er ekki með sætið í öftustu stöðu þá er ekkert grín að teygja sig í þetta:


Last edited by thisman on Fri 13. May 2011 13:46, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 13. May 2011 13:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 29. Mar 2009 14:06
Posts: 2687
Hahah þetta er geðveikt !

_________________
Image
'01 e46 320Ci
Seldir - '96 e39 540i | e36 M50B25 Compact | 99' BMW 316i Compact | '91 e34 520i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 13. May 2011 13:54 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Annars kemur stærðin á óvart, fannst hann alltaf eitthvað svo lítill þegar ég skoðaði myndir en merkilegt nokk þá er hann rúmum 8 cm lengri en sedan bróðir sinn sem er þó með 4 hurðar!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 13. May 2011 16:13 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Gullfallegur alveg. :thup:

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group