Jæja, þá er maður kominn á BMW að nýju eftir tveggja ára erfitt hlé. Ætlaði upphaflega í kraftmeiri pælingar en féll svo fyrir þessu boddýi og það var í sjálfu sér ágætlega þegið að fá léttan bensínreikning meðan maður er að skríða á fætur eftir framhaldsnámið.
Um er að ræða 2008 árgerð af E92 sem flutt var inn af B&L, svona frekar basic útgáfa. Var þó ánægður að fá topplúguna, en það væri alveg frábært ef einhver á tök á því að senda á mig fæðingarvottorðið á dýrinu í PM þannig maður átti sig betur á þessu. Maður getur ekkert flett því upp sjálfur?
Bíllinn er á ágætis standi, ekinn 45 þúsund km., en það er þó eitt og annað sem þarf að sinna til að fá hann fullkominn:
- Sprauta afturstuðara þar sem fyrri eigandi nuddaði honum utan í blómaker.
- Skipta um sólskyggni í farþegasæti, ótrúlegt en satt þá er spegillinn mölbrotinn!
- Laga tvær felgur sem eru kantaðar.
- Minniháttar rispur sem þarf að skoða hvort hægt sé að eiga eitthvað við, ekkert umfram það sem eðlilegt er á þriggja ára gömlum bíl.
Að öðru leyti er hann bara fínn, en hann mun fá ást og umhyggju á þessu heimili verða haldið í 110% standi. Hann fer í filmun núna á fimmtudag og mun ekki fá sendibílalúkkið þar sem einnig verða settar filmur í fremri hliðarrúður. Síðan er spurning hvað maður gerir meira, finnst kjánalegt að gera hann of sportlegan með þessa vél í húddinu en ég er opinn fyrir smekklegum breytingum. Ég mun halda þessum felgum í bili, en þær eru 18" og hann er núna á 225 að framan og 265 að aftan, en mig grunar samt að hann hafi komið með 255 að aftan. Finnst hann samsvara sér ágætlega á þessu og ég held að hann yrði gjörsamlega loppinn á 19" - ekki er hann neitt sérstaklega sprækur í dag þó svo að sex þrepa sjálfskiptingin (hefði kosið beinskiptingu) sinni hlutverki sínu ágætlega.
Læt fylgja með nokkrar símamyndir, þarf að taka almennilegar myndir við tækifæri og þá líka að innan. Að innan er annars með svörtu leðri og piano black listum. Finnst comboið mun fallegra en mér fannst það á sölumyndunum, er hreinlega að pæla í að halda þessum listum óbreyttum.



