Kominn á BMW aftur, mjög svo sáttur.
Ég og Geiri skiptum á bílum. Honum langaði í Patrol og ég er alltaf til í góðan BMW.
Eitthverjir kannast við þennann grip og mér þætti gaman að fá allar þær upplýsingar um bílinn sem fólk kann að búa yfir.
Allavega þá er þetta E34 530iA.
Fæddur árið 1989, en það er mjög gott ár. Tróðst í heiminn á því herrans ári.
Leður og flottheit, rafmagn í sætum og fleiru.
Topplúga.
18" felgur sem ég veit ekki hvað heita.
Vantar vetrardekk á felgum ef eitthver á til að selja mér.
Stóra aksturstölvan og krúskontrol.
Svo er sennilega eitthvað meira en bíllinn er það nýr á planinu að maður hefur varla skoðað hann.
Það sem er á planinu að gera er að
Skipta um vatnslás.
Redda sér listum sem vantar á hann.
Taka felgurnar í gegn.
Síðan að þrífa og bóna.
Nýjar myndir af gripnum

Er alveg að meta þennan bíl, ótrúlega heill og góður.

Þarf að láta taka þetta ryð í gegn, annars er lítið og ryð.

Svosem ekkert svakalegt en leiðinlegt lýti á annars fallegum bíl.

Ástandið á felgunum, eins og sést að þá er það slappt.
Versta felgan

Að framan

Ryð í síls sem ég þarf að láta gera við einnig.

Stel nokkrum myndum úr söluauglýsingunni.


_________________
Geysir Golf - Kíktu í Golf'98 W210 E240
'90 GSX750F - The Ugly Bastard