bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=50104
Page 1 of 2

Author:  Geysir [ Sun 20. Mar 2011 22:41 ]
Post subject:  E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

Kominn á BMW aftur, mjög svo sáttur.

Ég og Geiri skiptum á bílum. Honum langaði í Patrol og ég er alltaf til í góðan BMW.
Eitthverjir kannast við þennann grip og mér þætti gaman að fá allar þær upplýsingar um bílinn sem fólk kann að búa yfir.

Allavega þá er þetta E34 530iA.
Fæddur árið 1989, en það er mjög gott ár. Tróðst í heiminn á því herrans ári.
Leður og flottheit, rafmagn í sætum og fleiru.
Topplúga.
18" felgur sem ég veit ekki hvað heita.
Vantar vetrardekk á felgum ef eitthver á til að selja mér.
Stóra aksturstölvan og krúskontrol.
Svo er sennilega eitthvað meira en bíllinn er það nýr á planinu að maður hefur varla skoðað hann.

Það sem er á planinu að gera er að
Skipta um vatnslás.
Redda sér listum sem vantar á hann.
Taka felgurnar í gegn.
Síðan að þrífa og bóna.

Nýjar myndir af gripnum
Image

Er alveg að meta þennan bíl, ótrúlega heill og góður.
Image

Þarf að láta taka þetta ryð í gegn, annars er lítið og ryð.
Image
Svosem ekkert svakalegt en leiðinlegt lýti á annars fallegum bíl.
Image

Ástandið á felgunum, eins og sést að þá er það slappt.
Versta felgan
Image
Að framan
Image

Ryð í síls sem ég þarf að láta gera við einnig.
Image

Stel nokkrum myndum úr söluauglýsingunni.
Image
Image

Author:  Danni [ Sun 20. Mar 2011 22:44 ]
Post subject:  Re: E34 530iA, erum jafnaldrar.

Geggjaður E34! Fyrsti E34 sem ég settist í og stuttu seinna keypti ég mér eitt stykki sjálfur.

Til hamingju með bílinn! ;)

Author:  Kristjan [ Mon 21. Mar 2011 02:07 ]
Post subject:  Re: E34 530iA, erum jafnaldrar.

Gamli minn, ég sakna hans mikið, farðu vel með hann :)

Author:  hauksi [ Tue 22. Mar 2011 01:18 ]
Post subject:  Re: E34 530iA, erum jafnaldrar.

Flottur bíll :thup: :thup: , var mikið að spá í honum áður en ég keypti minn.

Author:  Benzari [ Tue 22. Mar 2011 18:39 ]
Post subject:  Re: E34 530iA, erum jafnaldrar.

Flottur þessi Atli.
Til hamingju :thup:

Author:  Lindemann [ Tue 22. Mar 2011 20:58 ]
Post subject:  Re: E34 530iA, erum jafnaldrar.

Til hamingju með hann, hann reyndist mér mjög vel!

Ég setti þessar felgur undir og þær heita að mig minnir rondel 63

Author:  Geysir [ Tue 22. Mar 2011 22:53 ]
Post subject:  Re: E34 530iA, erum jafnaldrar.

Þakka :)
Planið er að halda bílnum allavega jafngóðum og hann er núna.

Það þarf samt að taka felgurnar í gegn, ætla að sjá hversu góðar þær verða með almennilegri felgusýru. Annars sýnist mér á öllu að róttækari aðgerðir séu nauðsynlegar til að ná þeim í 100% stand.

Author:  Geysir [ Sat 26. Mar 2011 17:04 ]
Post subject:  Re: E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

Henti inn nýjum myndum

Gaman væri líka að fá álit hjá kraftsmönnum með felgurnar. Hvað sé best í stöðunni.

Eru ljótar og eina vitið væri held ég að láta mála/pólýhúða.

Author:  Alpina [ Sat 26. Mar 2011 17:36 ]
Post subject:  Re: E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

Mjög huggulegur bíll,, en boddy-viðgerðir og slíkt er mat sem þú þyrftir að gera upp við þig,, eflaust fokdýrt að laga og mála bílinn






vel búinn líka 8)

Author:  jon mar [ Sat 26. Mar 2011 18:14 ]
Post subject:  Re: E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

Láta laga þetta þó það kosti smá og þá getur bíllinn fylgt þér jafn lengi og þú kýst sjálfur.



Ég myndi allavega ekki hugsa mig tvisvar um ef ég ætti þennann, nú eða þyrfti að gera eitthvað í þessa veru við minn.


Þú lætur mála miðjurnar á felgunum og pólerar kanntinn. Problem solved.

Author:  Alpina [ Sat 26. Mar 2011 18:47 ]
Post subject:  Re: E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

jon mar wrote:
Láta laga þetta þó það kosti smá og þá getur bíllinn fylgt þér jafn lengi og þú kýst sjálfur.



Ég myndi allavega ekki hugsa mig tvisvar um ef ég ætti þennann, nú eða þyrfti að gera eitthvað í þessa veru við minn.


Þú lætur mála miðjurnar á felgunum og pólerar kanntinn. Problem solved.

Sammála Jóni

Author:  Geir-H [ Sun 27. Mar 2011 00:48 ]
Post subject:  Re: E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

Alpina wrote:
jon mar wrote:
Láta laga þetta þó það kosti smá og þá getur bíllinn fylgt þér jafn lengi og þú kýst sjálfur.



Ég myndi allavega ekki hugsa mig tvisvar um ef ég ætti þennann, nú eða þyrfti að gera eitthvað í þessa veru við minn.


Þú lætur mála miðjurnar á felgunum og pólerar kanntinn. Problem solved.

Sammála Jóni


x3

Magnað ökutæki,

Klaufaskapur í mér að vera ekki búinn að laga þetta í kringum bensínlokið, en þetta í sílsanum hefur ekkert breyst þann tíma sem ég átti þennan bíl.

Author:  Geysir [ Sun 27. Mar 2011 01:46 ]
Post subject:  Re: E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

Geir-H wrote:
Alpina wrote:
jon mar wrote:
Láta laga þetta þó það kosti smá og þá getur bíllinn fylgt þér jafn lengi og þú kýst sjálfur.



Ég myndi allavega ekki hugsa mig tvisvar um ef ég ætti þennann, nú eða þyrfti að gera eitthvað í þessa veru við minn.


Þú lætur mála miðjurnar á felgunum og pólerar kanntinn. Problem solved.

Sammála Jóni


x3

Magnað ökutæki,

Klaufaskapur í mér að vera ekki búinn að laga þetta í kringum bensínlokið, en þetta í sílsanum hefur ekkert breyst þann tíma sem ég átti þennan bíl.


Þetta verður gert gott, það styttist í orlofsútborgun. Og þar sem að maður er búinn að nota orlofsdagana í Brasilíuferð að þá er um að gera að nota peninginn í betrumbætingar!!

Vinkona mín gerði þessa mynd ásamt þessum sem koma hér á eftir :)

Kristín Hafsteinsdóttir er myndasnillingur með meiru :D

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  Zed III [ Sun 27. Mar 2011 10:47 ]
Post subject:  Re: E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

Geysir wrote:
Image



Töff myndir og góður bíll.

Ert þú búinn að prufa felgusýru ? Maður kemst oft helvíti langt með smá svita og puði.

Author:  Djofullinn [ Sun 27. Mar 2011 14:31 ]
Post subject:  Re: E34 530iA Nýjar myndir og pælingar.

Mér finnst þessar felgur ekki fara E34 þannig að ég myndi bara þrífa þær eins og ég gæti með felgusýru, pússa létt yfir lippið og selja þær síðan :P
Kaupa síðan einhverjar felgur sem fara E34 betur :D

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/