bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW e46 316 '00 - The Beater
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=49483
Page 1 of 3

Author:  Zed III [ Tue 08. Feb 2011 16:41 ]
Post subject:  BMW e46 316 '00 - The Beater

Þar sem það er nú ekki alveg það einfaldasta að setja barnabílstól í z3 var lítið annað að gera en að splæsa í nýjan bíl. Fyrir valinu var e46 316 með nokkuð löngum lista af bilunum sem nær allar eru frekar léttar til lagfæringar. Þessar bilanir voru veðrlagðar vel í verðið á bílnum og tel ég mig hafa gert afar fín kaup.

Hér eru tvær gamlar myndir, hann er aðeins sjúskaðari núna en kemst á þetta stig fljótlega.

Image

Image

Framtíðarplön eru að laga það sem er að og kannski setja önnur stefnuljós á bílin. Annars verður honum að mestu haldið eins og hann er.


Fæðingavottorðið er hér, það er óhætt að segja að þetta sé "no-frills" bíll. Það er afar fátt til að bila í þessum.

VIN long WBAAL51020KH03806
Type code AL51
Type 316I (EUR)
Dev. series E46 (4)
Line 3
Body type LIM
Steering LL
Door count 4
Engine M43/TU
Cubical capacity 1.60
Power 75
Transmision HECK
Gearbox MECH
Colour TITANSILBER METALLIC (354)
Upholstery STOFF FLOCK RAUTE/ANTHRAZIT (E3AT)
Prod. date 2000-01-20

Order options
No. Description
168 EU2 EXHAUST EMISSIONS NORM
428 WARNING TRIANGLE
441 SMOKERS PACKAGE
662 RADIO BMW BUSINESS CD
842 COLD CLIMATE VERSION
853 LANGUAGE VERSION ENGLISH
863 EUROPE/DEALER DIRECTORY
880 ENGLISH/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET
896 DAYTIME LIGHTS FUNCTION
925 SHIPPING PROTECTION PACKAGE
926 SPARE WHEEL

Series options

No. Description
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING

Author:  Vlad [ Tue 08. Feb 2011 17:15 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater

Babybeater.... hljómar smekklegt :lol:

Author:  Fatandre [ Tue 08. Feb 2011 17:54 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater

Flottur þessi. Mun verða flottur í þínum höndum.

Author:  ömmudriver [ Tue 08. Feb 2011 22:06 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater

Til hamingju með gripinn, E46 eru frábærir bílar :thup:

Author:  Andri Fannar [ Tue 08. Feb 2011 22:08 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater

Góðir bílar..
Gerir mikið að gera stefnuljósin samlit :thup:

Author:  Zed III [ Tue 08. Feb 2011 22:17 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater

Andri Fannar wrote:
Góðir bílar..
Gerir mikið að gera stefnuljósin samlit :thup:


Heldur betur. Êg verð að samlita ljòsin .

Author:  Danni [ Tue 08. Feb 2011 22:43 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater

Flottur. Ég get alveg ímyndað mér að eiga E46 sem daily einhvern daginn.

Author:  saemi [ Tue 08. Feb 2011 23:28 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater

Bara góður bíll og díll :P

Author:  Zed III [ Sun 06. Mar 2011 22:12 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Beater

Búið að vera smá session á þessum um helgina og seinustu daga.

Það sem er búið að gera er:

- Flautan löguð (það var bara sprungið öryggi)
- Samlitaði lokið yfir dráttartaugargatinu en það var ómálað
- Skipta um afturgorma (setti e36 gorma í hann og þeir passa flott)
- Skipti um pakkningu við olíuhúsið (smá rif til að komast að þessu, c.a. 1-1.5klst) Vonandi er ekki lengur olíuleki á vélinni eftir þetta, fyrir utan að það lekur með olíuboltanum í pönnunni en ég er kominn með nýjan .
- Ný gler yfir númeraplötuljósin
- Nýr aftermartket cam skynjari (með 12 mánaða ábyrgð)
- Nýr aftermarket afm skynjari (með 12 mánaða ábyrgð)
- Nýr aftermarket lambda skynjari (með 12 mánaða ábyrgð)
- Skipt um hægra afturljós (fékk ljós á fínum díl hjá Ellapjakk)
- Sett í nýtt lok á stuðaran að neðan (númer 7 á myndina að neðan, alveg furðulegt að þetta sé sér stykki en ekki bara hluti af stuðaranum)

Image

Keypti svona felgur til að nota sem sumarsett af Árna Sezari:

Image

Keypti aðra innréttingu á slikk af Hreiðari og skellti henni í bílinn. Innréttingin kemur úr facelift en ég er ekki 100% að ég haldi mig við hana en aðal ástæða kaupana var airbag skynjarinn í farþegasætinu sem ég þurfti að skipta um. Því ekki að fá heila innréttingu í kaupæti í stað þess að kaupa skynjaran stakan ? Ég endaði á bílstjórasætinu og þar lenti ég í mesta veseninu þar sem plöggin á sætunum eru öðruvísi, en þar er líka munur á að facelift innréttingin er með 3 hauspúðum að aftan en gamla innréttingin var bara með 2.

Image

Skipti í leiðinni um afturhillu en þessi sem var í bílnum var orðin nánast himinblá svo upplituð var hún. Ég kem með mynd af þessu innan skamms.

Ballancestangarendar, glær hliðarstefnuljós, 2 fóðringar og nýr vatnslás bíða svo eftir að fá að komast í en ég braut einn boltan sem var í vatnslásinum þegar ég ætlaði að losa hann af :( .

Smurning í vikunni og þá ætti maður að fara að verða klár fyrir aðalskoðun.

Author:  ömmudriver [ Mon 07. Mar 2011 05:26 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Beater

Mjög vel gert og þessi bíll er á blússandi uppleið :thup:

Author:  Róbert-BMW [ Mon 07. Mar 2011 14:59 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Beater

Þetta er allt að koma :)

Author:  Djofullinn [ Mon 07. Mar 2011 17:29 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Beater

Er númerið á þessum bíl SS-XXX?

Author:  Zed III [ Mon 07. Mar 2011 17:33 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Beater

minn er númer JG 782,

þessi mynd sem ég póstaði á felgunum er OI 012.

Author:  Zed III [ Thu 10. Mar 2011 10:17 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Beater

Skreið undir þennan í gær og ætlaði að skipta um olíu. Gekk ekki betur en svo að olíutappinn var brotin og ég náði ekki brotinu úr.

Ég þurfti því að skella nýrri olíu á bílinn í gær bara til að dreina hana af í dag því ég kom við á smurstöðinni áðan. Þeir voru ekki lengi að græja þetta og ég sá ekki betur en að olíulekinn við olíuhúsið sé hættur (vel gert ég :)).

Til að toppa allt skellti ég nýjum hvítum perum í aðalljósin og þokuljósin og setti auk þess glær hliðarstefnuljós á í gær.

Nýr vatnslás fer vonandi í hann seinnipartinn (en þar er ég að glíma við eina brotna skrúfu).

Þá er bara eftir að setja nýja súrefnisskynjaran í (þessi sem er hefur ekki verið hreyfður frá því bíllinn var framleiddur og er gjörsamlega FASTUR), fá það sem vantar í innra brettið, breyta tenginu fyrir bílstjórasætið (tengið fyrir nýja bílstjórasætið er aðeins öðrvísi en þetta gamla) og setja glær stefnuljós.

Author:  Axel Jóhann [ Thu 10. Mar 2011 10:23 ]
Post subject:  Re: BMW e46 316 '00 - The Beater

Til að losa súrefnisskynjarann, láttu bílinn ganga alveg heitann og taktu smá rönn á honum, farðu svo strax undir og klipptu plöggið af skynjaranum og settu lokaða endann uppá hann og losaðu, það ætti að vera easy, mig minnir að þetta sé 21 eða 22mm
:mrgreen: :thup:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/