bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E28 518i 1986 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=47423 |
Page 1 of 3 |
Author: | Steini B [ Fri 08. Oct 2010 17:00 ] |
Post subject: | BMW E28 518i 1986 |
Ég ætlaði nú að þrjóskast til þess að vera bíllaus í vetur, það gekk nú ekki betur en það að ég er kominn aftur með bíl eftir mánaðarhlé ![]() Þetta er fínn bíll, mikið þæginlegra að keyra heldur en e30 og nóg pláss í honum líka ![]() Svo er spurning hvað maður gerir með útlitið, en lakkið er alveg handónýtt Fæ svo bara að stela hérna frá Skúla ![]() BMW 518i E28 Nýskráður 17.09.1986 á Íslandi. Framleiddur í maí 1986. M10B18 mótor Ekinn 349.000 km Beinskiptur Blár að lit og liturinn heitir Saturnblau Aukabúnaður: Samlæsingar Höfuðpúðar að aftan Drullusokkar að aftan Upphækkunarklossar 1" allan hringinn. 14" álfelgur, Alpina look. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | srr [ Fri 08. Oct 2010 17:07 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Ánægður að hann er kominn í hendurnar á góðum eiganda ![]() |
Author: | Árni S. [ Fri 08. Oct 2010 17:13 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
til hamingju með kaupin ![]() fínasti bíll! |
Author: | Steini B [ Mon 11. Oct 2010 20:59 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Var á rúntinum í dag og skrapp uppá fjall ![]() En þeir sem hafa farið þangað vita það að vegurinn er ansi ljótur og brattur ![]() Dyrhólaey í baksýn, og ef þið horfið aðeins lengra þá sjáið þið kanski Axel Jóhann... ![]() ![]() |
Author: | Maddi.. [ Mon 11. Oct 2010 21:02 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Haha flottur.. var ekkert mál að komast upp á honum? Langt síðan ég hef farið þarna upp en man ekki betur en að vegurinn hafi verið hundleiðinlegur.. |
Author: | einarivars [ Mon 11. Oct 2010 21:48 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
finasti bíll, minn lykill virkar á þennan ![]() |
Author: | srr [ Mon 11. Oct 2010 22:56 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Sko, ég vissi að ég gerði gott með að bjarga þessum bíl ![]() Ánægður með þig Steini ! |
Author: | Steini B [ Mon 11. Oct 2010 23:28 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Maddi.. wrote: Haha flottur.. var ekkert mál að komast upp á honum? Langt síðan ég hef farið þarna upp en man ekki betur en að vegurinn hafi verið hundleiðinlegur.. Nei, spólaði lítið, og svo er hann svo hár að holurnar voru ekkert vandamál ![]() srr wrote: Sko, ég vissi að ég gerði gott með að bjarga þessum bíl ![]() Ánægður með þig Steini ! Ég mun nú ekki gera þennann upp, örugglega einhver heillegri til í það. En maður tímir samt ekki að ganga um hann eins og aðra bíla í sama verðflokki Planið er að "skúra" sprauta hann í vetur í öðrum lit og kanski einhverjar fínar felgur Allavega taka hækkunarklossana úr að framan. Veit ekki með meiri lækkun en það. Þarf að kaupa nýjan rafgeymi Svo er hann að hita sig þegar maður er stopp, hvort það sé bara vatnslás eða skortur á vatni eða eitthvað annað, verð allavega að finna útúr því... Hann gengur asnalega í lausagangi, hef ekki hugmynd hvað það er nákvæmlega Háuljósin virka ekki, ég nenni ekki að pæla í því svo ég ætla bara að kaupa mér Xenon |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 12. Oct 2010 00:12 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Sérð mig ekki þarna, ég er í Breiðholti! En þetta er ágætis bíll, myndi ekkert vera taka upphækkunarklossana í burtu, það er fínt að hafa bílinn háann yfir veturinn. ![]() |
Author: | Steini B [ Tue 12. Oct 2010 00:18 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Já, það er alveg öruggt að þeir fara ekki fyrr en snjórinn er farinn... |
Author: | Einarsss [ Tue 12. Oct 2010 08:08 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Steini B wrote: Maddi.. wrote: Haha flottur.. var ekkert mál að komast upp á honum? Langt síðan ég hef farið þarna upp en man ekki betur en að vegurinn hafi verið hundleiðinlegur.. Nei, spólaði lítið, og svo er hann svo hár að holurnar voru ekkert vandamál ![]() srr wrote: Sko, ég vissi að ég gerði gott með að bjarga þessum bíl ![]() Ánægður með þig Steini ! Ég mun nú ekki gera þennann upp, örugglega einhver heillegri til í það. En maður tímir samt ekki að ganga um hann eins og aðra bíla í sama verðflokki Planið er að "skúra" sprauta hann í vetur í öðrum lit og kanski einhverjar fínar felgur Allavega taka hækkunarklossana úr að framan. Veit ekki með meiri lækkun en það. Þarf að kaupa nýjan rafgeymi Svo er hann að hita sig þegar maður er stopp, hvort það sé bara vatnslás eða skortur á vatni eða eitthvað annað, verð allavega að finna útúr því... Hann gengur asnalega í lausagangi, hef ekki hugmynd hvað það er nákvæmlega Háuljósin virka ekki, ég nenni ekki að pæla í því svo ég ætla bara að kaupa mér Xenon viftukúplingin er ónýt |
Author: | Steini B [ Tue 12. Oct 2010 09:05 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Einarsss wrote: viftukúplingin er ónýt Er hún ekki ónýt ef hún hreyfist ekki? Hún snýst allavega hjá mér (ekki nema hún hafi bara akkúrat gert það meðan ég var með húddið opið...) |
Author: | Árni S. [ Tue 12. Oct 2010 09:19 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Steini B wrote: Einarsss wrote: viftukúplingin er ónýt Er hún ekki ónýt ef hún hreyfist ekki? Hún snýst allavega hjá mér (ekki nema hún hafi bara akkúrat gert það meðan ég var með húddið opið...) ef þú getur stoppað hana með höndunum eða sett eitthvað á til að hægja á henni á hún ekki að stoppa ... ef þú getur stoppað viftu kúplinguni er hún líklegast ónýt |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 12. Oct 2010 09:26 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Gerðu það samt með þeirri hendi sem þú skeinir þig ekki með, svo vont að missa puttana þar ![]() |
Author: | ömmudriver [ Tue 12. Oct 2010 09:29 ] |
Post subject: | Re: BMW E28 518i 1986 |
Ekki setja xenon í framljósin á þessum bíl! |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |