bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E39 523 Update eftir 3 ára fjarveru!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=46828
Page 1 of 2

Author:  Manace [ Mon 06. Sep 2010 18:36 ]
Post subject:  BMW E39 523 Update eftir 3 ára fjarveru!

Jæja, ætti löngu að vera búinn að gera þráð en ég keypti mér þennann í febrúar á þessu ári. Þetta er fyrsti bíllinn minn og ég keypti hann á 16 ára afmælisdaginn minn :D

BMW E39 2000 árgerð
2,5 bsk. 6cl 170 (raun 182 + tölvukubbur og K&N sía)
Keyrður 211.xxx

Í byrjun var bíllinn ekki í merkilegu standi. Framstuðarinn í ruglinu, ABS skynjari farinn, upphengja og fleira.
Þessu var öllu kippt í liðinn fljótt.

Image

Image

Það sem ég byrjaði að gera þegar ég keypti hann var að kaupa Nokian nagladekk undir hann þar sem dekkin sem hann var á voru handónýt, síðan fylgdi ABS skynjarinn upphengja og slíkt til að hafa þetta allt í góðu. Síðan tók ég smá alþrif á honum með pabba að utan sem innann, en eitthverra hluta tókum við bara myndir af honum að utan :|

Image

Image

Og ein mynd með felgumiðjunum á sínum stað :)

Image

Stuttu eftir að þessar myndir eru teknar ákvað alternatorinn að klikka og þá kom að því að skipta um hann. Festi kaup á notuðum alternator og fór úr 90-amperum í 140 og bara sáttur með það.

Síðan þegar líða fór á veturinn fór ég að pæla í að kaupa mér annann felgugang til að hafa hann á í sumar. Keypti felgur af 740 bíl og Bridgestone Potenza dekk :)

Image

Svo svona í tilefni sumars ákvað ég að skella angel-eyes perum í hann, en þær sem voru í honum voru ónýtar :|
Keypti mér bláar og mér finnst þetta snarlooka!

Image
(þetta er að sjálfsögðu 10x flottara í myrkri :drool:)

Síðan þá hef ég lítið gert þangað til um daginn. Ég keyti þá leður í hann með tilheyrandi húllumhæi. Það reyndist vera skemmtileg aðgerð þar sem það þurfti að skipta um snúrurnar í stólunum útaf hitanum í sætinu, en það reddaðist síðan fyrir rest :)

Þetta var síðan útkoman

Image

Image
(Ef eitthver veit hvar ég get fengið hentuga tappa í götin í spjöldunum væri sú ábending vel þegin :D)

Ég er mjög ánægðu með framförina á bílnum og ætla bara halda áfram hægt og rólega með hann :) og bíða eftir bílprófinu :bawl:

Endilega komið með ykkar skoðanir og ábendingar :)

-------------------
Shadow- eða Chromeline?

Image

Image

Author:  bErio [ Mon 06. Sep 2010 18:37 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

TÖFF

Author:  bimmer [ Mon 06. Sep 2010 18:40 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Flottur.

Aðrar angel eyes perur í hann samt :lol:

Author:  Leví [ Mon 06. Sep 2010 18:51 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Hann er flottur hjá þér en ég segi halda króminu kemur mjög vel út á honum og með þessum felgum :thup:

Author:  jon mar [ Mon 06. Sep 2010 18:53 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

verulega flottur fyrsti bíll 8)


eða bara flottur bíll nr hvað sem er :lol:

Author:  Alpina [ Mon 06. Sep 2010 20:12 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Huggulegur bíll ,, en sammála Þórði,, með englaglyrnurnar

Author:  Manace [ Thu 09. Sep 2010 09:09 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

bimmer wrote:
Flottur.

Aðrar angel eyes perur í hann samt :lol:


Hehe það gæti vel gerst, en ekki strax ;)

Levei wrote:
Hann er flottur hjá þér en ég segi halda króminu kemur mjög vel út á honum og með þessum felgum :thup:


Takk fyrir það :)

jon mar wrote:
verulega flottur fyrsti bíll 8)


eða bara flottur bíll nr hvað sem er :lol:


Hehe jújú hann er ágætur þessi moli :D

Author:  IvanAnders [ Thu 09. Sep 2010 09:54 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Mjög flottur hjá þér, en angel-eyes-in of blá fyrir minn smekk :wink:

Author:  Einarsss [ Thu 09. Sep 2010 09:58 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Verulega hrifinn af þessum og smekklega breytingar fyrir utan bláu perurnar.. extreme hvítar væru frekar málið :thup:

Author:  kalli* [ Thu 09. Sep 2010 14:34 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Bara flottur þessi, bsk e39 er hellað :thup:

Halda króminu líka !

Author:  Danni [ Thu 09. Sep 2010 15:36 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Flottur bíll. Þekkti einusinni strák sem átti hann hérna í Keflavík fyrir nokkrum árum, var rosalega heill þá. Sýnist þú vera búinn að koma honum í sama, jafnvel betra horf en þá ;)

Author:  Manace [ Thu 09. Sep 2010 21:59 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Danni wrote:
Flottur bíll. Þekkti einusinni strák sem átti hann hérna í Keflavík fyrir nokkrum árum, var rosalega heill þá. Sýnist þú vera búinn að koma honum í sama, jafnvel betra horf en þá ;)


Takk fyrir það :)

kalli* wrote:
Bara flottur þessi, bsk e39 er hellað :thup:

Halda króminu líka !


Takk :D og já ég geri ráð fyrir að halda króminu 8)

Einarsss wrote:
Verulega hrifinn af þessum og smekklega breytingar fyrir utan bláu perurnar.. extreme hvítar væru frekar málið :thup:


Takk takk :D
Ég er að pæla að fá mér hvítar :)

Author:  Manace [ Sat 18. Sep 2010 22:01 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Jæja kraftsmenn, Shadow- eða Chromeline?

Image

Image

Author:  IceDev [ Sat 18. Sep 2010 22:18 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523

Double shadow all the way across the sky...Yeeeeeaaaahhh

Author:  SteiniDJ [ Sun 19. Sep 2010 01:02 ]
Post subject:  Re: BMW E39 523 - Spurning Post 16

Bæði er alveg flott. Persónulega fannst mér króm koma mjög vel út á mínum gamla, sem var svartur. Það eru allir sem surta þetta og því gaman að breyta til.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/