Mig hefur alltaf langað að eignast bmw svo ég ákvað að ríða á vaðið og kaupa mér E46 týpuna.
hér eru smá upplýsingar:
Bensín
1320 kg
1895CC
120 hestar
Sjálfskipting
206000 Km
16" felgur
Mikið var að bílnum svo mér tókst að lækka verðið ansi mikið.
fyrri eigandi hafði ekki haft tekjur til að gera neitt fyrir þennan bíl
það sem var að honum:
Stífur að framan gjörónýtar.
Vatnslás farinn.
Vatnskassi farinn.
Kominn rúmlega 4000þús km yfir smurningu!
framrúða brotin
Olíupönnuskynjari farinn
hitanemi fyrir hitastig farinn!
Airbag motta í hægra frammsæti farinn!
mikið ryð komið undir boddýið
Fyrri eigandi hafði blettað í hann með vitlausum lit(já.)
Það sem búið er að gera við er:
Nýr vatnlás.
nýr vatnskassi
nýr oliupönnuskynjari
ný framrúða.
stífur að framan klárar
Smurður og skipt um allar síur(40þús króna smurning já takk!)
280þús krónur farnar í bíllinn svo hann fer allur að koma!
á næstu dögum verður farið í skipta um airbag mottu í framsætinu og dúndrað með hann í skoðun. svo í sumar þá er ýmislegt sem mig langar að gera fyrir hann:
Heilsprautun!
Leðurinnrétting
skipta um hátalara. fyrri eigandi tókst að sprengja flottu Bohs hátalarana!
Láta laga innréttinguna á hægri frammhurðinni!( gat á innréttingunni)
Filmur allann hringinn.
BMW Xenon kitt.
Angel Eyes
kem með myndir um leið og allt þetta slabb er farið af götunni hér á Akureyri.!