bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
e39 523 - Gamli BIVIVV. Rifinn og hent https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=45789 |
Page 1 of 28 |
Author: | Rafnars [ Sun 11. Jul 2010 16:24 ] |
Post subject: | e39 523 - Gamli BIVIVV. Rifinn og hent |
Jæja ætli það sé ekki tími til að gera sig aðeins virkari á þessu spjalli ![]() Fékk mér þennan fyrir um ári síðan BMW 523iA - M52B25 170 hp Árgerð 1997, kemur af færibandi 25.10.96 kl. 15:11 (skráður samkvæmt framleiðanda '97) ssk Oxford green (Oxfordgruen) - Metallic Leit svona út daginn eftir kaupin ![]() ![]() ![]() ![]() Þegar ég fékk bílinn var ýmislegt sem hrjáði hann, sló út 3-4 cyl. og gekk óeðlilega, drap stundum á sér og neitaði í gang, afturhurðin hægra megin neitaði að opnast, húddið vitlaust stillt, bíllinn titraði eins og ég væri á þvottabretti þegar ég keyrði á Miklubrautinni og allskonar smotterí. Lenti svo í því í September 2009 að mismunadrifið læstist þannig að ég tók bílinn af númerum og dundaði í honum framm í Desember, skipti um ljós, nýru og allskonar dund, svo fann ég annað drif undan samskonar bíl, eeeen vegna spenningsins við að komast loksins út aftur þá gleymdi ég að athuga með olíuna á drifinu og bíllinn fór ekki lengra en úr Grafarvogi og niður Ártúnsbrekkuna þegar pinionslega stiknaði og bíllinn stopp. Það kvöld (frá 22 til 5 sirka) fór í það eitt að reyna að koma bílnum aftur heim ![]() Skipti um legur og lagaði drifið og það ævintýri er búið í bili ![]() Það sem ég er búinn að gera við bílinn er: Fjarlægði spacera og skipti um felgubolta allan hringinn Skipt um háspennukefli og sveifarásskynjara Læsing á hægri afturhurð löguð Rúðuþurrkuarmar sprautaðir svartir Nýr lykill keyptur hjá B&L en þeir pöntuðu service key þannig að ég þurfti að panta nýjan.. með afslætti ![]() Schmiedmann aðalljós með angel eyes (allt annað að sjá bílinn ![]() Schmiedmann afturljós Schmiedmann black chrome facelift nýru. (Húddið er víst skemmt eftir fyrrverandi eiganda þannig að nýrun eru skökk, er á planinu að fá nýtt húdd) Eyddi um 2 vikum í að mála felgurnar og daginn eftir að þær voru tilbúnar var Pitstop svo skemmtilegt við mig að rispa ALLAR felgurnar og ekki lítið... ![]() ![]() Framstuðarinn var rifinn undir þegar ég fékk hann, lakk brotið, rispað og soldið steinkast þannig að ég lét laga hann og sprauta Fékk neon ljós í jólagjöf frá litla bróðir og þar sem bíllinn stóð inní skúr á búkkum (meðan bíllinn var driflaus) og ég hafði ekkert annað að gera þá fór ég í að tengja þau undir sætunum, takki til að kveikja og slökkva, allar leiðslur faldar og öryggi í skottinu við geymi. Vel frá gengið ![]() Lét VIP filma allar rúður nema framrúðu með dekkstu filmunum sínum, var svo tekinn og þurfti að fjarlægja filmurnar úr hliðarrúðum frammí:( Svo filmaði ég sjálfur yfir bremsuljósið í afturrúðunni með útskornu BMW, kemur frekar vel út ![]() og svo er örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma. Nokkrar myndir af breytingum Nýi (rétti) lykillinn og sá gamli ![]() Stuðarinn nýkominn úr sprautun (var að pússa felgurnar fyrir aftan) ![]() Nýju ljósin og nýrun (skekkjan í nýrunum sést hérna) ![]() ![]() ![]() Angel eyes-in eru missterk á þessari mynd þar sem bíllinn var rafmagnslítill og ekki í gangi Verið að koma neonljósasysteminu í ![]() kemur nokkurn veginn svona út frammí ![]() ![]() Afturljósin (teaser mynd, sjást ekki nógu vel) ![]() Svona var hann daginn eftir filmun ![]() ![]() ![]() Filmubúturinn í bremsuljósinu ![]() ![]() Nokkrar úr smá "photoshooti" sem við félagarnir fórum í kvöldið sem ég var tekinn fyrir filmurnar frammí ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Nýkominn á Bíladaga 2010 (símamyndir) ![]() ![]() lenti í þessu skemmtilega atviki á leiðinni norður ![]() ![]() Síðustu myndir sína hvernig hann lítur út í dag Svo lenti ég í því skemmtilega atviki á mánudeginum eftir bíladaga að vatnskassinn ákvað að springa þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að kaupa nýjan kassa og var hann settur í um síðustu helgi en fann það svo út að heddpakkning er líklega að fara þannig að breytingarlistinn verður að fá að hinkra aðeins lengur ![]() Þessi skemmtilegu atvik, auk skemmda á krossaranum eftir góða byltu, reikningsins eftir bíladaga (þ.m.t. dágóður styrkur til lögreglunnar), vinnuslys, hjartaáfall og svo loks veikindi á hundinum hafa sett ansi stórt strik í reikninginn þannig að nýju felgurnar sem ég var búinn að finna verða að fá að bíða áfram í búðinni ![]() En það sem átti að vera á leiðinni voru Eye lids, Shadowline listar í kringum rúðurnar, nýir kastarar, mála felgurnar uppá nýtt eða powder coata (nota sem vetrarfelgur) og svo kannski lip á framstuðarann og efra lippið á afturrúðuna. Er ekkert alltof viss á að ég klári þennan lista þar sem mér langar að fara að fá mér e30 eða e36 og fara að skerpa á kunnáttunni í driftinu ![]() Megið endilega koma með comment um hvernig ykkur fyndist hvaða litur færi felgunum best og ef einhver veit um einhverja skemmtilega driftgræju sem er til í skipti þá er nóg pláss í pm ![]() ![]() Svo ef einhver var að spá í einkanúmerinu þá stendur það fyrir BMW BIVIVV = BMW B IVI = M VV = W ![]() Framtíðarplön Dekkja ljósin og fá Angel eyes Eye lids ![]() Xenon í kastara Glertopplúga ![]() Shadowline listar?? Skella Dynavin spilara í bílinn Svo ætla ég að skella 4,4l V8 úr 540 í bílinn nema fyrst ætla ég að bora hana út, skipta um innvols, hafa M5 kassa við (6gíra getrag beinskiptingu), setja supercharger við og LSD drif. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Það sem komið er Filmur (Mun filma hann aftur að framan) Angel eyes framljós Black chrome facelift nýru Facelift smoked afturljós Lip á framstuðara Roof spoiler Aðrar felgur - 18" BBS RS II ![]() Leðurinnrétting Lækkun Græjur komnar að hluta til. 2x 12" BOSS keilur (2.300W 1.150 RMS hvor), 3.000W magnari, alpine hátalarar frammí ofl. komið Er enn að ákveða hvort ég ætli í shadowline eða ekki. |
Author: | bErio [ Sun 11. Jul 2010 17:42 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Framljósin eru ljót |
Author: | Rafnars [ Sun 11. Jul 2010 19:10 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
bErio wrote: Framljósin eru ljót eitthvað er ég búinn að fá að heyra þetta frá þér áður ![]() |
Author: | Rafnars [ Sat 24. Jul 2010 15:14 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Þessi fékk allt nýtt í bremsur núna í gær, bremsudiska, klossa og borða ![]() ![]() |
Author: | Bartek [ Sat 24. Jul 2010 23:52 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
![]() ![]() |
Author: | Rafnars [ Sun 25. Jul 2010 04:36 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Bartek wrote: :lol: þessi bill ![]() ![]() |
Author: | Rafnars [ Mon 02. Aug 2010 18:31 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Fékk góða upphæð útborgaða úr vinnunni og ákvað að versla aðeins og nýta það að foreldrarnir voru í DK. ![]() 3 leynihlutir á leiðinni frá Schmiedmann sem koma í vikunni og eiga eftir að setja sinn svip á bílinn ![]() Svo ef einhver veit um M6 felgur eða replicur má hann senda mér PM!! Búinn að bæta þessu við breytingarlistann (M6 felgur og lækkun) ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Rafnars [ Thu 05. Aug 2010 22:48 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Jæja, þá er pakkinn kominn... ekki leiðinlegt að hafa þetta carbon fiber dóterí við hliðiná manni ![]() Stefnan sett á að smella þessu undir og láta mála (það sem er ekki carbon fiber ofc.) sem fyrst ![]() ![]() |
Author: | Grétar G. [ Thu 05. Aug 2010 23:00 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
og hvað varstu að kaupa Rafnar ? |
Author: | Rafnars [ Thu 05. Aug 2010 23:02 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Grétar G. wrote: og hvað varstu að kaupa Rafnar ? Það kemur allt í ljós þegar þetta er komið á bílinn ![]() |
Author: | bimmer [ Thu 05. Aug 2010 23:10 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
bErio wrote: Framljósin eru ljót +1 En endilega sprauta felgurnar - hræðilegt þetta svarta vetrafelgulook á annars flottum bíl. |
Author: | Rafnars [ Thu 05. Aug 2010 23:40 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
bimmer wrote: bErio wrote: Framljósin eru ljót +1 En endilega sprauta felgurnar - hræðilegt þetta svarta vetrafelgulook á annars flottum bíl. Framljósin voru það fyrsta sem ég keypti og ég áttaði mig ekki á því hvað hringirnir voru litlir fyrr en þetta var komið á bílinn ![]() Sprautun á felgunum er á planinu, er búinn að vera að standa í flutningum og hef ekki haft tíma né aðstöðu í þetta en það fer að breytast. Þetta kemur allt saman með tímanum ![]() |
Author: | Grétar G. [ Fri 06. Aug 2010 00:23 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Vertu nú ekki að eyða peningum í lækkun,, fáðu þér bara lípirokk í hönd og taktu af gormonum |
Author: | Rafnars [ Fri 06. Aug 2010 19:19 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Grétar G. wrote: Vertu nú ekki að eyða peningum í lækkun,, fáðu þér bara lípirokk í hönd og taktu af gormonum ![]() Dempararnir eru orðnir slappir þannig að ég þarf hvort eð er að fara að kaupa nýja dempara og gorma hringinn ![]() |
Author: | bErio [ Fri 06. Aug 2010 19:59 ] |
Post subject: | Re: BMW 523 e39 - [ BIVIVV ] |
Varstu að kaupa afturljós í stíl við framljósin? |
Page 1 of 28 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |