bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
1992 750 E32 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=45139 |
Page 1 of 1 |
Author: | Tasken [ Fri 04. Jun 2010 13:14 ] |
Post subject: | 1992 750 E32 |
Margir ættu að þekkja þennan bíl síðan hann bar einkanúmerið HAMAR. Ég festi kaup á þessum fyrir 2 mánuðum eða svo langaði bara að sýna ykkur það sem ég hef verið að dunda í þessu. Hérna kemur fæðingavottorð yfir bílin Vehicle information VIN long WBAGB81040DC08719 Type code GB81 Type 750I (EUR) Dev. series E32 () Line 7 Body type LIM Steering LL Door count 4 Engine M70 Cubical capacity 5.00 Power 220 Transmision HECK Gearbox AUT Colour DIAMANTSCHWARZ METALLIC (181) Upholstery SCHWARZ LEDER (0226) Prod. date 1992-02-05 Order options No. Description 214 AUTOMATIC STABILITY CONTROL+TRACTION 223 ELECTRONIC DAMPER CONTROL (EDC) 241 AIRBAG DRIVER/FRT PASSENGER 302 ALARM SYSTEM 317 COMFORT OPERATION FOR DOORS 320 MODEL DESIGNATION, DELETION 352 DOUBLE GLAZING 354 GREEN STRIPE WINDSCREEN 401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC 415 SUNBLIND FOR REAR WINDOW 423 FLOOR MATS, VELOUR 428 WARNING TRIANGLE 464 SKIBAG 481 SPORT SEATS F DRIVER/FRONT PASSENGER 494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER 496 SEAT HEATING FOR REAR SEATS 500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING 522 XENON LIGHT 528 AUTOMATIC AIR RECIRCULATION CONTROL(AUC) 564 INTERIOR LIGHT PACKAGE 801 GERMANY VERSION Svo smá myndasería af þessu sem komið er Byrjuðum á því að redda okkur bíl og kerru til að ná í bílin þar sem hann var óökufær vegna bensínleka ![]() Þarna komum við að bílnum og fórum að koma honum uppá kerru ![]() ![]() Það gekk fínt að koma honum á fyrir utan það að það fóru örugglega 10 lítrar af bensíni í það því hann lak svo mikið ![]() ![]() Þarna skeltum við honum inn til að laga þennan bensínleka til að geta tekið prufurúnt á honum ![]() Svo eftir mikin prufurúnt komumst við að því að hann brenndi ótrúlega miklu magni af olíu var það ákveðið að rífa mótorin úr þar sem mér bauðst annar á góða prísnum ![]() Herna er verið að rífa frá til að ná mótornum upp ![]() Þarna er hann að mjakast uppúr hægt en örugglega ![]() Úr fór hann fyrir rest eftir mikið af blótsyrðum og mörg sár á höndum ![]() ![]() Þá var farið í að þrífa áður en annar mótor yrði settur í ![]() Þá var brunað til Einars (Bmw owner) og náð í mótor ![]() Eftir miklar pælingar þrif og fleira var skiptingin sett aftan á og þetta gert klárt til að fara ofan í aftur ![]() Þarna er verið að koma honum fyrir kom á óvart að það tók ekki nema eitt kvöld að setja í og fá hann til að hrökkva í gang þó svo að það sé mikið meira eftir í frágang og annað ![]() Vona að þið hafið jafn gaman af því að lesa þetta og ég hef gaman af því að skrúfa í þessu ![]() |
Author: | JOGA [ Fri 04. Jun 2010 13:22 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
Fallegur bíll og reyndar vélarstandur líka ![]() |
Author: | Tasken [ Fri 04. Jun 2010 14:03 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
haha já standurinn er góður samt ansi tæpt að hann höndli V12 en sleppur með naumindum |
Author: | Einarsss [ Fri 04. Jun 2010 14:14 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
Þú ert dugnaðar drengur Trausti ![]() |
Author: | elli [ Wed 09. Jun 2010 20:18 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
nice framkvæmdir! Hvernig er þessi mótor að ganga... skiptirðu ekki örugglega um kerti áður en þú settir hann í ![]() Vona það, það er víst ekkert heaven annarz, þarf að gera það á mínum á næstu misserum og hlakkar ekkert til!!! |
Author: | Tasken [ Wed 09. Jun 2010 20:43 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
það voru það nýleg og góð kerti í hinum mótornum að ég ákvað að setja þau í þennan eftir að ég þreif þau. Svona til að vekja smá tilhlökkun hjá þér þarf að rífa sogreinarnar af til að skipta um kerti (er mér sagt) og það er sko svaka verk. Gæti vel trúað að það þurfi að gera það þannig miðað við plássleysið þarna |
Author: | ingo_GT [ Wed 09. Jun 2010 23:01 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
Flottur hjá þér Trausti þarf að fara koma og skoða þennan ![]() |
Author: | elli [ Thu 10. Jun 2010 21:35 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
Tasken wrote: það voru það nýleg og góð kerti í hinum mótornum að ég ákvað að setja þau í þennan eftir að ég þreif þau. Svona til að vekja smá tilhlökkun hjá þér þarf að rífa sogreinarnar af til að skipta um kerti (er mér sagt) og það er sko svaka verk. Gæti vel trúað að það þurfi að gera það þannig miðað við plássleysið þarna Úff það gæti orðið fúlt að gera það aftur ![]() Er nefnilega búinn með ventlalokspakkningarnar hjá mér. Jæja ég hangi þá eitthvað á þeim lengur, svona meðan ég kemst upp með það ![]() Annars eru á netinu fínar upplýsingar um þetta og ef þú ert í einhverjum vandræðum myndi ég hiklaust mæla með http://7-forum.com/ þetta er þýskt spjall en þú getur auðveldlega sett inn þarna spurningar á ensku og færð svar frá þessum meisturum um hæl. Hafa hjálpað mér töluvert. En gangi þér vel og ![]() |
Author: | sissco [ Thu 10. Jun 2010 23:29 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
Tasken wrote: það voru það nýleg og góð kerti í hinum mótornum að ég ákvað að setja þau í þennan eftir að ég þreif þau. Svona til að vekja smá tilhlökkun hjá þér þarf að rífa sogreinarnar af til að skipta um kerti (er mér sagt) og það er sko svaka verk. Gæti vel trúað að það þurfi að gera það þannig miðað við plássleysið þarna Menn eru nú búnir að fynna sér leiðir til að skipta um kerti án þess að spaðrífa mótorinn. ![]() Hér fyrir neðan eru síður sem Allir 750 eigendur ættu að hafa í favorits hjá sér !!!! http://bmwe32.masscom.net/ http://twrite.org/shogunnew/topmenu.html http://www.bmwtechinfo.com/repair/main/481en/index.htm http://home.online.no/~st-arhol/enge32obc.htm Gangi þér svo vel með þetta project. ![]() |
Author: | Tasken [ Mon 05. Jul 2010 11:18 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
jæja þá var tekin smá syrpa í þessum um helgina, var gríðar gaman það sem tók á móti mér þegar ég set bílin inn þá sé ég að það er búið að stela úr honum rafgeymirnum og gata bensín tankin ![]() Nú er hann allur að mjakast í rétta átt farin að keyra undan eigin vélarafli og gengur bara ágætlega hitin eðlilegur og allt í gúddi svona við fyrsta tékk skutla inn nokkrum slöppum myndum gleymdi nánast alveg að taka myndir í þetta skiptið þarna er þetta allt að koma búið vatni og stýri og verið að fara að setja í gang ![]() Þarna er hann komin út og látin ganga í fullan hita og svo tekin jómfrúarhringurinn með þennan mótor var svosem ekki nema inná planinu en allt virtist allavega virka sem skildi ![]() Einnig leikur mér mikil forvitni á að vita hvað þetta er en þetta fannst inní annari soggreinini af gamla mótornum sem var í bílnum ![]() ![]() |
Author: | ReCkLeSs [ Fri 13. Aug 2010 00:02 ] |
Post subject: | Re: 1992 750 E32 |
Frábært að sjá þennan kominn í lag. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |