bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMWinn minn!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=4501
Page 1 of 2

Author:  Leikmaður [ Thu 12. Feb 2004 20:55 ]
Post subject:  BMWinn minn!!

Sælir, ég var að reyna að setja inn einhverjar myndir en gekk ekkert alltof vel (kann 0 á tölvur)...Þannig að ég setti inn 5 myndir á www.cardomain.com/id/jkh9451
Ég set einhverjar flottari fljótlega og geri síðu, myndirnir eru svona lala, skolaði létt af honum, þarf að fara að þrífa greyið almennilega ;)

Smá spec um bílinn:
-´96 318is (4cyl, 16v, 1900 vél)
-fluttur inn '99, þá ekinn 73 þús, núna 126 þús, fullkominn þjónustubók að utan.
- Bíllinn er með ýmsum aukabúnaði:
M- útliti eins og það leggur sig (kom með það frá verksmiðju)
M-fjöðrun
M- kúpling (splunkuný)
Sportstýri, flott sportsæti (frá recaro) (hálfleðruð)
Digital miðstöð
BMW 6 diska magasín
Bose hátalarakerfi
Armpúði fram í
Gardína aftur í + höfuðpúðar
Rauð/silfur afturljós, silfur stefnuljós að framan og á hlið.
Bíllinn kom á bmw 16" felgum eins og t.d. hlynurst er á, og eru þær á vetradekkjum (einnig 16" varadekk)
17" sumardekk/felgur (á mynd)
Báðir gangar af dekkjum eru lítið sem ekkert slitin..
Lakk gífurlega vel með farið.
..ég er ábyggilega að gleyma einhverju :)

PS: Bíllinn er ALGJÖRLEGA original frá verksmiðju, fyrir utan örlítið frávik í pústi og loftsýju...

Author:  bjahja [ Thu 12. Feb 2004 21:24 ]
Post subject: 

Image
Image
Image
Image
Image
Töff bíll........var einu sinni að pæla í honum, mjög flottur og guli liturinn sker sig úr.

Author:  Svezel [ Thu 12. Feb 2004 21:28 ]
Post subject: 

Flottur bíll, séð hann á ferðinni og hann lýtur mjög vel út.

Author:  Jón Ragnar [ Thu 12. Feb 2004 21:35 ]
Post subject: 

Hef alltaf verið skotinn í þessum bíl, mjög fallegur og snyrtilegur 8)

Author:  GHR [ Thu 12. Feb 2004 21:54 ]
Post subject: 

Án efa einn smekklegasti E36 hérna á Íslandi að mínu mati :D
Alveg gullfallegur 8)

Author:  Djofullinn [ Thu 12. Feb 2004 22:46 ]
Post subject: 

Bara verst hvað það átti leiðinlegur gaur hann einu sinni :roll:

Author:  hlynurst [ Fri 13. Feb 2004 00:04 ]
Post subject: 

Mjög flottur... Ánægður með felgurnar sem eru á honum núna. Breyta mjög miklu! :)

Author:  joipalli [ Fri 13. Feb 2004 00:37 ]
Post subject: 

Fallegur bíll ! 8)

En hvað er málið með að taka myndir í myrkri :?:

Mjööög margir sem taka myndir og setja á netið, eru oftar en ekki teknar að kvöldi til.. :roll:

Author:  Jss [ Fri 13. Feb 2004 00:39 ]
Post subject: 

Þetta er mjög smekklegur bíll, gaman að sjá hann með öllu M dótinu. :)

Author:  saemi [ Fri 13. Feb 2004 00:57 ]
Post subject: 

Man eftir honum frá uppboði í VÖKU einu sinni.

Allt í lagi bíll, var rosalega skotinn í þessum lit á M3 þegar E36 kom fyrst.

Author:  Aron [ Fri 13. Feb 2004 01:01 ]
Post subject: 

Fallegur bíll en liturinn er ekki alveg við mitt hæfi, en hver veit kanski á maður eftir að þroskast :)

Author:  Leikmaður [ Fri 13. Feb 2004 01:34 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Man eftir honum frá uppboði í VÖKU einu sinni.

Allt í lagi bíll, var rosalega skotinn í þessum lit á M3 þegar E36 kom fyrst.


Ég keypti hann einmitt á vöku uppboðinu, gæjinn sem að átti hann missti hann í lán!!
..Það var fyrir hummz hátt í þrem árum, minnir mig

Author:  Leikmaður [ Fri 13. Feb 2004 01:36 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Mjög flottur... Ánægður með felgurnar sem eru á honum núna. Breyta mjög miklu! :)


Já ég er alveg ótrúlega sáttur við þær!!
Þó að 16" sé alveg nóg undir marga bíla þá verða þær bara eins og ljótir koppar undir þessum elskum ;)

Author:  bebecar [ Fri 13. Feb 2004 08:50 ]
Post subject: 

Þetta er fallegur bíll og mér finnst liturinn góður. Ég skoðaði hann einmitt á sölu þá væntanlega fyrir þremur árum síðan.

svo finnst mér eitthvað sportí en skynsamlegt við 318is :wink:

Author:  jonthor [ Fri 13. Feb 2004 09:08 ]
Post subject: 

Glaesilegur bill!!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/