bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 757 E32 10.10.10 update
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=44010
Page 1 of 3

Author:  BMW_Owner [ Mon 05. Apr 2010 12:44 ]
Post subject:  BMW 757 E32 10.10.10 update

jæja þá er kominn tími til að ég moki inn upplýsingum um þetta project mitt,en ég hef sem sagt verið að breyta 750 bmw með bilaðri vél og setja í hann 350 chevrolet 4bolta með 400-turbo skiptingu.Bílinn er nánast tilbúinn en ég byrjaði á honum af alvöru í byrjun novembers og kláraði svona 80% um áramótin en síðan tók peningaleysi við og nú er það að komast á skrið aftur og ég er nýbúinn að fá hann frá pústverkstæði og er hann hljóðlátari en dáið lamb.þó að þegar þú botnar hann þá heyrist alveg að þetta er ekki v8 bmw vél.Nú í bílnum eru alpine græjur með 2/1000W keilum í sérsmíðuðu boxi afturí skotti og magnararnir skrúfaðir á plötu þar fyrir aftan,það þurfti að skipta út öllu hljóðkerfinu í bílnum til að þetta myndi virka og það heyrist alveg smá í þessu :P.
Í bílnum eru líka E-38 sportsæti með leðri og rafmagni og virka flott.síðan setti ég E-38 síma í hann (sem virkar meðal annars flott)og til að fá armpúðann en þetta lúkkar allt mjög orginal og enginn fúsk fílingur í þessu.
Nú bílinn er ökufær og það sem hindrar að hann fái skoðun í dag eru dekkin og ég á eftir að setja á hann hoodscoop en ég ætla sérpanta dodge charger hood scoop á bílinn og láta sprauta það með þannig að þetta verði eins fallegt og á verður kosið þó að hood scoop á þennan bíl sé ekki eitthvað sem ég hafði á óskalistanum í byrjun,samt situr vélin í þessum bíl töluvert lægra en í E-38 bílnum áður enda vantar bara örlítið að maður hefði getað sleppt húdd skúpinu en þetta verður að vera svona útaf stýrisganginum það er nákvæmlega 0.7mm eða 0.9mm frá lægsta punkti á pönnu í stýrisganginn og vélin færi ekkert neðar en það nema skemma stýrisganginn eða pönnuna.
Þegar svissað er á kemur ekkert nema "bremsbelage" sem er að ég held bremsuklossa viðvörun eitthver en ég var mjög lengi að finna út úr öllum villuskilaboðunum sem komu í kjölfar þess að vélin var farin að heiman,en í dag er þetta allt horfið og það sést varla að það sé önnur vél í bílnum,nema þá að ég er með 3 mæla fyrir framan skiptingar PRND dótið þar sem má sjá hita,olíuþrýsting,og hleðslu og huddskúppið, en í mælaborðinu virkar hitamælirinn,hraðamælirinn,bensínmælirinn,onboard computer og öll viðvörurnar ljós s.s hleðsluljós,og bremsukerfi (ANGELICO já ABS-ið er í topp standi í þessum bíl) og AIRBAG það kemur ljós í mælaborðið og fer síðan eftir augnablik og virkar flott,allavega ABS-ið,þannig þessi bíll er kannski aðeins vandaðari en hinn og töluvert skemmtilegri að mínu mati.En Axel jóhann ætlar að henda myndum inn af þessu þar sem ég er ekkert voðalega tæknivæddur einstaklingur en þær koma vonandi fljótlega.

Kv.Einar

Author:  takecover [ Mon 05. Apr 2010 13:17 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

nice það verður gaman að sjá þennan þegar hann verður tilbúinn

Author:  Axel Jóhann [ Mon 05. Apr 2010 13:59 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  saemi [ Mon 05. Apr 2010 14:03 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Ókei, hljómar vel :)

Bara flott að ná öllum böggunum úr, bíllinn lítur líka vel út. Rondell alltaf flottur á þessum bílum

Hvaða bíll er þetta annars, var vélin kapútt?

Author:  ingo_GT [ Mon 05. Apr 2010 14:42 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Þú þessar v8 vélar :lol:

Annars finst mér þetta svalt 8)

Hvar finn ég aftur myndbandið af mínu gamla e36 með v8 mótorinn sem þú settir ofan lángar að sjá það

Author:  Ásgeir [ Mon 05. Apr 2010 16:08 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Flottur! Ég kem að skoða þetta hjá þér einhvern tíman á næstunni vitleysingurinn minn.

Author:  íbbi_ [ Mon 05. Apr 2010 17:09 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

synd hvað þessi bíll virðist lýta vel út, hvaða bíll var þetta?

Author:  BMW_Owner [ Mon 05. Apr 2010 20:32 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

já,það var eilíft vesen á v12 vélinni hún gekk alltaf á helmingnum og svo var olían á skiptingunni kolsvört og brunalykt,þegar maður er kominn í það að vera endalaust að reyna laga meir og meir og meir þá gefst maður upp og þannig var það nú ég var búinn að gera allan andsk. við bílinn þegar ég nennti þessu ekki lengur þannig að 350 var bara "eina lausnin" :lol:
en já bílinn var influttur 2008 og er ekinn 189þús,algerlega óryðgaður og svakalega vel með farinn,allt innan í er óslitið og alveg sama hvar er gáð það virðist allt eins og nýtt, en já gaman að þessu :thup:
ég hins vegar stæla mig af því að í þessum bíl gerði ég allt,í hinum 2 þá smíðaði gamli´mótorfestingarnar en ég sá um rest en í þessum koma gamli ekki nálægt neinu,svakalega ánægður með það :santa:

já ingo skrifaðu á youtube BMW 357 V8 350 First run, og líka second run þá ættirðu að finna þetta.

reyni að setja myndband af þessu á youtube fljótlega en ég er að kljást við smátterís vesen í bílnum í dag.

Author:  ömmudriver [ Mon 05. Apr 2010 20:37 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Getur verið að þessi bíll hafi verið fluttur inn af pólverja sem bjó hér í Keflavík?
Ef svo er þá var hann alveg eins og nýr þegar hann kom til landsins og mig minnir að hann hafi verið á Rondell 58 þegar hann kom á klakan :drool:

Author:  BMW_Owner [ Mon 05. Apr 2010 20:40 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

ömmudriver wrote:
Getur verið að þessi bíll hafi verið fluttur inn af pólverja sem bjó hér í Keflavík?
Ef svo er þá var hann alveg eins og nýr þegar hann kom til landsins og mig minnir að hann hafi verið á Rondell 58 þegar hann kom á klakan :drool:


það getur vel passað ég keypti hann af pólverja og bílinn er ALVEG EINS OG NÝR!!!! :thup:

Author:  Mánisnær [ Mon 05. Apr 2010 21:03 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Flottur! Var þetta allt græjað í litla skúrnum? :shock:

Author:  ömmudriver [ Mon 05. Apr 2010 22:42 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Eins og mér finnst þetta vel gert hjá þér miðað við þína frásögn þá finnst mér það jafnframt ömurlegt að sóa topp eintaki af E32 í þetta ævintýri.

NB: Þetta er alls ekki illa meint, BARA mín skoðun :wink:

Author:  Ásgeir [ Mon 05. Apr 2010 22:46 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

En þetta er ekkert sóun.. :? Bíllinn er vel nothæfur.. Betra að geta notað bílinn en að láta hann standa inní skúr af því hann er síbilandi og keyrir á 6 cyl..

Author:  Fatandre [ Tue 06. Apr 2010 00:56 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Betra að hafa þetta gangandi en hálfónýtt og riðgað eins og lfestir 750 eru á landinu

Author:  Geir-H [ Tue 06. Apr 2010 01:48 ]
Post subject:  Re: BMW 757 E32 up and running

Til hvers að standa í þessu fyrir fúlan 350? Er eitthvað í þessum mótor annað en krómuð ventlalok?

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/