bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 316ia touring 2003 UPPD. 2.2.2011 felgur bls. 4
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=43879
Page 1 of 4

Author:  98.OKT [ Sun 28. Mar 2010 16:04 ]
Post subject:  BMW 316ia touring 2003 UPPD. 2.2.2011 felgur bls. 4

Eftir miklar pælingar, að þá varð þessi bíll fyrir valinu. Ég var mikið að spá í 320 diesel, en ákvað að kíkja á þennan þar sem ég var búinn að hafa augastað á honum lengi, og eftir smá prufurúnt, að þá var ekki aftur snúið, og sé ég ekki eftir því :D
Hann er frekar vel búinn þrátt fyrir að vera bara með 1800 vél, og er hún mun sprækari og togmeiri en ég bjóst við. En það sem vert er að nefna er:

sjónvarp
bakkskynjarar
cruise control
webasto miðstöð (sem er algjör snilld)
voise recognition (sem ég veit ekki hvernig virkar eða hvað það gerir)
aircondition
sportsæti
6 diska magasín
17" felgur
og e.h fleirra

Hann þarfnaðist sárlega mössunar þar sem hann var mjög kústarispaður svo ég tók hann í smá léttmössun

Hérna eru tvær myndir sem sýna aðeins hvernig hann var orðinn

[
Það sem er á dagskrá á næstunni, er að skipta um balancestangarendana að framan og svo er annar afturgormurinn brotinn svo ég er að spá hvort ég eigi að setja nýja original að aftan, eða skipta þeim öllum út dyrir 40-20 lækkun.
Lækkunin er auðvitað mun meira heillandi, en þar sem þetta er bara fjölskyldubíll með barnastól afturí að þá er spurning hvort hann verði ekki leiðilega hastur í akstri á rúntinum :)

Svo er planið að setja í hann xenon ljós, og M spegla, og ef maður verður heppinn að detta niður á M stuðara að framan, þá væri það auðvitað geggjað. Svo er spurning hvort maður eigi að leggja í löggusegul (filmur í framrúðurnar) 8)

En veit einhver hvort það sé hægt að aflæsa sjónvarpinu þannig að það geti verið í gangi á ferð?
Og veit einhver hvort ég geti tengt dvd spilara við skjáinn??

Author:  Einarsss [ Sun 28. Mar 2010 16:15 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

þokkalegur munur á lakkinu :thup: Ansi laglegur verð ég að segja.. flottur fjölskyldurúntari

Author:  Sleeping [ Sun 28. Mar 2010 17:10 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

flottur e46... segðu mér eitt hvernig massaðiru hann notaðiru bara svona blautmassa sem þú færð í n1 og svona massa hring-græju ?

Author:  98.OKT [ Sun 28. Mar 2010 17:23 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

Sleeping wrote:
flottur e46... segðu mér eitt hvernig massaðiru hann notaðiru bara svona blautmassa sem þú færð í n1 og svona massa hring-græju ?



Ég er með massarokk sem hægt er að stilla snúningshraðann á, svo nota ég blautmassa frá Farcéla sem Poulsen er að selja, og í þetta sinn notaði ég bara 3G massan, sem er milligrófur, en til að ná besta árangrinum þarf að fara með fínni massa líka og mjúkum púða, en ég hafði bara ekki tíma í það, en það verður bara gert seinna :wink:

Author:  Alpina [ Sun 28. Mar 2010 18:13 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

:shock:

Virkilega clean bíll

Author:  bimmer [ Sun 28. Mar 2010 18:16 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

Smekklegur.

Author:  98.OKT [ Sun 28. Mar 2010 22:45 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

Takk fyrir það :)

Author:  jens [ Mon 29. Mar 2010 09:22 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

Ótrúlegur munur hjá þér eftir mössun :thup:

Ert nokkuð til í að gera þráð um hvernig og með hverju er best að massa svona flott, er með svartan bíl sem ég þarf svo mikið að massa og tími ekki að borga 30 þús fyrir það og langar að gera það sjálfur.

Author:  Bartek [ Mon 29. Mar 2010 18:35 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

enn flottur e46 station hér


og flott vinna hjá þier


:thup:

Author:  Ívarbj [ Mon 29. Mar 2010 20:31 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

jens wrote:
Ótrúlegur munur hjá þér eftir mössun :thup:

Ert nokkuð til í að gera þráð um hvernig og með hverju er best að massa svona flott, er með svartan bíl sem ég þarf svo mikið að massa og tími ekki að borga 30 þús fyrir það og langar að gera það sjálfur.


Já flott mössun, en er sammála þér með svona mössunarþráð, ég er einmitt að fikra mig áfram í þessu sjálfur og hef mikinn áhuga á þessu, alveg kominn tími á einn þráð með þetta, hvaða efni og púða menn eru að nota í þetta.

Virkilega fallegur bimmi hjá þér.

Author:  98.OKT [ Mon 29. Mar 2010 21:38 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

Takk fyrir það allir :D

En já ég skal búa til einn þráð sem segir í meginmáli hvernig ÉG massa bíla, veit reyndar ekki hvar best er að setja hann, en ég hef hann bara í off topic :)

:edit: kominn þráður :wink:
viewtopic.php?f=16&t=43909

Author:  krusi79 [ Thu 01. Apr 2010 12:13 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

gott að sjá að hann fór í góðar hendur :thup:

maður hálf skammast sín fyrir að hafa ekki tekið eftir hversu kústaður hann var orðinn, en vá þvílíkur munur!

hlakka til að sjá framhaldið

Author:  98.OKT [ Thu 01. Apr 2010 13:10 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

krusi79 wrote:
gott að sjá að hann fór í góðar hendur :thup:

maður hálf skammast sín fyrir að hafa ekki tekið eftir hversu kústaður hann var orðinn, en vá þvílíkur munur!

hlakka til að sjá framhaldið


hehe, já það voru komnar nokkrar kústarispur á hann :)

En já það munu einhverjar breytingar verða á honum næstu mánuðina, er búinn að kaupa ný sumardekk, svo það verða lækkunargormar næst, svo annaðhvort M speglar eða Xenon ljós 8)

Author:  ///MR HUNG [ Thu 01. Apr 2010 13:28 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

Flottur er hann en hafðu engar áhyggjur af lækkun.
Ég er með 2 stk lækkaða touringa með barnastólum og það er bara mjög heimilislegt :lol:

Author:  98.OKT [ Thu 01. Apr 2010 14:00 ]
Post subject:  Re: BMW 316ia touring 2003

///MR HUNG wrote:
Flottur er hann en hafðu engar áhyggjur af lækkun.
Ég er með 2 stk lækkaða touringa með barnastólum og það er bara mjög heimilislegt :lol:


hehe já er það ekki :)

Maður verður nú að lúkka töff þó maður sé með barn í bílnum 8)

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/