Eftir miklar pælingar, að þá varð þessi bíll fyrir valinu. Ég var mikið að spá í 320 diesel, en ákvað að kíkja á þennan þar sem ég var búinn að hafa augastað á honum lengi, og eftir smá prufurúnt, að þá var ekki aftur snúið, og sé ég ekki eftir því
Hann er frekar vel búinn þrátt fyrir að vera bara með 1800 vél, og er hún mun sprækari og togmeiri en ég bjóst við. En það sem vert er að nefna er:
sjónvarp
bakkskynjarar
cruise control
webasto miðstöð (sem er algjör snilld)
voise recognition (sem ég veit ekki hvernig virkar eða hvað það gerir)
aircondition
sportsæti
6 diska magasín
17" felgur
og e.h fleirra
Hann þarfnaðist sárlega mössunar þar sem hann var mjög kústarispaður svo ég tók hann í smá léttmössun
Hérna eru tvær myndir sem sýna aðeins hvernig hann var orðinn
[
Það sem er á dagskrá á næstunni, er að skipta um balancestangarendana að framan og svo er annar afturgormurinn brotinn svo ég er að spá hvort ég eigi að setja nýja original að aftan, eða skipta þeim öllum út dyrir 40-20 lækkun.
Lækkunin er auðvitað mun meira heillandi, en þar sem þetta er bara fjölskyldubíll með barnastól afturí að þá er spurning hvort hann verði ekki leiðilega hastur í akstri á rúntinum
Svo er planið að setja í hann xenon ljós, og M spegla, og ef maður verður heppinn að detta niður á M stuðara að framan, þá væri það auðvitað geggjað. Svo er spurning hvort maður eigi að leggja í löggusegul (filmur í framrúðurnar)
En veit einhver hvort það sé hægt að aflæsa sjónvarpinu þannig að það geti verið í gangi á ferð?
Og veit einhver hvort ég geti tengt dvd spilara við skjáinn??