bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW e30 Cabrio VU-013
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=42725
Page 1 of 7

Author:  JJsurprice [ Tue 02. Feb 2010 01:28 ]
Post subject:  BMW e30 Cabrio VU-013

Jæja, þá er kominn tími til að VU-013 fái sinn eigin þráð. Ég ætla að henda inn þeim myndum sem ég á og halda uppi smá dagbók yfir bílinn minn. Vona að einhver hafi gaman af. :D Eins og fleiri bimmar er pardusinn bara í vetrarfríi og kemur sterkur inn um leið og veðrið lagast aðeins. Mtech-I kittið komið á, búið að laga rúðuþurrkurnar (lúmskt vesen það), bremsuslöngur, rör og annað, bremsudiskar og allt nýtt, búið að laga tölvuna í honum, það var nú meira djókið. Cd spilarinn fékk rafmagnið sitt aftur, nýir hátalarar fengu að hljóma í blæjunni og búið að stilla blæjuna svo hún leggist að bílnum. Nú er bara að halda áfram í fíniseringum þar til maður sækir númerin á hann.... ÉG GET EKKI BEÐIÐ!!! :mrgreen:

Hendi inn nokkrum myndum síðan 2009 og svo bætast við 2010 myndir síðar. :D

Image
Hérna er fyrsta myndin sem ég tók af honum. Fyrir utan N1 á Selfossi.

Image
Kominn heim á planið, þá tóku smá viðgerðir við og púsl.

Image
Á rúntinum í sólinni sumarið '09

Image
Fallegur

Image

Image
nett pose með elskunni

Image
Ég að henda blæjunni niður.

Hendi fleirum inn á næstu dögum. :o

Author:  tinni77 [ Tue 02. Feb 2010 01:30 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

Virkilega flottur ! :thup:

er bogi í honum ?

Author:  srr [ Tue 02. Feb 2010 01:31 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

Shiiii ég á góðar minningar úr þessum bíl 8)

Author:  Mazi! [ Tue 02. Feb 2010 01:36 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

verulega fallegur bíll orðinn og greinilega hörku góður eigandi :)


hlakka til að sjá hann í sumar :wink:

Author:  Grétar G. [ Tue 02. Feb 2010 08:34 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

Flottur hjá þér þessi 8)

E30 FTW !

Hafði samband við Máza og fáðu hann inná www.e30.is

Author:  arnibjorn [ Tue 02. Feb 2010 08:39 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

Flottur bíll.

Mig langar í gömlu blæjuna mína aftur :bawl:

Author:  Einarsss [ Tue 02. Feb 2010 11:15 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

Mega clean og flott blæja :thup:

Author:  Birgir Sig [ Tue 02. Feb 2010 13:39 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

bara flottur bíll bíð eftir að þú seljir mér hann:D

Author:  Birgir Sig [ Tue 02. Feb 2010 13:39 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

bara flottur bíll bíð eftir að þú seljir mér hann:D

Author:  JJsurprice [ Tue 02. Feb 2010 18:27 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

Nei enginn bogi í honum... nokkrar nýjar myndir:

Image
Aðeins að viðra Pardusinn, en hann fær að vera bónaður inni í skúr í kuldanum :wink:

Image
Hérna sér maður mtech-I kittið.. kemur voða fínt út :)

Image
Startarinn góði sem ég var að fá úr viðgerð. Skipt var um fóðringar og e-ð fleira. (í gólfinu aftur í Golfinum mínum, vetrarsnattarinn)

Þá er það bara að henda startaranum í og liðka kaggan aðeins.
Vona að þið hafið gaman af myndunum. Meira síðar :wink:

Author:  MVJ [ Tue 02. Feb 2010 18:50 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

flottur bíll hjá þér jói ;)

Author:  ellipjakkur [ Tue 02. Feb 2010 19:17 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

gaman að sjá myndir af þessum aftur

Author:  EggertD [ Tue 02. Feb 2010 19:31 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

JJsurprice wrote:
Nei enginn bogi í honum... nokkrar nýjar myndir:

Image
Aðeins að viðra Pardusinn, en hann fær að vera bónaður inni í skúr í kuldanum :wink:




eiga allir herna heima i húsahverfinu eða :shock:

Author:  Axel Jóhann [ Tue 02. Feb 2010 19:44 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

Hann er orðinn verulega flottur þessi! Mtech kittið kemur flott út, en þetta er algjör hlunkastartari! En ég þarf að nálgast tölvuna mína við tækifæri. :D

Author:  JJsurprice [ Tue 02. Feb 2010 19:55 ]
Post subject:  Re: BMW e30 Cabrio VU-013

Axel Jóhann wrote:
Hann er orðinn verulega flottur þessi! Mtech kittið kemur flott út, en þetta er algjör hlunkastartari! En ég þarf að nálgast tölvuna mína við tækifæri. :D

Já takk fyrir það, er farinn að taka á sig sérstakt og flott lúkk :) Já, tölvan þín hefur það fínt hérna ofan í skúffu hjá mér :)

Já, alltaf gaman að sjá myndir, þær verða fljótt fleiri.

Page 1 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/