bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E28 518i 1986 - Saturnblau - 333.333 km https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=41821 |
Page 1 of 2 |
Author: | srr [ Thu 17. Dec 2009 17:46 ] |
Post subject: | E28 518i 1986 - Saturnblau - 333.333 km |
Eins og margir hafa tekið eftir í söluþræðinum,,,,,þá fór ég og sótti þennan bíl norður á Siglufjörð í gær ![]() Bíllinn hefur faktíst séð bara verið í eigu tveggja eigenda á undan mér. Ég tel ekki með þriðja eigandann, sem seldi mér bílinn, þar sem hann átti hann bara í nokkrar vikur. No offense Siggi ![]() Fyrsti eiganda átti hann frá 1986 og til 1995. Þá var bíllinn staddur á suðurlandi, amk fór hann alltaf í skoðun á Selfossi. Næsti eigandi átti hann frá 1995 og þangað til í nóvember 2009. Sá eigandi er búsettur á Siglufirði og var bíllinn þar síðustu 14 ár. Bíllinn fór svo í hendur á þeim seldi mér bílinn í rúman mánuð og svo eignast ég hann ![]() Alla tíð frá 1986 og þangað til 2006 þá bar bíllinn númerið X-3150, en þær plötur voru innlagðar í ágúst 2006 og var bíllinn ekki notaður frá þeim tíma og þangað til í gær, þegar ég sæki hann. Ég grennslaðist fyrir um gömlu númeraplöturnar, bæði á Siglufirði og á Sauðárkrók hjá Frumherja, en þær eru eyðilagðar. Ég þurfti því að panta mér nýjar plötur og því mun bíllinn bera númerið HÖ-443 héðan í frá. Annars er lýsingin á honum svona.... BMW 518i E28 Nýskráður 17.09.1986 á Íslandi. Framleiddur í maí 1986. M10B18 mótor Ekinn 332.000 km Beinskiptur Blár að lit og liturinn heitir Saturnblau Aukabúnaður: Samlæsingar Höfuðpúðar að aftan Bíllinn hefur einhvern tímann verið með krók samkvæmt skráningunni á honum. 17.10.1992 Tengibúnaður En hann er amk horfinn af honum í dag. Synd því það er snilld að vera með krók ![]() Og svo auðvitað saga og myndir úr ferðalaginu..... Við fórum með langferðabíl frá Reykjavík til Siglufjarðar,,,,og keyrðum svo bílinn bara heim. Ég var nokkuð hræddur um að hann myndi ekki þrauka það alla leiðina til Keflavíkur frá Siglufirði (500km), þar sem hann hafði staðið ónotaður í 3 ár á Siglufirði. Tók með mér allskonar varahluti og verkfæri og var nánast tilbúinn í hvaða bilun sem var á leiðinni ![]() Tók einnig með mér 4 ný vetrardekk þar sem ég treysti ekki dekkjum sem hafa staðið svona lengi. Allt gekk samt að óskum og ferðin heppnaðist 100%. Ég byrjaði á að renna úr Keflavík kl 7:30 til að sækja frænda minn sem kom með mér. Lögðum upp frá Reykjavík með langferðabíl kl 8:30 og vorum komnir á Siglufjörð rétt rúmlega 15:00. Þá tók við að koma bílnum á dekkjaverkstæði og skella undir hann nýju dekkjunum. Af einhverjum ástæðum þurftum við að bíða í klukkutíma á meðan það var verið að umfelga bílinn. ![]() Allavega þá vorum við tilbúnir á nýjum dekkjum og með fullan tank af bensíni kl 18:00 Lögðum þá af stað frá Siglufirði og vorum komnir í Reykjavík aftur kl 23:00, og ég svo til Keflavíkur 23:45. Ferðalagið mitt tók því 16 klukkutíma frá Keflavík -> Siglufjörður -> Keflavík ![]() ![]() Hér erum við komnir á Hofsós og stoppuðum þar í smókpásu. Ferðafélaginn minn var frændi minn hann Guðjón ![]() ![]() Verslunin á staðnum ásamt seinni bílnum sem við tókum frá Varmahlíð -> Sigló. ![]() Meira frá Hofsós..... ![]() Að mér sýndist, stærsta gatan í bænum ![]() ![]() Hin gatan á Hofsósi ![]() ![]() Hér erum við svo komnir á Sigló og bíllinn inn á dekkjaverkstæði. Felgurnar voru vel fastar á og þurfti að lemja þær af með gúmmíhamri innan frá ![]() ![]() ![]() Dekkjaverkstæðið og skoðunarstofa Frumherja eru í sama húsi, inn um dyrnar sést bremsuprófarinn á gólfinu, rétt fyrir framan gryfjuna. ![]() Bíllinn klár á nýjum dekkjum, 195/60 R 14. ![]() ![]() Daginn eftir í Keflavík,,,,eftir fyrsta þvott á bílnum. Bíllinn kominn í faðm bræðra sinna í E28 fjölskyldunni ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Á næstu dögum mun ég laga það litla sem ég hef tekið eftir að sé að honum. 1. Pústið er farið í sundur eða amk komið gat í það við miðju undir honum. 2. Gormur vinstra megin að aftan er brotinn 3. Aðalljóskerið vinstra megin að framan er brotið. 4. Vantar í hann útvarp ![]() Ég á alla varahlutina til í skref 1-4 hér að ofan, auðvitað,,,,,,, Svo skoðun og þá kemur í ljós hvaða framtíð þessi bíll á ![]() |
Author: | gstuning [ Thu 17. Dec 2009 17:55 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
Það sem þér dettur í hug. ![]() |
Author: | Mazi! [ Thu 17. Dec 2009 17:57 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
haha þú ert magnaður ![]() |
Author: | srr [ Thu 17. Dec 2009 18:08 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
Já btw, þá er þetta tíundi E28 bíllinn sem ég eignast og þann fyrsta eignaðist ég bara fyrir 3 árum ![]() Núna á ég 5 þeirra ennþá svo það er augljóst að ég á bágt með að láta þá frá mér ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Thu 17. Dec 2009 18:18 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
Til hamingju, lýtur þokkalega út svona blautur. ![]() ![]() |
Author: | ömmudriver [ Thu 17. Dec 2009 20:01 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
Issss marr, menn bara dissandi Hofsós og fara á Siglufjörð og taka bara mynd af verkstæðinu ![]() En innilega til hamingju með bílinn ![]() |
Author: | Einarsss [ Thu 17. Dec 2009 21:46 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
![]() ![]() |
Author: | srr [ Fri 18. Dec 2009 01:12 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
einarsss wrote: :thup: þú ert vel klikkaður skúli .. og mér líkar það vel ![]() Einhver verður að vera það ![]() ömmudriver wrote: Issss marr, menn bara dissandi Hofsós og fara á Siglufjörð og taka bara mynd af verkstæðinu ![]() En innilega til hamingju með bílinn ![]() Sorry, ég var svo stressaður að leggja af stað frá Sigló að ég tók engar myndir. Svo var farið að dimma of mikið að myndir á heimleiðinni voru off líka :S |
Author: | birkire [ Fri 18. Dec 2009 01:18 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
málaðu bara alltl nema hurðarnar hvítar þá er hann í stíl við húsið og skúrinn |
Author: | ingo_GT [ Fri 18. Dec 2009 01:19 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
Þú ert nett klikkaður í hausnum ![]() Þessi samt virðist vera heillegur á að setja annan skemtilegari mótor ofan í eða hafa þetta svona orginal ? ![]() |
Author: | srr [ Fri 18. Dec 2009 01:22 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
ingo_GT wrote: Þú ert nett klikkaður í hausnum ![]() Þessi samt virðist vera heillegur á að setja annan skemtilegari mótor ofan í eða hafa þetta svona orginal ? ![]() Vá ég var ekki einu sinni kominn með svona djúpar pælingar fyrir hann ![]() Stórefast um að hann fái aðra vél..... birkire wrote: málaðu bara alltl nema hurðarnar hvítar þá er hann í stíl við húsið og skúrinn Haha það væri kúl ![]() |
Author: | Siddibmw7 [ Fri 18. Dec 2009 02:17 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
gott að hann er kominn í góðar hendur ![]() |
Author: | ingo_GT [ Fri 18. Dec 2009 19:00 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
srr wrote: ingo_GT wrote: Þú ert nett klikkaður í hausnum ![]() Þessi samt virðist vera heillegur á að setja annan skemtilegari mótor ofan í eða hafa þetta svona orginal ? ![]() Vá ég var ekki einu sinni kominn með svona djúpar pælingar fyrir hann ![]() Stórefast um að hann fái aðra vél..... birkire wrote: málaðu bara alltl nema hurðarnar hvítar þá er hann í stíl við húsið og skúrinn Haha það væri kúl ![]() Haha jæja ok ![]() En er hann ekkert riðgaður á botninnu ? ![]() |
Author: | Geysir [ Sat 19. Dec 2009 12:18 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
Er búið að kíkja með þennann í skoðun? Var að missa mig þegar ég sá auglýsinguna, langað svo að stökkva á þennann. Var bara of hræddur. Ef þig langar að selja að þá endilega láttu mig vita. ![]() |
Author: | srr [ Sat 19. Dec 2009 15:59 ] |
Post subject: | Re: E28 518i 1986 - Saturnblau |
Geysir wrote: Er búið að kíkja með þennann í skoðun? Var að missa mig þegar ég sá auglýsinguna, langað svo að stökkva á þennann. Var bara of hræddur. Ef þig langar að selja að þá endilega láttu mig vita. ![]() Nei ekkert komist í skoðun ennþá,,,ætli það verði ekki á mánudag/þriðjudag. Hann verður mjög líklega til sölu eftir veturinn, finnst það svona líklegast. Það eru nokkrir á lista hjá mér sem hafa forkaupsrétt,,,þú ert einn af þeim ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |