bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

740IA E38 VO-886
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=41260
Page 1 of 2

Author:  ViggiRS [ Wed 18. Nov 2009 19:41 ]
Post subject:  740IA E38 VO-886

í Júní á þessu ári verzlaði ég mér minn fyrsta BMW og varð þetta body fyrir valinu, ég hef alltaf verið svo
skotinn í E38 og vantaði einhvern bíl í vinnuna svo að ég hoppaði á þennan. Bíllinn var í frekar slöppu ástandi
þegar að ég tók við honum og tók við mikið og dýrt makeover til að koma honum í stand - er ekki alveg búinn
með hann en hann er langt kominn en ég verzlaði meðal annars undir hann allt nýtt í hjólabúnað framan/aftan og bremsubúnað ásamt því að fara með hann á sprautuverkstæði til að laga brotinn framstuðara, brot í sílsum og ryð hér og þar. Verzlaði undir hann "19 E65 OEM felgur ásamt shark loftnet og lip á skottið.
í húddið keypti ég nýjan MAF skynjara, kerti ofl. Setti í OEM xenon og facelift afturljós.
Ætla mér að koma honum í flawless ástand og vona ég að það verði búið fljótlega á næsta ári.

Tók nokkrar lélegar myndir af honum en ég ætla að taka hann í photoshoot þegar að hann er búinn


Image

Image

Author:  Mánisnær [ Wed 18. Nov 2009 20:51 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Spikaðar felgur

Author:  . [ Wed 18. Nov 2009 21:16 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

já fínn fyrir utan felgurnar

Author:  gunnar [ Wed 18. Nov 2009 21:40 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Þessar felgur fara bílnum alveg hrikalega vel :thup:

Author:  orezzero [ Wed 18. Nov 2009 21:54 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

sjúklega flottur og felgunar eru bara að gera sig á honum, gangi þér vel með hann, greinilega kominn i go´ðar hendur

Author:  Bartek [ Wed 18. Nov 2009 22:08 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

billin er mjog flotur hef sje hann um daginn...felgunar passa mjog vel...

Author:  sh4rk [ Wed 18. Nov 2009 22:27 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Hann er ber þessar felgur mjög vel

Author:  ViggiRS [ Thu 19. Nov 2009 08:57 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Takk fyrir það

Hann er með 60/60 lækkun svo að þessar felgur fá að njóta sín þvílíkt!
Keypti þær af Sæma á spjallinu

Bíllinn gékk mjög illa þegar að ég fékk hann og fór ég með hann til Bjarka í Eðalbílum
sá auðvitað lagaði það ásamt rafmagnsveseni.

Hef aðeins náð að keyra hann 2500 km síðan að ég keypti hann því hann er búinn að vera
hér og þar á verkstæðum í viðhaldi.....

Author:  Budapestboy [ Thu 19. Nov 2009 14:11 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Þessi er bara flottur og það er gott að hann er komin í góðar hendur ég held að það sé óhætt að segja að þessi bíll er orðin ótrulega feitur og þéttur á ný sá hann um daginn og þessar felgur eru klám undir honum :P flottur svona lækkaður. :thup: :thup:

Author:  sosupabbi [ Thu 19. Nov 2009 14:21 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Sá hann á ferðinni um daginn, ótrúlega flottur hjá þér :thup: btw hvar fékstu þetta lip? dauðlangar í svona :D

Author:  ViggiRS [ Thu 19. Nov 2009 15:08 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Ég verzlaði það í USA ásamt Shark antenna

Author:  orezzero [ Thu 19. Nov 2009 15:56 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Sá hann áðan á ferðini og hann er stór glæsilegur hjá þér...

Author:  JohnnyBanana [ Thu 19. Nov 2009 16:01 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

orezzero wrote:
Sá hann áðan á ferðini og hann er stór glæsilegur hjá þér...

sá þennan líka á ferðinni áðan, og já rosa smekklegur bara.

Author:  Fatandre [ Thu 19. Nov 2009 17:13 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

Finnst þetta vera flottasti e38 á klakanum.

Author:  dabbiso0 [ Thu 19. Nov 2009 17:53 ]
Post subject:  Re: MY BMW 740IA E38 VO-886

. wrote:
já fínn fyrir utan felgurnar

Það er ótrúlegt hvað margir ÞURFA að gagnrýna eftir sínu eigin höfði. Þetta er ekki þinn bíll GET OVER IT
Það er til svolítið sem kallast "constructive criticism". Ættir að athuga það
Svona óþarfa diss er frekar mikil niðurlæging fyrir sjálfan þig.. ertu svo annars svona utan spjallsinns? "Já þú ert fín, en mættir laga á þér tennurnar"

Geggjuð sjöa annars, elska fólk sem kann að fara vel með góða bíla!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/