Jæja, Ég ákvað núna fyrir c.a viku síðan að það var kominn tími til að fá sér sinn fyrsta bmw og líka fyrsta bíl

. Þetta er s.s Bmw 540ia sem er ekinn 196.3xx og er stútfullur af aukabúnaði sem ég nota engan vegin allan. Það sem ég fýla sennilega mest við þennan bíl er að mér finnst vera fáranlegt afl í þessu. Enda var ég nú bara vanur að keyra 1400cc corollu sem mútta á

Svo má náttúrlega ekki gleyma m-tech fjöðrunini hún er goodshit líka. Ég ætla hér að telja upp aukabúnaðin vona að þetta sé allt.
Svart buffalóleður á sætum
Sportsæti
Rafmagn í framsætum
Hiti í framsætum
Minni í bílstjórasæti og hliðarspeiglum
Leðraður miðjustokkur og hurðarspjöld
Sólgardína í afturglugga rafdrifin
sólgardínur í hliðargluggum afturí, líka litlu gluggunum
Hifi hljóðkerfi og geyslaspilari, (magasín í skotti en ótengt)
Spólvörn
Skriðvörn
Cruise control
Check control
Aksturstölva
dráttarkrókur sem hægt er að taka undan bílnum
Tvívirk sjálfvirk miðstöð
Frjókornasía og "loftgæðaskynjaradæmi eitthvað sem stýrir sjálft hringrásinni )
Loftkæling
Fjarstýrðar samlæsingar
Rafdrifin topplúga
Rafdrifnar rúður og speiglar
Sjálfdekkjandi baksýnisspegill
Velour mottur
Park ventilation (loftfrískunar búnaður ef bíllinn stendur í sól og er þá komið ferskt loft í hann á fyrirframm stilltum tíma)
M-Sport fjöðrun orginal frá BMW
Er ekki með nein séstök plön varðandi breytingar á últiti bílsins. Það sem ég þarf að laga er drifskafts upphengja held ég allveg örugglega, og svo þarf að laga ýmsa útlits galla eins og t.d loftnetið og svo er farið að myndast smá yfirborðs ryð sem þarf að redda sem snöggvast. Annars er undirvagning mjög heill, Allavega gat ég ekki séð neitt ryð þar, sem er bara gott mál. Svo þarf ég líka að laga bílstjóra sætið, Það er bara hægt að hækka sætið upp öðru megin svo það verður bara skagt í bílnum ef ég reyni að hækka það. Svo er e-ð meira sennilega sem ég man ekki í augnablikinu
Þá eru það myndir:







Seinasta myndin smá blurruð sýnist mér.
vonandi bara að þetta sé skiljanlegt þar sem ég er ekki góður að skrifa texta

var nefnilega latur að læra málfræði í íslensku

HemmiR.