bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 320i https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=4064 |
Page 1 of 1 |
Author: | Heizzi [ Sun 18. Jan 2004 05:12 ] |
Post subject: | BMW 320i |
Smellti nokkrum myndum af bílnum. Myndavélin var biluð þannig að þessar myndir eru eiginlega allar úr fókus. Þetta er '93 árgerðin af BMW 320i. Fluttur inn frá Þýskalandi árið 1999. Bíllinn er vel búinn til "fótanna" á allsvaðalegum svörtum stálfelgum ![]() Takið eftir því að hann er ekki með nein stefnuljós á hliðunum. Man eftir umræðu á spjallinu hér fyrir nokkrum mánuðum síðan um það hvenær þessi stefnuljós hefðu komið á hliðarnar. Nú eru lang flestir þessir bílar með stefnuljós á hliðunum og einnig þeir sem eru eldri en þessi. Þannig að ég var að spá hvort þeir hefðu komið svona án hliðarstefnuljósa í einhverjum sérstökum útfærslum, sbr shadow line bílarnir með nýrun o.s.frv. Ef þið horfið í gegnum stýrið þá sjáið þið að beint fyrir framan gírstöngina er lítill grá bóla. Þetta er þjófavörnin í bílnum, þegar hún er virk þá blikkar hún rauðu ljósi. Alltaf áður en ég starta bílnum þá þarf ég að slökkva á þessu með þar til gerðu stykki (tölvukubbur) sem ég smelli ofan á þetta og þá hættir hún að blikka. Ef þetta er ekki gert þá startar bíllinn ekki. Þetta hef ég ekki séð í neinum öðrum svona bíl. Þannig að ég spyr, hafið þið séð svona í einhverjum af þessum bílum? Orginal kassettutæki sem klikkar ekki ![]() Ekinn 213.512 km, held að hann hafi komið til landsins í kringum 160.000 km. Bíllinn er hugsanlega til sölu ef einhver hefur áhuga. |
Author: | Gunni [ Sun 18. Jan 2004 05:15 ] |
Post subject: | |
Vá maður, bróðir minn átti einu sinni þennan bíl. _FÍNN_ bíll. En þegar hann átti hann var bíllinn á mjög svo smekklegum M Contour felgum, 17". Fékkst þú þær ekkert með ??? |
Author: | Heizzi [ Sun 18. Jan 2004 05:19 ] |
Post subject: | |
Nei hvur andskotinn, ég fékk ekkert nema stálið. |
Author: | Moni [ Sun 18. Jan 2004 16:01 ] |
Post subject: | |
Laglegur Bíll!!! Þú kannski sendir mér private msg með smá uppl. ( verð og smá preview um bílinn) hver veit nema maður skelli sér á Bimma aftur ![]() |
Author: | bjahja [ Sun 18. Jan 2004 18:13 ] |
Post subject: | |
Loksins kemurðu með myndir maður ![]() En þessi bíll er mjög flottur...........og þjófavörnin er töff ![]() |
Author: | Haffi [ Sun 18. Jan 2004 20:47 ] |
Post subject: | |
öflugur ![]() |
Author: | Jss [ Mon 19. Jan 2004 10:06 ] |
Post subject: | |
Varðandi þjófavörnina þá er þetta nokkuð algengt í Þýskalandi, það er svona þjófavörn m.a. í Benz sem frændi minn á. |
Author: | Moni [ Mon 19. Jan 2004 13:14 ] |
Post subject: | |
hvernig þjófavörn er þetta??? |
Author: | Heizzi [ Mon 19. Jan 2004 16:20 ] |
Post subject: | |
Quote: Ef þið horfið í gegnum stýrið þá sjáið þið að beint fyrir framan gírstöngina er lítill grá bóla. Þetta er þjófavörnin í bílnum, þegar hún er virk þá blikkar hún rauðu ljósi. Alltaf áður en ég starta bílnum þá þarf ég að slökkva á þessu með þar til gerðu stykki (tölvukubbur) sem ég smelli ofan á þetta og þá hættir hún að blikka. Ef þetta er ekki gert þá startar bíllinn ekki.
Ég held þetta sé nú bara einhver orginal BMW þjófavörn. |
Author: | Alpina [ Mon 19. Jan 2004 18:58 ] |
Post subject: | |
Heizzi wrote: Quote: Ef þið horfið í gegnum stýrið þá sjáið þið að beint fyrir framan gírstöngina er lítill grá bóla. Þetta er þjófavörnin í bílnum, þegar hún er virk þá blikkar hún rauðu ljósi. Alltaf áður en ég starta bílnum þá þarf ég að slökkva á þessu með þar til gerðu stykki (tölvukubbur) sem ég smelli ofan á þetta og þá hættir hún að blikka. Ef þetta er ekki gert þá startar bíllinn ekki. Ég held þetta sé nú bara einhver orginal BMW þjófavörn. ALLS EKKI.......... Þetta er mjög vinsælt hjá þjóðverjum að setja svona í EFTIRÁ.. og svínvirkar ![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |