bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E32 730ia Myndir komnar!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=40519
Page 1 of 1

Author:  vwcabriolet [ Wed 14. Oct 2009 11:54 ]
Post subject:  E32 730ia Myndir komnar!

Bmw 730ia
Ekinn: 174000
Árg: 1992
m30b30
Rafmagn í öllu
Spólvörn
Samlæsingar


Keypti þennan bmw 730 e32 1992 í byrjun hausts og er búinn að keyra hann sirka 2000km síðan. Þetta er fyrsti bmw sem ég á og pottþétt ekki síðasti. Hafði ekki mikið álit á bmw, en félagi minn talaði mig inní að kaupa einn. Ég sá þennan auglýstan hérna á spjallinu og hreifst af því hversu orginal hann er, og heillegur.
Hann var víst fluttur inn sem frúarbíll fyrir konu leigubílstjóra 1997 eða 1998 en endaði svo í eigu hjá fimmtugum karlmanni á selfossi sem ég kaupi hann af. Það er alveg greinilegt að það hafa engir spólarar eða yngri menn átt bílinn því hann er virkilega þéttur og góður í akstri og ALLT orginal í honum. Sér ekki á innréttingunni og er ennþá með bavaria kasettutæki sem ég hyggst hafa áfram. Felgurnar eru orginal og mjög heillegar, ein eitthvað smá könntuð. Hann er ekkert hlaðinn búnaði en svona helsta er rafmagn í sætum og höfuðpúðum, cruise control, samlæsing, spólvörn, abs og rafmagn í rúðu. Ætlaði samt að setja stóru opc í hann og var búinn að taka útvarpið úr en þá þurfti ég að fara skera út einhverjum ramma sem kom ekki til greina að gera. Það var samt gaman að sjá hvað það var snyrtilega gengið frá öllum vírum og þess háttur í mælaborðinu.
Fyrri eigandi tók vélina í gegn í 162þkm eða fyrir 3 árum, en bílinn er ekinn 174þkm í dag. Þá var skipt um knastás, rokkerarma, heddpakkningu, tímakeðju, tímakeðjusleða, vatnsdælu, viftu, viftukúplingu, vantslás, slípaðir ventlar. Svo tók hann bremsur í gegn í 167þkm eða fyrir 2 árum. Þá voru bremsudiskar og klossar endurnýjaðir, skipt um stimpla í dælum og þéttingar. Svo lét ég setja allt pústkerfið nýtt fyrir 1000km. En ég á ennþá eftir að setja nýja háuljósakastara og eitt þokuljósið að framan er brotið. Svo þarf að skipta um súrefnisskynjara en hann er í pönntun hjá tb.

Myndir í þessum link: http://viewmorepics.myspace.com/index.c ... Id=1617972

Author:  Einarsss [ Wed 14. Oct 2009 12:57 ]
Post subject:  Re: E32 730ia

hljómar sem eðal eintak, til hamingju :)

Author:  vwcabriolet [ Thu 15. Oct 2009 17:58 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

kann ekki að setja myndir inná, svo set bara link á myspace :)

Author:  Alpina [ Thu 15. Oct 2009 18:03 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

, mega clean að sjá

Author:  Hinrikp [ Thu 15. Oct 2009 19:54 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

Vá innréttingin er eins og ný :o og til hamingju með bílinn.

Author:  íbbi_ [ Fri 16. Oct 2009 14:24 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

hvaða E38 er þetta?

Image

Author:  ömmudriver [ Fri 16. Oct 2009 14:56 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

Mig grunar að númerið á þessum E38 sé LL-xxx, hörku lúkker á staggerd Rondell 58.


Og til hamingju með þennan eðal E32, og já hann er ekki með rafmagni í öllu :wink:

Author:  sosupabbi [ Fri 16. Oct 2009 15:04 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

íbbi_ wrote:
hvaða E38 er þetta?

Mynd

þetta er þessi E38 viewtopic.php?f=5&t=40495 SL-986

Author:  vwcabriolet [ Fri 16. Oct 2009 15:13 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

haha, það er rafmagn í speglum, rúðum og sætum. Veit ekki hvar það ætti að setja meira rafmagn :shock:

Author:  sosupabbi [ Fri 16. Oct 2009 15:21 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

vwcabriolet wrote:
haha, það er rafmagn í speglum, rúðum og sætum. Veit ekki hvar það ætti að setja meira rafmagn :shock:

stýrið, aftursætin

Author:  vwcabriolet [ Fri 16. Oct 2009 19:21 ]
Post subject:  Re: E32 730ia Myndir komnar!

Það er bara geðveiki! :) myndi samt ekki hata það!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/