bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 740ia '97
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=40500
Page 1 of 2

Author:  ValliFudd [ Tue 13. Oct 2009 12:53 ]
Post subject:  BMW 740ia '97

E38 740i '97
M62B44
SSK
Ekinn 218.000
Rann í gengum skoðun án athugasemda. Með 11 miða :)
18" bling bling felgur.
245/40/18 að framan
225/60/18 að aftan

Typschlüssel: GF81
Katalysator: mit
Sichtschutz: nein
Lenkung: links
Getriebe: automatisch
Baureihe: E38
Ausführung: Europa
Bezeichnung: 740i M62
Motor: M62
Karosserie: Limousine
Produktionjahr: 02/1997
Werk: Dingolfing

Done:
Nýjir bremsuklossar
Lítið ekið drif frá USA. 3,15 hlutföll í stað 2,93.
Spindilkúla
Vírofnar bremsuslöngur (að framan, á til að aftan)

Komið í hús og á eftir að skipta um:
Olíupönnupakkning
Ventlalokspakkningar
Pakkning og sía í sjálfskiptingu


11.07.10
Það sem er að hrjá hann: (nú tel ég ALLT upp sem ég mögulega get fundið að.)
Ryð hægra megin að framan á farþegahurð.
Olíuleki sem ég á eftir að finna.
Stefnuljós blikka, en ekki í mælaborði. Líklega relay sem ég á eftir að finna.
ABS ljós allt í einu byrjað að detta í gang. Byrjaði bara í síðustu viku þegar skipt var um bremsuslöngur.
Smá spurning með pústkerfi, finnst pústa út, en ekki viss. Þarf að skoða það betur.
Hækka og lækka á græjum hætti að virka í gær. Virkar í stýri.
Fínu dekkin sem ég var að setja undir hann leka öll! WTF?? Kannski ventlar..
Rásar heldur mikið til í hjólförum fyrir minn smekk.
Og að sjálfsögðu dauðir pixlar í mælaborði hehe

Image

Image

Image

Image

Vonandi fyrirgefur eigandi myndanna, hann Gísli Camaro mér fyrir lánið :oops:

Author:  Einarsss [ Tue 13. Oct 2009 13:07 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Næs, til hamingju með að vera kominn loksins á BMW aftur valli! :)


Ég hefði tekið svona græju ef ég væri ekki með þriðja á leiðinni.

Author:  dropitsiggz [ Tue 13. Oct 2009 13:21 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

næs valli, loksins :P

Author:  Steini B [ Tue 13. Oct 2009 13:59 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Til hamingju Valli, flottur pimpvagn... 8)

Author:  iar [ Tue 13. Oct 2009 20:29 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Til lukku með þennan! :thup:

Author:  Alpina [ Tue 13. Oct 2009 20:36 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

8) 8) 8)

:thup: :thup: :thup:

Frábært að ferðast í þessu

Author:  Berteh [ Tue 13. Oct 2009 21:11 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Gæti ekki verið að stefnuljósarmurinn sé broky,, í E46 deyr BC takkinn mjög gjarnan og þá þarf að skipta um allan arminn

Author:  ValliFudd [ Tue 13. Oct 2009 21:20 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Berteh wrote:
Gæti ekki verið að stefnuljósarmurinn sé broky,, í E46 deyr BC takkinn mjög gjarnan og þá þarf að skipta um allan arminn

það virkar allt annað í honum, háu ljós, takkinn á endanum til að skipta á milli "eyðsla, range o.fl.".. En það má vera... Þarf að rífa þetta í sundur við tækifæri, bíllinn átti víst að fara í skoðun í Mars :shock:

Author:  Gísli Camaro [ Tue 13. Oct 2009 21:51 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

hehe. var einmitt að hugsa þegar ég opnaði þráðinn "hei þetta eru myndirnar sem ég tók.". þessi bíll var algjör draumur að keyra þegar frændi átti hann allavega. fékk 100% viðhald í þau ár sem hann var á patró.

Hér er ein góð af mér og kagganum eitt sumarið 2003 á patró
Image

Author:  ///MR HUNG [ Tue 13. Oct 2009 22:01 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Ég á 2 ganga af svona felgum eins og hann var á.

Bara varð að leyfa ykkur að njóta þess með mér :lol:

Author:  Danni [ Tue 13. Oct 2009 22:53 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Stórglæsilegur hreint út sagt. Bara flottur litur! Til hamingju með þennan, Valli :thup:

Author:  ValliFudd [ Wed 14. Oct 2009 03:57 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Þakka ykkur, heyrði ég annars ekki rétt? Er ekki örugglega komið góðæri aftur? :alien:

Vonandi mun maður hafa efni á að halda honum vel við..:)

Author:  toriRh [ Wed 14. Oct 2009 04:54 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Til hamingju, Djöö er hann flottur=)

Author:  sosupabbi [ Wed 14. Oct 2009 18:00 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Þessir bílar eyða ekki bensíni, þeir nota það... fallegur þessi :thup:

Author:  Stefan325i [ Wed 14. Oct 2009 22:45 ]
Post subject:  Re: BMW 740ia '97

Ég sá þig á toyotuni um daginn í hafnafirði, hugsaði með mér Valli fudd á nú skilið að vera á BMW og svo bara reddaru þessu, snillingur og flottur bill.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/