bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E46 328i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=40252
Page 1 of 7

Author:  Nökkvi [ Fri 02. Oct 2009 22:51 ]
Post subject:  BMW E46 328i

Breytingar og myndir:




Loksins kominn á BMW aftur!

Fyrir valinu varð BMW E46 328i, árgerð 1999. Bíllinn var fluttur inn nýr af B&L og er búinn að vera í eigu sömu aðilana í öll þessi ár. Bíllinn fór aldrei á bílasölu, ég þekkti aðeins til fyrri eiganda og þegar ég frétti af að bíllinn gæti hugsanlega verið til sölu setti ég mig í samband og viku seinna var ég kominn á bílinn. Bíllinn hefur alltaf verið þjónustaður hjá B&L og er því í toppstandi enda bara rétt skriðinn yfir 100 þús. km.

Helsti búnaður er:
Beinskipting
Leðurinnrétting
Sportsæti
Rafmagn í sætum með minni
Xenon ljós
Sóllúga
Harman/Kardon hljóðkerfi
CD magasín
Regnskynjari

Image

Image

Image

Author:  gunnar [ Sat 03. Oct 2009 02:42 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Virkilega huggulegur þessi og flottur svona beinskiptur 8) :thup:

Author:  Nökkvi [ Sat 03. Oct 2009 11:35 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Beinskiptingin er algert möst.

Author:  gunnar [ Sat 03. Oct 2009 12:05 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Verst hvað hann er illa búinn í hljómflutningsdeildinni og miðstöðvarmálum. Þessi snúningstakkar eru alveg ekki málið á svona nýmóðinsbíl :argh:

Author:  jens [ Sat 03. Oct 2009 13:09 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Til hamingju með bílinn Nökkvi, hrikalega flottur bíll og ekki skemmir eigandasagan. Hlakka til að skoða hann hjá þér. :thup:

Author:  SteiniDJ [ Sat 03. Oct 2009 14:05 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Til hamingju með flottan bíl! Ertu búinn að hugsa þér einhverjar breytingar sem þú ætlar að fara í?

Author:  Nökkvi [ Sat 03. Oct 2009 14:14 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

gunnar wrote:
Verst hvað hann er illa búinn í hljómflutningsdeildinni og miðstöðvarmálum. Þessi snúningstakkar eru alveg ekki málið á svona nýmóðinsbíl :argh:

Ég myndi nú ekki segja að hann sé illa búinn hvað varðar hljómflutningstækin. Þótt þetta fallega kesettutæki sé í mælaborðinu þá er CD mag í skottinu og Harman/Kardon hljóðkerfi.

En ég er algerlega sammála með ókostinn við að hafa ekki sjálfvirka miðstöð. En maður getur víst ekki fengið allt.

SteiniDJ wrote:
Til hamingju með flottan bíl! Ertu búinn að hugsa þér einhverjar breytingar sem þú ætlar að fara í?

Minnstar yfirlýsingar um breytingar fela í sér minnsta ábyrgð. En hluti af því að eiga BMW er að dunda við bílinn og breyta og bæta. Ég mun pósta hérna þegar og ef eitthvað gerist í breytingamálum.

Author:  Aron Fridrik [ Sun 04. Oct 2009 20:04 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Flottur bíll.. til hamingju með hann..

Harman/Kardon kerfið er geggjað 8)

Author:  Alpina [ Sun 04. Oct 2009 20:09 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Nökkvi wrote:

En ég er algerlega sammála með ókostinn við að hafa ekki sjálfvirka miðstöð. En maður getur víst ekki fengið allt.



Vertu feginn,, þetta autoklima er til vandræða .. miklu betra að hafa manuel stýringu

Author:  SteiniDJ [ Sun 04. Oct 2009 22:57 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Alpina wrote:
Nökkvi wrote:

En ég er algerlega sammála með ókostinn við að hafa ekki sjálfvirka miðstöð. En maður getur víst ekki fengið allt.



Vertu feginn,, þetta autoklima er til vandræða .. miklu betra að hafa manuel stýringu


Hvernig vandræða? Ég er mjög sáttur með þetta. :)

Author:  ValliB [ Sun 04. Oct 2009 23:13 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

SteiniDJ wrote:
Alpina wrote:
Nökkvi wrote:

En ég er algerlega sammála með ókostinn við að hafa ekki sjálfvirka miðstöð. En maður getur víst ekki fengið allt.



Vertu feginn,, þetta autoklima er til vandræða .. miklu betra að hafa manuel stýringu


Hvernig vandræða? Ég er mjög sáttur með þetta. :)


Verð að vera sammála gamla manninum, þetta getur verið frekar pirrandi þetta auto dæmi

Author:  Logi [ Mon 05. Oct 2009 00:33 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

mymojo wrote:
SteiniDJ wrote:
Alpina wrote:
Nökkvi wrote:

En ég er algerlega sammála með ókostinn við að hafa ekki sjálfvirka miðstöð. En maður getur víst ekki fengið allt.



Vertu feginn,, þetta autoklima er til vandræða .. miklu betra að hafa manuel stýringu


Hvernig vandræða? Ég er mjög sáttur með þetta. :)


Verð að vera sammála gamla manninum, þetta getur verið frekar pirrandi þetta auto dæmi

Allavegana í E34 og E36, kannski orðið eitthvað betra í E46?

Author:  Aron Fridrik [ Mon 05. Oct 2009 00:44 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

maður getur nú slökkt á auto :)

Author:  Leikmaður [ Mon 05. Oct 2009 13:50 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Helv. digital miðstöðvarnar eru óþolandi þegar þær fara að bila (og þær fara eventually að bila)!

Þessi bíll er akkúrat með þeim aukabúnaði sem ég myndi óska mér: Leður/sportsæti + lúga + góðar græjur + beinskiptur. Annað er aukaatriði.

Þú mátt láta mig vita þegar þú vilt selja ;)

Author:  Nökkvi [ Mon 05. Oct 2009 21:09 ]
Post subject:  Re: BMW E46 328i

Leikmaður wrote:
Þessi bíll er akkúrat með þeim aukabúnaði sem ég myndi óska mér: Leður/sportsæti + lúga + góðar græjur + beinskiptur. Annað er aukaatriði.

Ég vildi líka endilega fá Xenon ljós. Það er svo sem ekki mikið mál að setja svoleiðis í eftir á en orginal er betra. Þetta er einn af mjög fáum þristum af þessari árgerð sem er með Xenon orginal.

Page 1 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/