bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=40169 |
Page 1 of 2 |
Author: | srr [ Mon 28. Sep 2009 21:44 ] |
Post subject: | E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Ég eignaðist þennan bíl fyrir tveim vikum síðan. Hann er búinn að standa í bakgarði í Reykjavík hátt í tvö ár. Safnandi laufi og fínerí utan á sig eins og hann gat bara ![]() Datt í hug að hann gæti verið fínn vetrarbíll svo ég tékkaði á eigandanum hvort hann vildi ekki selja mér hann. Og jújú, hann var kominn heim til mín nokkrum dögum seinna ![]() Annars.... Nánari lýsing á tækinu: BMW 318i E36 Nýskráður 12.06.1991 á Íslandi. M40B18 mótor Ekinn 233.000 km Beinskiptur Grár að lit Aukabúnaður: Rafmagn í rúðum að framan Glær stefnuljós að framan Leyfi þessum fyrstu myndum að tala sínu máli. Eitthvað svaka sport stýri í honum,,,vantar reyndar eitthvað merki í það. Í honum er þessi Jamex stóll sem bílstjórasæti.... Alveg þræl þægilegt ![]() Ekinn alveg slatta ![]() En skipt var um tímareim fyrir 10.000km síðan.... ![]() Síðan ég tók þessar myndir er ég búinn að lakkhreinsa og bóna bílinn. Hann tók alveg stakkaskiptum við það ![]() Svo er ég að leita mér að góðum 15" vetrardekkjum undir hann og þegar þau fara undir þá fer 4. álfelgan aftur undir, hún er nú bara í aftursætinu eins og er. Fínasti winterbeater held ég bara ![]() |
Author: | arnibjorn [ Mon 28. Sep 2009 21:47 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Til hvers áttu eiginlega alla þessa E28 ef þú getur ekki einu sinni notað þá sem vetrarbeater-a ![]() ![]() |
Author: | Hjöddi [ Mon 28. Sep 2009 21:49 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
helvíti góður beater ![]() |
Author: | srr [ Mon 28. Sep 2009 21:50 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
arnibjorn wrote: Til hvers áttu eiginlega alla þessa E28 ef þú getur ekki einu sinni notað þá sem vetrarbeater-a ![]() ![]() 535i er sumarbíll/leiktæki 533iA er ekki klár og þegar hann verður klár þá verður hann sumar sparibíll ![]() 518 er bara of heill til að vera nota í saltið...... 520iA er með bilaða sjálfskiptingu, kannski þegar hann er klár þá fær hann að þjóna mér á veturna.....hehe |
Author: | ingo_GT [ Mon 28. Sep 2009 22:08 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Hehe datt í hug að þú hafi verið að fá e36 ![]() Fín vetra bíl ![]() |
Author: | siggikef [ Mon 28. Sep 2009 23:32 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
viltu ekki bara látta mig fá hann kallinn |
Author: | sh4rk [ Mon 28. Sep 2009 23:33 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
fínasti beater |
Author: | Sezar [ Tue 29. Sep 2009 00:09 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Er þessi ekki alltof nýr fyrir þig ![]() ![]() |
Author: | srr [ Tue 29. Sep 2009 01:51 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
siggikef wrote: viltu ekki bara látta mig fá hann kallinn Ég verð að hafa beater,,,,ekki fer ég að nota E28 í það ![]() Sezar wrote: Er þessi ekki alltof nýr fyrir þig ![]() ![]() Jú eiginlega,,,,ég var svo vonsvikinn þegar ég prufaði hann fyrst. Mér finnst hann svo nýlegur en það var engin new-car-scent í honum ![]() |
Author: | Danni [ Tue 29. Sep 2009 04:58 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Fínasti beater. Hægt að leika sér alveg helling á þessum 318i E36 í hálkunni ![]() En frekar spes afturljós, bakkljósin eru appelsínugul líka ![]() |
Author: | IvanAnders [ Tue 29. Sep 2009 09:53 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Bestu beater-arnir! ![]() Sakna míns svona svolítið ![]() |
Author: | Dóri- [ Tue 29. Sep 2009 21:05 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
var hann ekkert myglaður að innan ? ![]() |
Author: | srr [ Tue 29. Sep 2009 21:08 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Dóri- wrote: var hann ekkert myglaður að innan ? ![]() Jú,,,og er enn. En því verður kippt í liðinn af fyrri eiganda. |
Author: | srr [ Tue 06. Oct 2009 21:56 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Fór með tryllitækið í skoðun í gær. Hann fór síðast í skoðun fyrir þremur árum svo ég átti ekki von á góðu.... En það var ekki sett út á fleiri hluti en fjóra... 1. Brotinn gormur hægra megin að framan 2. Styrkleikamissir - gat að neðanverðu í síls báðu megin. 3. Hemlaljós aftan 4. Flautan virkar ekki. Ég ætti nú að geta kippt þessu í liðinn á næstu dögum ![]() Ánægður með þessa útkomu,,,þetta er semsagt þrælfínn beater sem ég hef fundið mér.... Svo í gær setti ég undir hann vetrarsett sem ég keypti af Benzari hér á spjallinu... 15" E46 stálfelgur með vetrardekkjum. Fínir BMW E46 koppar,,,,,sem láta bílinn bara líta þokkalega vel út ![]() Kem með mynd þegar ég er búinn að bóna hann,,,,er bara búinn að lakkhreinsa, það fór að rigna áður en ég gat bónað ![]() |
Author: | ValliFudd [ Tue 06. Oct 2009 22:06 ] |
Post subject: | Re: E36 318i '91 - Vetrarbarningurinn 2009 |
Gormarnir að aftan heilir? Í e36? Djöfull hlítur þetta að hafa verið mikið dekurdýr hehe ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |