Fjárfesti í vetrarbílnum í dag.. um er að ræða 325ix ekinn 192k.
Kom mér nokkuð á óvart hversu ágætur hann er, alveg mega hár sem er plús, mjúk og þægileg fjöðrun og góður gangur í honum. Auðvitað fylgja einhverjir gallar með honum eins og t.d alveg virkilega ljótar felgur, ryð undir loftnetinu á toppnum, ryðgat á frambretti og eitthvað fleira.
Bónaði hann eftir vinnu og kom hann ágætlega út eftir það, hafði greinilega ekki fengið skvettu af bóni í langan tíma. Skellti einnig back to black gumsi frá mothers og vantar klárlega nokkrar umferðir af því í viðbót til að fá svertuna aftur í plastið.
Bíllinn kemur alveg "hlaðinn" aukabúnaði á miða við normal e30.. það er t.d rafmagn fram og aftur í, hiti í framsætum og sportsæti klædd ljósu leðri. Á eftir að taka hann svolítið í gegn að innan, er að plana að taka sætin úr honum og þrífa teppið almennilega, skrúbba leðrið með mjúkum bursta og bera á .. þrífa líka innréttinguna í drasl.
Ætla að taka saman um helgina hvað þarf að gera og ég ætla amk að byrja á því að skipta um tímareim.strekkjara og vatnsdælu til að hafa þetta nokkuð safe.
En nokkrar myndir til að sýna kerruna að utan


Þessi límmiði mun fjúka fljótt af

