Keypti mér í sumar þennan fína E36 328i. Langaði að gera þráð en hef ekki nennt að gera það hingað til

Þetta er 07/1996 original 328i beinskiptur.
Búnaður:
*Læst drif úr US M3.
*Sportsæti með leður slitflötum og tau inserts
*Short shifter (man ekki hvernig, annað hvort Z3 eða E60)
*KW lækkunarfjöðrun, sem er eiginlega ónýt.
*UUC sverari stillanlegar ballansstangir
*OEM Full M-tech
*Svartur toppur (að innan)
Og svo eitthvað meira sem ég nenni ekki að telja upp...
Upprunalega keypti ég hann með það í huga að rífa hann, en ég hélt að subframe-ið að aftan væri rifið frá body-inu. Ss. að gólfið sjálft væri ryðgað í burt.
En þegar ég setti hann upp á lyftu komst ég að því að svo var ekki, heldur var það subframe-ið sjálft sem var ónýtt. Það voru ummerki um að það hafði ryðgað í sundur áður og verið lagað með því að sjóða það saman, en fyrst það var orðið svo ryðgað fyrir þá héldu suðurnar greinilega ekki neitt. Það fylgdi annað subframe með bílnum í skottinu svo ég tók mér eina nótt í að skipta um og var farinn að keyra daginn eftir.


Þá ákvað ég að hætta við að rífa bílinn og frekar koma honum í þannig stand að hann kæmist í gegnum skoðun og ég gæti farið að nota hann, og nota selja síðan 318iS swap bílinn minn og nota þennan í vetur sem skólabíl. Þegar ég fór yfir ástandið þá komst ég að því að báðar hjólalegurnar að framan voru ónýtar. Það fylgdi ein ný með, en ég fór í umboðið og keypti aðra eins fljótlega og skipti um báðar.
Eftir að koma honum af stað fór ég beint í að skipta um ljósin á honum, en mér finnst þessi Hella ljós með litlu led angel eyes hringjunum alveg óendanlega ljót. Svo ég setti á hann projector ljósin og smoke-uðu stefnuljósin sem ég var með á 318iS swap bílnum:

Þar sem ég var kominn með smoke-uð stefnuljós fannst mér réttast að smoke-a hvíta partinn af afturljósunum í stíl við stefnuljósin:


Síðan fór ég með hann í skoðun og fékk endurskoðun út á ónýtt púst, bremsuslöngufestingu á dempara og stöðuljós. Minnir að það hafi ekki verið meira.
Eeen þar sem bíllinn var orðinn löglegur á götunni með gildandi endurskoðun, þá stóðst ég ekki mátið og mátti á spóldag sem Viktor Angelic0- átti frumkvæðið af og prófaði að taka aðeins á læsta US M3 drifinu sem er í honum. Það sló ekki feilpúst en vatnskassinn hinsvegar gerði það. Við smá aukinn þrýsting útaf hitanum þá gaf sig gömul viðgerð á sprungu í forðabúrinu.

Ég átti til ónýtan 6cyl vatnskassa úr 320i sem ég reif fyrir 2 eða 3 árum og datt í hug að prófa að taka forðabúrið af honum til sjá hversu erfitt það væri að skipta um. Komst að því að það er ekkert mál að skipta um þessi forðabúr! Þurfti ekki einusinni að taka vatnskassann úr bílnum.

Síðan lifðu 17" afturdekkinn ekki heldur spólkvöldið af svo ég setti undir hann 16" vetrarblingið að aftan, skolaði af bílnum og fór í ferðalag til Dalvíkur!



Er búinn að skipta um stýrið. Setti annað eins, nema ekki rifið.

Yikes...

Full lestaður! Fjögur í bílnum og fullt af farangri. Ótrúlegt að body-ið þoldi þetta, miðað við hvað E36 eru frægir fyrir að rífa allt undan sér að aftan.
Síðan var tekið smá skúrakvöld. Bíllinn titraði alveg fáránlega mikið í bremsum að framan og það var farið að gera mig alveg geðveikan. Svo ég ákvað að kaupa eins mikið nýtt í hann að framan og ég gat! Það voru bremsudiskar, klossar, stimplar og dælusett í báðar dælur.
Byrjaði á smá ghetto fixi á framstuðaranum, en brotið lafði alltaf niður og það fór í taugarnar á mér.

Tók dælurnar í sundur og sá að það var sko þörf á uppgerð! Svona leit stimpillinn úr annarri þeirra út:

Önnur dælan eftir að ég sandblés hana, spreyjaði með aluzink grunni og hónaði strokkinn:

Og svo komin saman:

Á myndinni fyrir ofan sést líka gömul dæla úr bílnum með klossunum sem voru í bílnum. Ég merkti inn á þykktarmuninni á klossunum en þetta stafar af því að stimpillinn var svo ryðgaður að hann fór ekki til baka eftir bremsun heldur spændist klossinn mjög hratt upp. Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að diskarnir verptust og síðan hefur verið keyrt of lengi á diskunum að það fór að koma slag í legurnar við bremsuátökin á svona mikið verptum diskum.
Allt komið saman og á bílinn:

Kláraði að fá skoðun! Fékk M3 Púst hjá Viktori og lét BJB setja það undir og tengja við flækjurnar með flöngsum og alles. Hef ekki ennþá tekið myndir af því samt.

Síðan var eitthvað skyndibrjálæðishugmynd að kaupa angel eyes hringi og prófa að setja í ljósin.



Lagaði líka í leiðinni öll ljós. Þurfti að lóða loomið í skottið uppá nýtt til að fá númeraljósin og skottljósið inn og síðan voru allir hinir vírarnir að fara í sundur líka svo ég lóðaði allt draslið bara uppá nýtt. Núna kemur engin villa í check control-ið í OBC nema af og til kemur Check Coolant Level, en það er bilaður skynjarinn.
Overall er þetta perfect skólabíll. Allt kram er í 100% standi. Ég er að fara að skipta út ónýtu framdempurunum og eftir það er akkurat ekkert að bílnum mekkanísklega séð. Mjög þéttur og góður í akstri, vinnur vel, eyðir litlu (miðað við 2,8). Ekkert skynjaravesen eða fóðringar að banka eða neitt þannig. Lookið er ekki það besta. Hann er farinn að ryðga neðan á öllum hurðum, húddið líka, neðst á báðum frambrettum og allur afturgaflinn er í rugl slæmu standi, eins og sést á einni myndinni fyrir ofan. Ef það ætti að laga body-ið á þessum þannig hann liti almennilega út þá yrði það dýýýýrt.... svo ég er ennþá að spá í hvort það er þess virði að láta laga þetta body og hafa OEM 328i BSK í topp standi, eða finna gott body einhverntíman og swappa öllu yfir og vera þá með swap bíl. Sem mér finnst ekki eins mikils virði samt...
Tek ákvörðun seinna.
Hvað finnst fólki um þetta?