Ákvað að henda inn nokkrum myndum af bílnum mínum.
Kannski ekki flottasta eintak af E30 á landinum

en samt sem áður fínasti daily driver.
Ég er nú búinn að eiga hann núna í rúmlega 2 ár og ekki gert neinar voðalegar breytingar enda er ekki planið að fara í einhverjar æfingar með þennan bíl, halda honum í fínu standi og í lagi.
Svona var hann þegar ég fékk hann:

Og svona er hann núna:

Ég komst reyndar að því að 2 af BBS felgunum eru miðjuskakkar og allavega ein af þeim ónýt, þannig að þær eru ekki undir bílnum.
Hann er á fínum 15" núna, á bara ekki mynd af því eins og er.
Það litla sem ég er búinn að gera er:
-Lækkunargormar 60/35
-Grá/hvítt stefnuljós að framan og á hliðum
-Grá leðurinnrétting
-Setja kastara
-325i bremsur að framan
Eina sem er svona á dagskrá með bílinn er að setja beinskiptingu í hann, það er fínt verkefni fyrir veturinn.
Svo er ég reyndar líka að reyna ákveða hvort ég eigi að rífa filmurnar sem eru í honum úr eða filma bara fram-hliðarrúðurnar, gengur allavega ekki upp að hafa bara filmur í aftur-hliðarrúðum
