| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| BMW E36 320ia 12/96 *UPDEIT* https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=38936 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Bandit79 [ Sat 01. Aug 2009 20:11 ] |
| Post subject: | BMW E36 320ia 12/96 *UPDEIT* |
Eignaðist þennann í miðjum apríl á þessu ári. Bílinn var keyptur í flýti vegna brotfarar til DK og þar sem ég fann ekkert annað betra fyrir peninginn, og þetta eru kaup sem að ég sé ekkert eftir Um er að ræða : BMW E36 Framleiddur 12/96 M52B20 150 HP SSK með Sport,Eco og snow option Ekinn 254.000 (ekinn 244.000 þegar ég keypti hann) Topplúga Pluss sæti Loftkæling ABS Airbag Rafmagn í framrúðum Angel eyes með krómbotni 16" BMW M3 Motorsport replicur (mjög heilegar og nánast rispulausar) 205/55 R16 Bridgestone Turanza Bílinn fer alltaf í gang og keyrir bara vel þrátt fyrir aldur og nokkuð háa kílómetrastöðu. Og aflið er alveg ágætt ennþá, enda er BMW línu 6´an alltaf jafn skemmtileg þótt að hún sé í minni kantinum. Keyri ca. 60km á hverjum degi í vinnu og hann liggur ansi vel á hraðbrautinni Einasta sem að ég hef gert við bílinn síðan að ég fékk hann er að skipta um fóðringar að framan, smurning, skipt um síur og fyllt á kælivökva. Og einnig skipt um gorma að aftan. Innréttingin er skuggalega heil og þarf bara að djúphreinsa draslið og þá er hann nokkuð flottur að innan Nokkrir ryðblettir eru byrjaðir að myndast en alls ekkert alvarlegt Þarf að kíkja aðeins á rúðuþurrkukerfið (fyrri eigandi reif farþegaþurrkuna af útaf eithverju) Dekkin eru aðeins of stór að aftan þar sem ytri kantur á dekkinu nuddast í innri kantinn á brettinu (þessi kantur sem að maður "rúllar") Öryggið fyrir vinstri stöðuljós F/A og mælaborð springur ef maður opnar skottið með kveikt á ljósunum Smá dæld á húddinu (gamalt) og dæld í bílstjórahurðinni eftir ferðina með norrænu Öryggið fyrir samlæsingar sprungið ( letin lengi lifi ) Þarf að balancera öll dekk, víbrar að framan í 80km/h og aftan í 155-160km/h Vantar 1 þokuljós að framan og kannski eithvað meira smotterí sem ég man ekki eftir Nokkrar myndir : ![]() ![]() ![]() ![]() ![]()
|
|
| Author: | Bandit79 [ Sat 01. Aug 2009 20:11 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 |
soldið stórar myndir .. gleymdi að minnka |
|
| Author: | GunniClaessen [ Mon 03. Aug 2009 22:50 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 |
flottur þessi ég var að spá í honum á sínum tíma en fékk mér frekar BENZ... |
|
| Author: | ValliFudd [ Mon 03. Aug 2009 23:34 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 |
Quote: Og einnig skipt um gorma að aftan. Brotnir afturgormar? Í e36? Nei það getur bara ekki staðist! Held að þeir komi svoleiðis úr verksmiðju |
|
| Author: | Bandit79 [ Tue 04. Aug 2009 12:10 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 |
ValliFudd wrote: Quote: Og einnig skipt um gorma að aftan. Brotnir afturgormar? Í e36? Nei það getur bara ekki staðist! Held að þeir komi svoleiðis úr verksmiðju Ætli það ekki Var allavega búið að gera eithverja aulalega tilraun í að lækka bílinn með því að skera af gormunum.. og svo 1 þeirra brotinn í þokkabót. En það fylgdu nánast nýjir og ónotaðir gormar með. Og þeim var bara hent undir strax |
|
| Author: | Bandit79 [ Mon 25. Jan 2010 21:06 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 |
MEGA UPDATE! Sprakk á þessum, en sem betur fer var það bara nýr ventill!! Félagi min sem þekkti einn sem þekkti einn reddaði þessu fyrir 50,- DKK Get ég loksins rifið þessa stálfelgu undan og skellt Ze real stuff undir hann! Kveðja frá DK
|
|
| Author: | ValliB [ Mon 25. Jan 2010 23:06 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 *UPDEIT* |
Væri gaman að sjá þenna samlitaðan. Flottur bíll annars, ágætar þessar m52b20 |
|
| Author: | Bandit79 [ Tue 26. Jan 2010 14:14 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 *UPDEIT* |
mymojo wrote: Væri gaman að sjá þenna samlitaðan. Flottur bíll annars, ágætar þessar m52b20 væri örugglega flottur samlitaður með Hella Dark, M-Tech framstuðara, dökka kastara og filmur En ekkert svoleiðis á leiðinni Núna er hann bara a-b snattari ( og er að nálgast 265.000 km) |
|
| Author: | Brútus [ Thu 15. Apr 2010 12:18 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 *UPDEIT* |
Hvernig líður honum ? |
|
| Author: | Bandit79 [ Fri 16. Apr 2010 03:38 ] |
| Post subject: | Re: BMW E36 320ia 12/96 *UPDEIT* |
Hann er bara að standa sig .. samt brennir hann bæði kælivökva og olíu en samt ekki í miklu magni. Þarf að lofta kerfið reglulega og fylgjast með vökvum reglulega .. en hann keyrir bara þrátt fyrir það Er að nálgast 270.000KM |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|