bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 318i E30 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=38928 |
Page 1 of 2 |
Author: | Birkir [ Sat 01. Aug 2009 13:17 ] |
Post subject: | BMW 318i E30 |
Ákvað að henda inn nokkrum myndum af bílnum mínum. Kannski ekki flottasta eintak af E30 á landinum ![]() Ég er nú búinn að eiga hann núna í rúmlega 2 ár og ekki gert neinar voðalegar breytingar enda er ekki planið að fara í einhverjar æfingar með þennan bíl, halda honum í fínu standi og í lagi. Svona var hann þegar ég fékk hann: ![]() Og svona er hann núna: ![]() Ég komst reyndar að því að 2 af BBS felgunum eru miðjuskakkar og allavega ein af þeim ónýt, þannig að þær eru ekki undir bílnum. Hann er á fínum 15" núna, á bara ekki mynd af því eins og er. Það litla sem ég er búinn að gera er: -Lækkunargormar 60/35 -Grá/hvítt stefnuljós að framan og á hliðum -Grá leðurinnrétting -Setja kastara -325i bremsur að framan Eina sem er svona á dagskrá með bílinn er að setja beinskiptingu í hann, það er fínt verkefni fyrir veturinn. Svo er ég reyndar líka að reyna ákveða hvort ég eigi að rífa filmurnar sem eru í honum úr eða filma bara fram-hliðarrúðurnar, gengur allavega ekki upp að hafa bara filmur í aftur-hliðarrúðum ![]() |
Author: | jon mar [ Sat 01. Aug 2009 13:34 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
![]() Verð nú eiginlega að segja að hann er nettur miðað við 318 kettling ![]() |
Author: | Mazi! [ Sat 01. Aug 2009 13:44 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
verulega sætur haltu honum svona spoilerlausum ![]() |
Author: | birkire [ Sat 01. Aug 2009 16:50 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
Rífa afturfilmurnar úr tvímælalaust, mikið svalara í svona retro bíl reffilegur hjá þér annars ! |
Author: | Alpina [ Sat 01. Aug 2009 18:02 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
Þetta voru flottir bílar í den ...... ps ,, er clean hjá þér ![]() |
Author: | jens [ Sat 01. Aug 2009 18:14 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
Mjög flottur hjá þér, haltu honum clean. |
Author: | maxel [ Sat 01. Aug 2009 18:14 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
Heillegur og mér finnst þessi litur bara flottur. Held að hann gæti haft gott af smá IS lipi bæði framan og aftan, myndi gera hann sportlegri. |
Author: | Alpina [ Sat 01. Aug 2009 18:24 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
maxel wrote: Heillegur og mér finnst þessi litur bara flottur. Held að hann gæti haft gott af smá IS lipi bæði framan og aftan, myndi gera hann sportlegri. Kom slatti af E30 ,, sérstaklega preface ,, til landsins í þessum lit ![]() |
Author: | Árni S. [ Sat 01. Aug 2009 19:08 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
flottur taka filmurnar úr að aftan og þá er hann ennþá flottari en annars hvað heitir þessi litur ? |
Author: | Mazi! [ Sat 01. Aug 2009 20:18 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
ISlipp og mega slamm ásamt einhverjum suddalegum felgum einsog keskin-kt1 @ 0 offsett með strekktum dekkjum væri bara töff og enginn spoiler á þetta skottlok ![]() ![]() ![]() |
Author: | ///M [ Sat 01. Aug 2009 20:38 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
Árni S. wrote: flottur taka filmurnar úr að aftan og þá er hann ennþá flottari en annars hvað heitir þessi litur ? Er þetta ekki Cirrus Blár eða homma blár |
Author: | Mazi! [ Sat 01. Aug 2009 20:42 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
///M wrote: Árni S. wrote: flottur taka filmurnar úr að aftan og þá er hann ennþá flottari en annars hvað heitir þessi litur ? Er þetta ekki Cirrus Blár eða homma blár ert þú hommz? ![]() |
Author: | Wolf [ Sat 01. Aug 2009 23:14 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
Það er örugglega enginn E30 á landinu með styttri eigendaferil en þessi,,,Skúra Bjarki átti hann í einhver ár, og svo sami eigandi í 6-7 ár eftir það... |
Author: | Birkir [ Sat 01. Aug 2009 23:53 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
Mig minnir að liturinn heiti Cirrus blár eins og Óskar segir. Varðandi eigandaferillinn þá þekki ég hann bara ekki, hef aldrei skoðað hann. Eigandinn undan mér ætlaði að fara henda bílnum en hafði einhverntímann séð KV-003 í umferðinni og ákvað að hringja í eigandann af honum og spurja hann hvort hann vildi kaupa bílinn. Eigandinn af KV-003 á þeim tíma er vinur minn þannig að við fórum saman og skoðuðum bílinn sem endaði með að ég keypti hann. Mér hefur alltaf fundist þetta skondin saga en kannski finnst engum þetta áhugavert ![]() |
Author: | Grétar G. [ Sat 01. Aug 2009 23:55 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i E30 |
http://live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=87573 Eru þetta ekki allveg eins felgur ? Kaupa þessar og henda undir ![]() Annars flottur bíll enda E30 ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |