bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

'97 BMW 523iA [Aðrar felgur bls 4]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=38532
Page 1 of 5

Author:  Freyr Gauti [ Fri 10. Jul 2009 20:58 ]
Post subject:  '97 BMW 523iA [Aðrar felgur bls 4]

Jæja maður er búinn að finna sér bíl og varð fyrir valinu þessi ágæti 523iA, þarf að dytta að einu og öðru en í heildina mjög fínn bíll.
Hann er fluttur inn '99 og ekinn um 154þús km, sportar eitthverju svuntusetti að framan og aftan ásamt síðari sílsum, lækkunargormum frá Vogtland(ekki vitað hve mikil lækkun) og 17" Rondell felgum.
Hérna er svona það helsta úr fæðingarvottorðinu, en hann svo sem ekkert hlaðinn aukahlutum.

Vehicle information
Colour COSMOSSCHWARZ METALLIC (303)
Upholstery STOFF FLOCK STREIFEN/ANTHRAZIT (D3AT) Núna komið Aubergine(fjólublátt) leður nema í hurðaspjöldum frammí + rafmagn í sætum.
Prod. date 1996-11-09

Order options
No. Description
240 LEATHER STEERING WHEEL
320 MODEL DESIGNATION, DELETION
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC
411 WINDOW LIFTS, ELECTRIC
428 WARNING TRIANGLE
510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM
534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING
550 ON-BOARD COMPUTER
801 GERMANY VERSION
863 EUROPE/DEALER DIRECTORY
879 GERMAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET

Series options
No. Description
260 SIDE AIRBAG DRIVER/FRT PASSENGER
520 FOGLIGHTS
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING


Image
Image
Image
Image

Author:  Alpina [ Fri 10. Jul 2009 22:28 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

8) 8)

Author:  SteiniDJ [ Fri 10. Jul 2009 22:30 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

Flottur. :) Á að breyta honum eitthvað?

Author:  Freyr Gauti [ Fri 10. Jul 2009 23:25 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

Nei ekki beint, framljósaglerin eru orðin mött og ógeðsleg þannig að ég ætla að kaupa gler með hvítu stefnuljósi, tími ekki í facelift ljós. Annars verður peningunum aðalega eytt í að halda honum við.

Author:  IceDev [ Sat 11. Jul 2009 00:18 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

Bara pimp

Svo verð ég að segja að þetta er eitt það smekklegasta kit sem ég hef séð. Er þetta ekki annars Aero kit?

Gerir of mikið fyrir þessa bíla

Author:  Mánisnær [ Sat 11. Jul 2009 02:24 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

Þessi er flottur, er hann ekki keyptur úr vesturbænum?

Author:  birkire [ Sat 11. Jul 2009 02:25 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

Góður ! Sá þennan oft í rimahverfi og fannst hann efnilegur.

Author:  Freyr Gauti [ Sat 11. Jul 2009 11:17 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

IceDev: Núna veit ég ekki almennilega hvaða kit þetta er en virðist vera mjög líkt Aero kit-inu.

Mánisnær: Ég veit svo sem ekki hvar hann hafði heimili, keypti hann í gegnum bílasölu. Hann er allavega kominn á betra heimili núna! :P

Author:  einarivars [ Sat 11. Jul 2009 15:13 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

ásetta verðið var 650þus.. náðiru að lækka það einhvað ?

Author:  jon mar [ Sat 11. Jul 2009 16:02 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

einarivars wrote:
ásetta verðið var 650þus.. náðiru að lækka það einhvað ?


er svoleiðis ekki bara einkamál hvers og eins?

Author:  hjolli [ Sat 11. Jul 2009 16:42 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

mikið rosalega er þessi flottur :D og já hvit stefnuljós og hann er perfect=D og kanski surtuð nyru?:Þ

Author:  SteiniDJ [ Sat 11. Jul 2009 23:08 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

Ég myndi ekki fara í það að shadowlæna bílinn, held að það fari honum bara ekki.

Author:  íbbi_ [ Sat 11. Jul 2009 23:34 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

Jú shadowlina! Það er aldrei spurning

Author:  SteiniDJ [ Sat 11. Jul 2009 23:44 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

íbbi_ wrote:
Jú shadowlina! Það er aldrei spurning


Passar ekki við litinn, kittið og felgurnar!

En það er auðvitað bara mín skoðun. ;)

Author:  jon mar [ Sun 12. Jul 2009 01:47 ]
Post subject:  Re: '97 BMW 523iA

hahahahahahahahahahahaha


þið getið nú aldeilis gleymt því að þessi maður shadowline-i eitt né neitt :lol: :lol: :lol:

Eruð lánsamir ef hann finnur ekki bara meira króm til að bæta við :mrgreen: :santa: :alien:

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/