Jæja ég er búinn að vera á leiðinni að kaupa annan E30 í svolítinn tíma og eftir heilmiklar pælingar varð einn fyrir valinu sem þarfnast smá lagfæringa þar sem verðið var rétt og fyrirhugað var hvort eð er að ausa í kvikindið peningum. Eftri heilmikar samningaviðræður var bíllinn keyptur þó ég væri ekki einusinni búinn að skoða hann. Enda vissi ég nokkuð við hverju átti að búast.
Ég, konan og sonurinn plönuðum hörku roadtrip í dag til að sækja bílinn útá land.
Fyrst þurfti að sjálfsögðu að ákveða hvaða bíl átti að fara á.....

Valið varð nokkuð auðvelt þar sem Roadsterinn er bara tveggjasæta, 750 óökufær og 545 bíllinn töluvert skemmtilegri en 325 bíllinn.
Jæja þá var lagt í hann og athugað í OBC hversu marga km-a bíllinn kæmist á bensíninu sem var á honum...

99 km. Fínt, dugar báðar leiðir.
Síðan var lagt af stað útúr bænum. Bless bless Grafarvogur...

Á leiðinni rákumst við á þennan glæsilega E65 bíl....

Hugsanlega var þetta Maggi Noyan þar sem hann á eflaust 60% af E65 bílum landsins.
Leiðin lá framhjá Rauðavatni...

Tekin var stefnan í átt að stórborginni Hveragerði.....

Allt í góðu á heiðinni, jájá enda fínasta sumarverður á Íslandi í dag, eða um 8,5°...

Það þarf vart að taka það fram að alltaf var ekið á löglegum hraða


Jæja eftir hörkuskemmtilega ferð á þessum ofurkagga á undir 90km hraða vorum við loksins komin að þessari glæstu borg Hveragerði...


Ekki gafst þó tími til að skoða þessa undurfögru borg að þessu sinni og var því haldið áfram í átt að Selfoss.... Ekki þó til SteinaB í köku og kaffi. Það verður að bíða til betri tíma....

Jæja þá erum við komin til Selfoss og allir orðnir vel þreyttir eftir þessa rosalöngu ferð...

Þá var bara að finna rétta götu og gekk það eins og í sögu þar sem maður speccaði kortið vel áður en lagt var af stað. Einnig kom sér vel að fyrir mörgum mörgum árum var maður nú pizzasendill.
Þarna sést síðan glitta í OFUR E30 kaggann þar sem hann beið eftir að við kæmum að sækja sig....

Jæja allflestir hérna ættu nú að kannast við þennan ofursvala bíl. Fyrir þá sem ekki eru að kveikja, ímyndið ykkur hann þá á hlið.

Og fyrir þá sem eru alveg úti á túni og ættu frekar að vera að skoða barnaland.is þá er þetta bíllinn sem Alpina og síðan Aron Jarl áttu á undan honum Sigga R.
Snáðinn var að vonum kátur með að þessari erfiðu ferð til Selfoss væri loksins lokið og ekki annað eftir en að bruna sömu leið til baka....

Bíllinn að sjálfsögðu vel sætur svona tvílítur


Þá var nú ekki annað eftir en að krota á pappírana og þakka Sigga R fyrir viðskiptin. Ferðin heim gekk síðan nokkuð vel bara þrátt fyrir truntuganginn í bílnum.
Eina alvöru vandamálið var að komast upp kambana því ef maður gaf of mikið inn hikstaði bíllinn all svakalega. En þetta var bara tekið með stæl hikstandi upp alla kambana og fólk úr öllum bílunum í kringum mann starði og beið eftir að bíllinn myndi springa. En svo heppin voru þau nú ekki...
Þetta tókst svo á endanum og þegar maður var búinn að venjast bílnum og átti sig á því hvar hikstið byrjaði og endaði gat maður keyrt nokkuð eðlilega.
hérna eru síðan tvær myndir af bílnum eftri að heim var komið. Eins og sést er stórglæsileg beygla á öðru frambrettinu á bílnum eftir smá óhapp hjá fyrri eiganda


En meira var það nú ekki. Ég vona að einhverjir hafi nennt því að lesa þessa vitleysu og hafi haft gaman af.
Það er í rauninni lítið planað með þennan bíl annað en að koma honum í lag og reyna að auka aflið eitthvað smávegis, 5-15 hö eða svo...

_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is