bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 23:36

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 240 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 16  Next
Author Message
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 19:44 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Jæja ég er búinn að vera á leiðinni að kaupa annan E30 í svolítinn tíma og eftir heilmiklar pælingar varð einn fyrir valinu sem þarfnast smá lagfæringa þar sem verðið var rétt og fyrirhugað var hvort eð er að ausa í kvikindið peningum. Eftri heilmikar samningaviðræður var bíllinn keyptur þó ég væri ekki einusinni búinn að skoða hann. Enda vissi ég nokkuð við hverju átti að búast.

Ég, konan og sonurinn plönuðum hörku roadtrip í dag til að sækja bílinn útá land.

Fyrst þurfti að sjálfsögðu að ákveða hvaða bíl átti að fara á.....


Image


Valið varð nokkuð auðvelt þar sem Roadsterinn er bara tveggjasæta, 750 óökufær og 545 bíllinn töluvert skemmtilegri en 325 bíllinn.


Jæja þá var lagt í hann og athugað í OBC hversu marga km-a bíllinn kæmist á bensíninu sem var á honum...


Image


99 km. Fínt, dugar báðar leiðir.

Síðan var lagt af stað útúr bænum. Bless bless Grafarvogur...


Image


Á leiðinni rákumst við á þennan glæsilega E65 bíl....


Image


Hugsanlega var þetta Maggi Noyan þar sem hann á eflaust 60% af E65 bílum landsins.

Leiðin lá framhjá Rauðavatni...


Image


Tekin var stefnan í átt að stórborginni Hveragerði.....


Image


Allt í góðu á heiðinni, jájá enda fínasta sumarverður á Íslandi í dag, eða um 8,5°...


Image


Það þarf vart að taka það fram að alltaf var ekið á löglegum hraða ;)


Image


Jæja eftir hörkuskemmtilega ferð á þessum ofurkagga á undir 90km hraða vorum við loksins komin að þessari glæstu borg Hveragerði...


Image


Image


Ekki gafst þó tími til að skoða þessa undurfögru borg að þessu sinni og var því haldið áfram í átt að Selfoss.... Ekki þó til SteinaB í köku og kaffi. Það verður að bíða til betri tíma....


Image


Jæja þá erum við komin til Selfoss og allir orðnir vel þreyttir eftir þessa rosalöngu ferð...


Image


Þá var bara að finna rétta götu og gekk það eins og í sögu þar sem maður speccaði kortið vel áður en lagt var af stað. Einnig kom sér vel að fyrir mörgum mörgum árum var maður nú pizzasendill.

Þarna sést síðan glitta í OFUR E30 kaggann þar sem hann beið eftir að við kæmum að sækja sig....

Image


Jæja allflestir hérna ættu nú að kannast við þennan ofursvala bíl. Fyrir þá sem ekki eru að kveikja, ímyndið ykkur hann þá á hlið.


Image


Og fyrir þá sem eru alveg úti á túni og ættu frekar að vera að skoða barnaland.is þá er þetta bíllinn sem Alpina og síðan Aron Jarl áttu á undan honum Sigga R.


Snáðinn var að vonum kátur með að þessari erfiðu ferð til Selfoss væri loksins lokið og ekki annað eftir en að bruna sömu leið til baka....


Image


Bíllinn að sjálfsögðu vel sætur svona tvílítur :)


Image


Þá var nú ekki annað eftir en að krota á pappírana og þakka Sigga R fyrir viðskiptin. Ferðin heim gekk síðan nokkuð vel bara þrátt fyrir truntuganginn í bílnum.

Eina alvöru vandamálið var að komast upp kambana því ef maður gaf of mikið inn hikstaði bíllinn all svakalega. En þetta var bara tekið með stæl hikstandi upp alla kambana og fólk úr öllum bílunum í kringum mann starði og beið eftir að bíllinn myndi springa. En svo heppin voru þau nú ekki...

Þetta tókst svo á endanum og þegar maður var búinn að venjast bílnum og átti sig á því hvar hikstið byrjaði og endaði gat maður keyrt nokkuð eðlilega.


hérna eru síðan tvær myndir af bílnum eftri að heim var komið. Eins og sést er stórglæsileg beygla á öðru frambrettinu á bílnum eftir smá óhapp hjá fyrri eiganda :)


Image


Image


En meira var það nú ekki. Ég vona að einhverjir hafi nennt því að lesa þessa vitleysu og hafi haft gaman af.

Það er í rauninni lítið planað með þennan bíl annað en að koma honum í lag og reyna að auka aflið eitthvað smávegis, 5-15 hö eða svo... 8)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Last edited by Djofullinn on Mon 13. Apr 2009 12:02, edited 16 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 19:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Flottur 8)

Hlakka til að fylgjast með þessu projecti :)

En hversu vinsælt er að taka 65% af öllum stæðunum á planinu hjá þér? :lol:

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 19:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Til 'mingju með kaupin 8)

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 19:55 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 15. Apr 2005 14:18
Posts: 798
Location: Þorlákshöfn City!
hehe frábær lestning og ekkert smá flottur bílafloti hjá þér 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 20:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Góður floti hjá þér granni, ég fór þarna framhjá um daginn og hélt að það væri samkoma í gangi :lol:

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 20:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
enginn smá floti fyrir utan hjá þér 8)

Hlakka til að sjá þennan bíl fara á flug.

snildar mynd af syninum :D

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 21:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Svo er verið að gera grín af mér með tvo númerslausa E28 bíla hlið við hlið.
Þú ert með 5 BMW'a á planinu :wink:

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 21:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Flott heimreið hjá þér granni. Ég keyrði þarna framhjá í gær og hélt að það væri samkoma :lol:

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 21:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Hehe,,,,,,, allt að ----------GERAST

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 21:18 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Úúúú baby.... það verður GAMAN að fylgjast með þessum í framtíðinni :naughty:

En þetta var skemmtileg lesning :D

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 21:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Keyrði einmitt fram hjá í gær og virti fyrir mér annsi sveran flota. Keyrði svo fram hjá áðan og sjá BS á planinu og leist vel á.

Alltaf gaman að fylgjast með þróuninni á planinu hjá þér :lol:

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 21:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Gaman að þessu og til hamingju með vagninn!

Freude am fahren:

Image

:-D

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E30 325i - Roadtrip
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 22:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Nov 2005 13:10
Posts: 3836
Location: Vík í Mýrdal
Djofullinn wrote:
Ekki gafst þó tími til að skoða þessa undurfögru borg að þessu sinni og var því haldið áfram í átt að Selfoss.... Ekki þó til SteinaB í köku og kaffi. Það verður að bíða til betri tíma....

Hahaha, já... kökurnar og kaffið bíða... :lol:


Gaman af þessari lesningu... :)
Og til hamingju með græjuna... :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 22:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Flott innrétting i honum 8), já og til hamingju.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 22. Apr 2007 23:45 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég þakka 8)

En já það er óhætt að segja að ég er ekki alveg sá vinsælasti í blokkinni...
Stundum hrækt á mig og ég grýttur en annars voða lítið.

Síðan leggur Jónki líka oftast við hliðiná mínum :lol: Þannig að oft erum við að tala um 6+ bíla...

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 240 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 16  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group