bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E34 540 '93 Brokatrot
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=36104
Page 1 of 1

Author:  Ásinn [ Mon 30. Mar 2009 22:38 ]
Post subject:  E34 540 '93 Brokatrot

Jæja compadres,

ég ætla loksins að láta verða af því að smella þessari elsku hér inn í bíla meðlima. Það hefur verið til söluþráður um þennan þónokkurn tíma hér inni en ég er farinn að hallast að því að enginn sé tilbúinn til að borga verð sem ég get sætt mig við sem er ágætt vegna þess að þá neyðist ég til þess að eiga hann áfram :D


um er að ræða...

BMW E34 540i

Ekinn 227.xxx km.
Sjálfskiptur
M60, 4.0L, V8, 286 hestöfl
Framleiddur 12 mai 1993
Fyrst skráður 21 mai 1993
Fyrst skáður á Íslandi 22 sept 1997


Helsti aukabúnaður:

- Tvívirk topplúga
- Viðarklæðning
- Loftkæling
- Rafmagnssæti með minni
- Létt stýri
- Sætishitarar
- Hvít stefnuljós
- 17“ M-technic álfelgur (OEM)


Eigendaferill:

Í október 2004 var bíllinn auglýstur til sölu hér á kraftinum:
http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7654&highlight=e34+540

Þá var hann keyrður c.a. 120 þúsund og höfðu þá verið 3 eigendur að honum, 1 í Þýskalandi og 2 á Íslandi. Svo keypti hann eldri maður og notaði hann sem leigubíl þangað til ég keypti hann í ágúst 2006 en þá var hann keyrður c.a. 200 þúsund.

Síðan ég eignaðist hann hefur ýmislegt verið græjað og gert...


Skipt hefur verið um:
- Rafgeymi
- Kerti
- Knastásskynjara
- Sveifarásskynjara
- Loftflæðiskynjara
- Báða súrefnisskynjara í pústi
- Bensíndælu
- Lausagangsskynjara


- Hvarfakútum var skipt út og túpur settar í staðinn, púst var yfirfarið og lagað í leiðinni.
- Sjálfskiptingin var tekin upp af Bifreiðastillingu í Kópavogi.
- Splunkunýr alternator var settur í hann en ég var lengi búinn að glíma við leiðinda hleðsluvandamál í bílnum.
- Bremsuleiðslur hafa verið endurnýjaðar að hluta.
- Bensínleiðslur hafa verið endurnýjaðar að hluta.


Það sem þarf að fara huga að:
- Vatnsdælan er held ég orðin slöpp.
- Mótstaðan í miðstöðinni er farin, virkar bara á fullu blasti.
- Þarf bráðlega að fara huga að bremsum.
- Annað þokuljósið er brotið.
- Lakkið er mjög vel með farið miðað við aldur en það eru nokkrir staðir sem þarf að bletta í svo það fari ekki að brjótast út leiðindakrabbamein.


Að sjálfsögðu er svo planið að halda honum góðum áfram.
Framtíðardraumar innihalda m.a. xenon, aðrar sumarfelgur (Style 5, BBS Rs, M paralell eða eitthvað smekklegt), lækkunargorma og dempara, shadowline lista, dökkar filmur og gular lamin-x filmur á þokuljósin.


Grunnupplýsingar um bílinn skv. framleiðanda:

VIN long WBAHE61090GF03653

Type code HE61
Type 540I (ECE)
Dev. series E34 ()
Line 5
Body type LIM
Steering LL
Door count 4
Engine M60/2
Cubical capacity 4
Power 210
Transmision HECK
Gearbox AUT
Colour BROKATROT METALLIC (259)
Upholstery SILBERGRAU STOFF (0407)
Prod. date 1993-05-12


Aukabúnaður með bílnum skv. framleiðanda:

No. Description
216 SERVOTRONIC
240 LEATHER STEERING WHEEL
320 MODEL DESIGNATION, DELETION
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC
428 WARNING TRIANGLE
437 FINE-WOOD TRIM
459 SEAT ADJUSTM., ELECTR. W MEMORY F DRIVER
488 LUMBAR SUPPORT DRIVER/FRONT PASSENGER
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM
530 AIR CONDITIONING
661 BMW BAV. CASS. III
801 GERMANY VERSION


Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Eldri myndir:
Image
Image
Image

Fleiri myndir væntanlegar um leið og ég finn hleðslutækið að myndavélinni minni...

Author:  Leikmaður [ Mon 30. Mar 2009 23:15 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Úúúúúúúúje...

Author:  noyan [ Mon 30. Mar 2009 23:57 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Þrusuflottur bíll.....svo ekki sé minnst á eigandann :drool:

Author:  saemi [ Tue 31. Mar 2009 00:04 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Ofsalega smekklegur bíll.

Liturinn er alvega :drool:

Það vantar bara leðrið í þennan 8)

Author:  Alpina [ Tue 31. Mar 2009 06:54 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

saemi wrote:
Ofsalega smekklegur bíll.

Liturinn er alvega :drool:

Það vantar bara leðrið í þennan 8)


Ótrúlegt ,, finnst mér hvað menn ofmeta leðrið.

ekkert að þessari innréttingu

Author:  Jón Ragnar [ Tue 31. Mar 2009 09:50 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Alpina wrote:
saemi wrote:
Ofsalega smekklegur bíll.

Liturinn er alvega :drool:

Það vantar bara leðrið í þennan 8)


Ótrúlegt ,, finnst mér hvað menn ofmeta leðrið.

ekkert að þessari innréttingu


Ég var með svipað í 535 nema sportsæti

bilað flott 8)

Author:  Ásinn [ Tue 31. Mar 2009 10:17 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Danke danke....

Ég sakna leðursins, get ekki neitað því, en þessi innrétting venst mjög vel. Hún er mjög vel með farinn og sáralítið slitin sem er magnað miðað við hvað bíllinn er mikið keyrður og að hann var notaður sem leigubíll í eitt og hálft ár.

Ef einhver veit um góða leðurinnréttingu fyrir mig þá má sá hinn sami láta mig vita. Skoða bæði Comfort og Sport en það verður þó helst að vera sami aukabúnaður og er í þessum, þ.e. rafmagn, hiti í sætum og lumbar support fyrir driver.

Author:  Steinieini [ Tue 31. Mar 2009 12:19 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Án efa með flottari E34 landsins og þrælgóður í akstri! líst vel á M parallel eða Throwing star :alien:

Author:  siggik1 [ Tue 31. Mar 2009 18:04 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

sá þennan um daginn og vægast sagt flottur bíll, lakkið er nákvæmlega eins og á myndunum glansandi og flott

Author:  Ásinn [ Wed 01. Apr 2009 20:15 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Steinieini wrote:
Án efa með flottari E34 landsins og þrælgóður í akstri! líst vel á M parallel eða Throwing star :alien:


Já mig hefur lengi dreymt um M Paralell með póleruðum kanti 8)

siggik1 wrote:
sá þennan um daginn og vægast sagt flottur bíll, lakkið er nákvæmlega eins og á myndunum glansandi og flott


Takk fyrir, það er magnað hvað lakkið er vel með farið! Er nokkuð viss um að hann hafi aldrei verið sprautaður þannig að lakkið er original.

Hér eru fleiri myndir frá nýlegu bónsession...

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  birkire [ Wed 01. Apr 2009 22:27 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Uss ! Rosalega er þetta heilt.. bara flottur og bara gott hjá þér að halda honum í svona frábæru standi.

Author:  Ásinn [ Fri 03. Apr 2009 14:18 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Jæja ný vatnsdæla komin í kvikindið og nýir bremsuklossar að framan.

Author:  Ásinn [ Wed 29. Apr 2009 18:54 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Þessi er seldur, verður sárt saknað :bawl:

Author:  Arnarf [ Wed 29. Apr 2009 21:21 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

Skiptir þú sjálfur um rafgeyminn?

Hvað eru svona geymar að kosta í þetta?

Author:  Ásinn [ Wed 29. Apr 2009 22:02 ]
Post subject:  Re: E34 540 '93 Brokatrot

já skipti sjálfur um geyminn, það er lítið mál, hann er undir aftursætinu og það er gott aðgengi.
Hann kostaði eitthvað um 17.þús.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/