Sælir verslaði mér þennan E30 fyrir nokkrum dögum.

M20B25, Lachsilber metallic, shadowline, tau sport sæti, svartur toppur, rafdrifin topplúga, lækkaður 60/40 með SuperSport fjöðrun, K&N sía, JimC Kubbur, Mtech II stýri, Shortshifter.
Þessi átti, hjá fyrri eignada, að verða algjör track græja þannig hann var búinn að taka
allt aftan úr honum.

Ég reyndar kominn með bekk og belti þarna.


Þegar þessi var keyptur var byrjað að pumpa og pumpa og pumpa til þess að fá þrysting á kúplinguna, það tókst að fullu þegar það var búið að keyra hann svolítið.
Bílinn var með 07 skoðun þannig það var rúllað í skoðun á fimmtudaginn til að fá endurskoðun 02 og fá að vita hvað væri ábótavant.
Listinn var svona:
Sæti aftur í
Belti aftur í
Handbremsa vinstra megin læsti ekki
Innri stýrisendi vinstramegin að framan
Þannig það var farið í það að redda öllum þessum ósköpum.
Fékk bekk aftur í hjá 'gunnar'
Fékk beltin aftur í hjá 'Aron Andrew' / 'birgir_sig'
Fæ svo E36 steering rack frá 'Dr. Who'
Fór svo í N1 og fékk bremsuborða í handbremsuna.
Ég fékk svo í gær að komast inn hjá Bigga til að skipta um bremsuborðana og festa beltin og bekkinn í.
Handbremsan læsir ekki enþá vinstramegin og takkinn á handbremsu haldfanginu stendur á sér og þar með fer handbremsan bara upp og niður, heldst ekki uppi. Fer í það á morgun eða eftir helgi að losa handbremsu dæmið upp og skoða þetta nánar.

Það sem fylgir með bílnum er ný framsvunta og IS lip beint úr B&L, skottlok, húdd og stuðarar, 2,5" ANSA pústkerfi, 2 önnur tau sportsæti og Brockbb1 felgur.
Næstu plön eru að koma bílnum í gegnum skoðun, laga riðið í innrabrettinu og annað rið ef það skildi fynnast.
Pússa og grunna svuntuna, húddið, skottið og stuðarana og fá þetta allt sprautað.
Pússla saman þessum 4 sætum til að fá 2 heil sæti.
Setja hliðarlistana á.
Ætli maður seti þetta pústkerfi svo ekki líka undir.
Svo fær bíllinn að sjálfsögðu LSD fyrir sumarið.
Filmur, dökk ljós, dökk stefnuljós og dökkir kastarar.
Það sem mig vantar í bílinn er einangrun, teppi og hátalara hillu.
Læt svo nokkrar myndir fljóta með.






Reyni svo að taka einhverjar myndir þegar eitthvað update er og pósta því hér.