bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW M-Roadster *in action*
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=35557
Page 1 of 2

Author:  ///M [ Sun 08. Mar 2009 22:41 ]
Post subject:  BMW M-Roadster *in action*

Datt í hug að henda inn smá um bílinn minn...
Ég er búinn að eiga þennan síðan lok sumars 2007 held ég. Lítið keyrt hann en skrúfað mikið í honum og gert hann betri.

Ég keypti bílinn af Danna en hann keypti hann af Tomma sem keypti hann frá tryggingafélagi eftir að bíllinn tjónaðist á Akureyri. Tommi ætlaði að rífa hann en ákvað að bílinn væri of góður og endaði á að laga hann.

Þetta er einn af tveimur Z3 M-Roadsterum sem B&L flutti inn á sínum tíma. Hinn er í eigu vinar míns hans Svezel :) Bílarnir voru pantaðir með nákvæmlega sömu aukahlutum, eina sem greindi þá af á sínum tíma er að minn er svartur en hinn silfurlitaður. Einnig rúllaði minn einum degi á undan af færibandinu.

Þegar ég keypti hann var hann frekar þreyttur útlitslega, hann hafði ekki verið heilmálaður eftir tjónið, vantaði á hann spegilinn farþega megin og felgurnar voru ljótar á slöppum dekkjum. Það fylgdi málning á hálfan bílinn hjá einum af meðlimum spjallsins sem stóð svo aldrei við það og endaði ég á að borga Sezari fyrir að mála allan bílinn og felgurnar. Hann stóð sig eins og hetja og er bílinn hinn glæsilegasti.

Ég keypti líka undir hann ný dekk (Toyo T1-R) ásamt alls kyns smáhlutum frá B&L fyrir einhverja hundrað þúsund kalla.

Eina sem hrjáir bílinn núna er bilaður ABS skynjari farþegameginn að aftan og ónýtur klukkugormur í stýrir. Ég ætla að kaupa þessa hluti áður en ég kem næst í heimsókn til Íslands og græja þetta í ásamt því að renna í hann nýrri aftur rúðu og skella honum í skoðun fyrir sumarið.

Mig minnir að bílinn standi í 57.000km í dag og er hann eins og nýr í akstri. 321 hestafla BMW, 5 gíra kassi, RWD með LSD og niðurfellanlegum topp... gerist ekki mikið betra á góðviðris dögum.

Ég á nú ekki margar myndir af honum... en hér er ein:

Image

Maður tekur svo fleiri þegar maður er á landinu næst og veður gefur kost á góðu rönni.

Author:  Sezar [ Sun 08. Mar 2009 22:46 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *í dvala*

Sweet ass bíll, orðinn þéttur og góður hjá Óskari 8)
Ótrúlegt að hann skuli ekki vera seldur :x

Author:  gstuning [ Sun 08. Mar 2009 23:41 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *í dvala*

Óskar hefur bara svona inní skúr til að kippa í þegar hann kemur í heimsókn til íslands.

Er það ekki málið :)

Author:  Alpina [ Mon 09. Mar 2009 17:50 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *í dvala*

8) 8)

Author:  Svezel [ Mon 09. Mar 2009 18:35 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *í dvala*

Æðislegur bíll 8)

Author:  Birkir [ Mon 09. Mar 2009 20:22 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *í dvala*

Flottur!

Author:  Dr. E31 [ Fri 13. Mar 2009 13:56 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *í dvala*

Lookar hrikalega vel út. 8)

Author:  ///M [ Mon 06. Apr 2009 15:41 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *in action*

Jæja þessi fór síðast í skoðun 16.06.2006, þá ekinn 48.787km. Þannig að ég ákvað að það væri nú best að fara kíkja með hann. Fór í dag 06.04.2009, núna ekinn 58.201.

Bíllinn fékk athugasemd á ónýta peru í afturljósi bílstjóramegin þannig að græjan er greinilega í þokkalegasta standi. :)

Gaman að því líka að roadsterinn hans Svezel er einmitt keyrður 58.2xx km líka :lol:

Author:  Zed III [ Mon 06. Apr 2009 21:20 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *in action*

massagóðir báðir, þinn og þessi silvraði.

maður spyr sig samt, er ekkert gaman að keyra þetta ? 58 þúsund á 10-12 árum.....

Author:  Grétar G. [ Tue 07. Apr 2009 01:26 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *in action*

Váááááá hvað ég varð svekktur :evil: Bjóst við einhverjum rosalegum IN ACTION myndum :lol:

Author:  Svezel [ Tue 07. Apr 2009 08:50 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *in action*

Zed III wrote:
massagóðir báðir, þinn og þessi silvraði.

maður spyr sig samt, er ekkert gaman að keyra þetta ? 58 þúsund á 10-12 árum.....


Nei þetta eru frekar leiðinlegir bílar í akstri, eiginlega alveg ömurlegir :lol:

Author:  Zed III [ Tue 07. Apr 2009 09:26 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *in action*

Svezel wrote:
Zed III wrote:
massagóðir báðir, þinn og þessi silvraði.

maður spyr sig samt, er ekkert gaman að keyra þetta ? 58 þúsund á 10-12 árum.....


Nei þetta eru frekar leiðinlegir bílar í akstri, eiginlega alveg ömurlegir :lol:


hehe, kannski skiljanlegur akstur þegar þetta er 8 mánuði á ári í skúr að bíða eftir sumrinu.

Author:  Arnarf [ Tue 07. Apr 2009 09:50 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *in action*

Ég reddaði mér klukkugorm um daginn þegar ég hélt að hann væri bilaður, semsagt þessi:

Part 32341162111 (SLIP RING) was found on the following vehicles:

E31: Details on E31
E31 840Ci COUPE
E31 840i COUPE
E31 850Ci COUPE

E34: Details on E34
E34 525i SEDAN
E34 525i TOURING
E34 530i TOURING
E34 530i SEDAN
E34 540i SEDAN

E36: Details on E36
E36 318i SEDAN
E36 318i CONVERTIBLE
E36 318is COUPE
E36 318ti COMPACT
E36 320i SEDAN
E36 323i CONVERTIBLE
E36 325i SEDAN
E36 325is COUPE
E36 328i COUPE
E36 328i SEDAN
E36 328i CONVERTIBLE
E36 323i COUPE
E36 M3 SEDAN
E36 M3 COUPE
E36 M3 CONVERTIBLE

Z3: Details on Z3
Z3 Z3 1.9 ROADSTER
Z3 Z3 2.5 ROADSTER
Z3 Z3 2.8 ROADSTER
Z3 Z3 2.8 COUPE
Z3 Z3 M ROADSTER
Z3 Z3 M COUPE



En það kom svo í ljós að klukkugormurinn var í lagi, en einhver vír hafði farið í sundur

Hefuru áhuga á þessum klukkugorm?

Author:  ///M [ Tue 07. Apr 2009 11:57 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *in action*

Ég keypti og er búinn að skipta um klukkugorminn :)

Takk samt.

Author:  ///M [ Wed 08. Apr 2009 19:05 ]
Post subject:  Re: BMW M-Roadster *in action*

Myndir af góða veðrinu í dag (og bílnum..)

http://myndasafn.bmwkraftur.is/v/medlimir/M/roadster/

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/