Datt í hug að henda inn smá um bílinn minn...
Ég er búinn að eiga þennan síðan lok sumars 2007 held ég. Lítið keyrt hann en skrúfað mikið í honum og gert hann betri.
Ég keypti bílinn af Danna en hann keypti hann af Tomma sem keypti hann frá tryggingafélagi eftir að bíllinn tjónaðist á Akureyri. Tommi ætlaði að rífa hann en ákvað að bílinn væri of góður og endaði á að laga hann.
Þetta er einn af tveimur Z3 M-Roadsterum sem B&L flutti inn á sínum tíma. Hinn er í eigu vinar míns hans Svezel

Bílarnir voru pantaðir með nákvæmlega sömu aukahlutum, eina sem greindi þá af á sínum tíma er að minn er svartur en hinn silfurlitaður. Einnig rúllaði minn einum degi á undan af færibandinu.
Þegar ég keypti hann var hann frekar þreyttur útlitslega, hann hafði ekki verið heilmálaður eftir tjónið, vantaði á hann spegilinn farþega megin og felgurnar voru ljótar á slöppum dekkjum. Það fylgdi málning á hálfan bílinn hjá einum af meðlimum spjallsins sem stóð svo aldrei við það og endaði ég á að borga Sezari fyrir að mála allan bílinn og felgurnar. Hann stóð sig eins og hetja og er bílinn hinn glæsilegasti.
Ég keypti líka undir hann ný dekk (Toyo T1-R) ásamt alls kyns smáhlutum frá B&L fyrir einhverja hundrað þúsund kalla.
Eina sem hrjáir bílinn núna er bilaður ABS skynjari farþegameginn að aftan og ónýtur klukkugormur í stýrir. Ég ætla að kaupa þessa hluti áður en ég kem næst í heimsókn til Íslands og græja þetta í ásamt því að renna í hann nýrri aftur rúðu og skella honum í skoðun fyrir sumarið.
Mig minnir að bílinn standi í 57.000km í dag og er hann eins og nýr í akstri. 321 hestafla BMW, 5 gíra kassi, RWD með LSD og niðurfellanlegum topp... gerist ekki mikið betra á góðviðris dögum.
Ég á nú ekki margar myndir af honum... en hér er ein:

Maður tekur svo fleiri þegar maður er á landinu næst og veður gefur kost á góðu rönni.