bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 323 E36 '97 - Dunkelblu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=35147 |
Page 1 of 1 |
Author: | Doror [ Thu 19. Feb 2009 23:32 ] |
Post subject: | BMW 323 E36 '97 - Dunkelblu |
Jæja þá er maður loksins komin á BMW aftur og hættur þessu japans rugli. Fyrir valinu varð þessi fíni E36 323 sem ég fann hérna á spjallinu að sjálfsögðu. Hérna er svona það helsta um bílinn: BMW 323i E36 M52B25 Single Vanos 24V 6strokka, 170ish hö. Beinskiptur 16" álfelgur, digital miðstöð, dual airbag, loftkæling, dökk innrétting, útihitamælir, rafmagn í framrúðum, HIFI hljómkerfi með magnara í skottinu, loftnet í afturrúðu, KW gormar og filmaður afturí. Alveg þrælgrimmur svona lækkaður á 16 tommunni og liggur alveg þrælskemmtilega. Tók strax eftir því hvað ég hafði saknað 6 cyl línuvélasoundsins eftir þessar 4 cyl saumavélar sem maður hefur verið á. Það er nú lítið á planinu með þennan annað en að halda honum hreinum og í lagi. Kannski grúskar maður eitthvað í honum í sumar, láta laga lakkið til dæmis. Ég byrjaði á því að skella bílnum í mössun, bón og djúphreinsun þar sem að hann var nýkominn úr fjósinu en núna er hann frambærilegur. Stökk því útí Smáralind og tók nokkrar myndir fyrir ykkur og mig. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Mazi! [ Thu 19. Feb 2009 23:33 ] |
Post subject: | |
Þessi er verulega snyrtilegur ![]() |
Author: | Aron Fridrik [ Thu 19. Feb 2009 23:33 ] |
Post subject: | |
svalur bíll og hæfilega lækkaður ![]() til hamingju ![]() |
Author: | Elnino [ Thu 19. Feb 2009 23:34 ] |
Post subject: | |
mjög flottur! er að meta þennan lit á bílnum. hvað er hann mikið lækkaður? |
Author: | ingo_GT [ Thu 19. Feb 2009 23:36 ] |
Post subject: | |
Flottur ![]() |
Author: | Doror [ Fri 20. Feb 2009 00:01 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir drengir en hef ekki hugmynd hvað hann er mikið lækkaður.. Bara passlega mikið ![]() |
Author: | Dóri- [ Fri 20. Feb 2009 02:15 ] |
Post subject: | |
Doror wrote: Takk fyrir drengir en hef ekki hugmynd hvað hann er mikið lækkaður.. Bara passlega mikið
![]() 60/40 ![]() Annars lýtur hann alltaf vel út þrifinn, breytist alveg liturinn á honum ![]() |
Author: | gunnar [ Fri 20. Feb 2009 10:44 ] |
Post subject: | |
Dunkelblau er helvíti skemmtilegur litur ![]() Átti E36 í þessum lit og ég sé alltaf eftir því að hafa selt hann. Bara flottur liturinn í myrkri ![]() Til hamingju með þennan, hann lítur mjög vel út. |
Author: | arnibjorn [ Fri 20. Feb 2009 10:48 ] |
Post subject: | |
Til hammó ![]() Ég væri til í svona sem daily! |
Author: | birkire [ Fri 20. Feb 2009 12:32 ] |
Post subject: | |
Spes litur, rosalega flottur samt. Til hamingju með bílinn, svalur svona lækkaður. Djöfull mundi ég samt splæsa í annað stýri ![]() |
Author: | Doror [ Fri 20. Feb 2009 12:45 ] |
Post subject: | |
Já takk fyrir það.. stýrið er orðið þreytt.. en er ekki bölvað vesen að skipta um svona airbag stýri? |
Author: | birkire [ Fri 20. Feb 2009 12:49 ] |
Post subject: | |
Neinei, 2 torx skrúfur aftaná sem halda loftpúðanum, tekur hann úr(taka mínusinn af rafgeyminum áður til öryggis) og svo er bolti sem heldur stýrinu fyrir aftan það. E36 compact komu með flottum ///M stýrum og svo er bErio með 2 flott e36 airbag sportstýri til sölu |
Author: | Doror [ Fri 20. Feb 2009 13:39 ] |
Post subject: | |
Ok snilld, það er orðið leiðinlega laust að ofan líka.. Mér sýnist hálfur bíllinn hans Sævars verða komin í þennan bráðlega ![]() |
Author: | BirkirB [ Fri 20. Feb 2009 14:39 ] |
Post subject: | |
vá shit hvað þessi yrði geðveikur með sætin úr 318 bErio! og stýrið... Það eina sem böggar mig eitthvað er samlitunin á listunum, en hún sést varla því bíllinn er svo dökkur ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |