Loksins Loksins!! síðan ég að skráði mig inn á þetta spjall 2005 hefur mig dauðlangað í einhvern smekklegan BMW
Ég semsagt keipti mér þennan sem ég var mikið að spá í síðastliðinn Föstudag (21 maí)
og er hrikalega sáttur!
Þótt að ég efast um að þið eigið nokkurn tíman eftir að sjá hann þá langaði mig samt að búa til þráð og leyfa ykkur að fylgjast með
Þar sem ég er staddur erlendis í námi og efast um að ég taki þennan heim, svo fáránlega dýrt!!
Alpine weiss
1998
M3 US
3.2L
5spd
Vader - Modena
M3 LTW felgur
Bíllinn virðist í mjög góðu standi, ég er þriðji eigandinn. Þegar ég var að skoða hann og reynsluaka, þá var 30+ stig úti og AC í botni og bíllinn gekk alveg smooth á lausaganginum og vinnur vel á ferðinni
Hann er allur rosalega þéttur, engin titringur í stýri eða bremsum.
Joga gerði góðan lista sem væri gott að athuga fyrir kaup, Takk JOGA
Lakk er mjög góðu standi, hvergi rispu, rið eða beyglu að sjá... ekkert
--fyrir utan eðlilegt grjótkast á húddi og framstuðara
Allt eins og nýtt undir húddinu og mikið endurnýjað í kælikerfi
Það sem þarf að gera/laga
Rifa/slit í leðri bílstjóramegin
helst nýjar mottur (bílstjóramegin ógeðsleg)
hækka/lækka takka vantar á útvarpið
Nokkur verkfæri vantar í Bmw verkfæra kittið í skottinu
Dauðir pixlar í OBC tölvu
Dauðir/daufar perur í útvarpi
Næstu plön eru eðlilegt viðhald og dúllerí
reyna finna lausn á sætinu
kaupa notaða OBC sem er ekki með dauða pixla
skipta um Olíu, síur og dót
svo var ég að spá í SEAFOAM....?? hefur einhver reynslu af því
og svo kanski Euro headlights með angeleys og kastara
Þarf að pæla aðeins í þessu
þ.e.a.s. Gult vs. xenon vs. smoked eða hvað
Nokkrar hálfgerðar point & shoot myndir











