Keypti þennan gamla vagn ógangfæran fyrir nokkru. Núna búinn að koma honum í ágætis stand með góðum ráðum frá góðum mönnum.
Þetta er 518i '88 en kom á götuna í lok '87 ekinn 200þús einn af þessum Special Edition bílum. Reyndar ekkert voðalega sérstakur! En fínt að keyra hann og eyðir litlu 11 l/100km innanbæjar. 70l tankur þannig það þarf sjaldan að setja bensín á hann sem er kostur.
BBS 14" álfelgur, M-stýri, M-gírhnúður, rafmagn í rúðum framí, samlæsingar, handsnúin topplúga, shadow line. Hvað er hægt að biðja um meira! Kannski smá kraft...
Gat var á loftslöngunni frá loftflæðimælinum inn á vélina þannig að bíllinn fór ekki í gang. 1m af tape og allt komið í lag. Skipti um olíu, kerti, loft- og olíusíu, spindilkúlur að framan, boddípúða að aftan, kúpplingu, gerði upp bremsurnar að framan, skipti um slitfleti í gírstöng, vatnslás, perur hér og þar, djúphreinsun að innan og eitthvað svona smotterí.
Fékk svo rauðan miða þ.e. '04 skoðun.
Það eina sem er eftir er að gera við ryð sem komið er í bílinn hér og þar eftir 16 ár á Íslandi.
Ætla að halda í þennan bíl kannski sem vetrarbíl með öðrum aðeins kraftmeiri bíl. M535i e28 kemur til greina en þetta breytist stundum frá degi til dags en það er bara desember og veturinn rétt að byrja.
Hef átt þá fallegri en alltaf BMW, að sjálfsögðu
