bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bmw E36 328IA https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=34112 |
Page 1 of 1 |
Author: | ice4x4 [ Mon 05. Jan 2009 19:14 ] |
Post subject: | Bmw E36 328IA |
Góðan daginn Mér langaði að setja hér inn myndir af fyrsta Bmw okkar. Þessi bíll er 1995 árgerð af 328IA. Keyptum þennan bíl á Vís en þá var hann tjónaður á hægra frambretti og var hægra framhjólið bogið. Við nánari athugun þá kom það í ljós að spyrnan var bogin , felgan ásamt dekki ónýt og hægra frambretti ónýtt. Skipt var um spyrnu og fengin ný felga hjá N1 og keypt bretti sem ótrúlega fannst í sama lit hjá manni á Selfossi. Síðan var farið með bílinn í hjólastillingu og allt klárt. Skömmu eftir að við fórum að nota bílinn fór startarinn og það var aðeins meira en að segja það að skipta um hann en það hófst á endanum. Fyrri eigandi hafði greinilega ekki sýnt bílnum mikla ást og var bílinn skítugur og sennilega margir mánuðir eða ár síðan að hann var þrifinn. 2 dagar fóru í að mjallabóna bílinn og varð hann alveg eins og nýr á eftir. Þetta er rosalega þettur og góður bíll með mjög heilegt lakk og boddý. Greinilega hefur einhverntíman verið mjög vel hugsað um þennan bíl. Það eina sem á eftir að gera er að finna aftasta kútinn í pústkerfið þar sem á honum er gat en það verður lagað fljótlega. Að mínu mati er þessi bíll með eina flottustu innréttingu í E36 en það er bara mín skoðun. Gaman að vera komin loksins á alvöru bíl sem svínvirkar. Ef einhver hér þekkir eitthvað til bílsins þá endilega deila því alltaf gaman að heyra. Kv Gísli Er að reyna finna út hvernig maður setur inn myndir í þetta. ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | arnibjorn [ Mon 05. Jan 2009 19:26 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með kaupin ! Mér hefur alltaf fundist þessi bíll mjög svalur og langaði mjög mikið í hann á sínum tíma og breyta honum síðan í bsk ![]() ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Mon 05. Jan 2009 19:26 ] |
Post subject: | |
Þrusu fallegur hjá þér bara. ![]() |
Author: | arnibjorn [ Mon 05. Jan 2009 19:28 ] |
Post subject: | |
Hérna eru tveir þræðir frá fyrri eigendum ![]() http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ht=e36+328 http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... hlight=e36 |
Author: | Steini B [ Mon 05. Jan 2009 20:15 ] |
Post subject: | |
Þetta er lang besti bíll sem ég hef nokkuntímann átt.. ![]() Til hamingju með hann ![]() |
Author: | ellipjakkur [ Mon 05. Jan 2009 20:24 ] |
Post subject: | |
váá hvað þessi innrétting æpir á mann ótrúlega fallegur hjá þér |
Author: | birkire [ Mon 05. Jan 2009 20:25 ] |
Post subject: | |
Helvítit sætur bíll, flott hjá þér að bjarga honum ! |
Author: | Alpina [ Mon 05. Jan 2009 20:41 ] |
Post subject: | |
Þetta vann alveg hreint...... fáránlega vel ,, ATH sjálfskiptur ![]() ![]() ![]() |
Author: | ice4x4 [ Mon 05. Jan 2009 21:44 ] |
Post subject: | Takk fyrir svörin |
Takk fyrir mörg og skemmtileg svör. Fór með hann í skoðun og hann fór í gegn athugsemdalaust enda ekki ekin nema 165 þús .... ![]() |
Author: | Aron Fridrik [ Tue 06. Jan 2009 00:31 ] |
Post subject: | |
mökk svalur bíll.. til hamingju með hann ![]() |
Author: | Sezar [ Tue 06. Jan 2009 00:47 ] |
Post subject: | |
Fínn hjá þér ![]() En er ekkert leiðinlegt að hafa hann svona rosalega slammaðann að framan? |
Author: | BirkirB [ Tue 06. Jan 2009 01:23 ] |
Post subject: | |
Sezar wrote: Fínn hjá þér
![]() En er ekkert leiðinlegt að hafa hann svona rosalega slammaðann að framan? nei það er örugglega ekkert leiðinlegt, það er flott... (eru ekki slammaðir bílar alltaf leiðinlegir?):oops: annars mjög flottur bimmi, er þetta eins litur og er á bílnum hans Arons Friðriks? |
Author: | Aron Fridrik [ Tue 06. Jan 2009 11:43 ] |
Post subject: | |
nei þessi er alveg silfurlitaður.. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |