bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 '86 M50 325 - update neðst á bls. 25
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=34057
Page 1 of 27

Author:  T-bone [ Sat 03. Jan 2009 02:29 ]
Post subject:  E30 '86 M50 325 - update neðst á bls. 25

Sælir BMW menn. Nú á dögunum, nánar 31.des, lét maður loksins verða af því að kaupa sér E30.

Hérna er ein mynd af bílnum frá fyrri eiganda: Image

Bíllinn er 1986 árgerð, upphaflega 318 bíll en komin er í hann M20B23 mótor og kassi.

Búið er að gera helling við bílinn kramlega séð, t.d. þrykktir háþjöppustimplar og allt nýtt frá höfuðlegum og upp í ventlafóðringar. Í hann er kominn E36 steering rack.

Leðurinnrétting og flottheit: Image

Ég fór sem sagt á gamlársdag að ná í gripinn. Birgir Sig hérna á spjallinu fór með mér. Þegar við komum í sandgerði var bíllinn sem ég kom á hlaðinn af felgum og dekkjum, og bimmanum gefið start. hann fór nú í gang en ekkert mikið meira en það. Var okkur sagt að kertaþræðirnir væru ónýtir og rafgeymirinn einnig. Svo var restinni af E30 draslinu sem fyrrverandi eigandi átti og komst ekki í skottið troðið inn í bílinn og keyrt af stað til Keflavíkur þar sem átti að ná í skárri rafgeymi til að koma bílnum í Hafnarfjörð. Var þá tómi geymirinn tekinn úr bílnum og annar tómur settur í hann. Og enn einu sinni var þá gefið start. Bíllinn gekk eins og áður helvítis truntugang og vita máttlaus.

Samt sem áður var lagt af stað í bæinn og vitleysingabúrið ekki í spotta. Mér til mikillar undrunar dugði geymirinn inní Hafnarfjörð.

Svo hljóp maður bara inn og fékk sér að éta.

Svo strax á nýársdag fer maður að vesenast í húddinu og skoða aðeins allt draslið sem er í skottinu og kemur þá í ljós að í skottinu eru kertaþræðir. Þræðirnir voru teknir einn og einn og kom þá í ljós að einn þráðurinn var ónýtur, og svo tók ég eftir því að annar var einfaldlega bara ekki tengdur. Settir voru skárri þræðirnir í og svo aðeins prófað. Svo fór kagginn bara inn í skúr og byrjað að skera í burtu ryð.

Hérna er kagginn kominn inn í skúr: Image

Hérna er svo annars sílsinn á honum þegar maður var byrjaður að skera ryðið úr honum: Image

Svo er nátturulega eins með þennan E30 og flesta aðra að rafmagnið er ekkert til að hrópa húrra fyrir: Image

Þetta er nú samt eftir að ég tengdi parkið og stefnuljósin að framan og aðeins búið að laga til illa teipaða víra og svoleiðis vesen.

Hérna er svo ein mynd af rokknum: Image

Svo fór maður að tína dótið upp úr skottinu til að skoða hvort mikið ryð væri í skottinu og þetta var útkoman. BMW partar á víð og dreif um alltof litla skúrinn: Image Image Image Image Image

Og kom þá í ljós mér til mikillar hamingju að það er bara ekkert mikið ryð í skottinu: Image

En maður á samt eftir að skoða mikið í viðbót. Það sem þarf helst að ryðbæta eru sílsarnir og afturbrettin.


Ætlunin er að runna allavega M-Tech I sílsum og aftursvuntu en svo veit maður ekki alveg hvað maður gerir í sambandi við framstuðarann. Það er búið að setja á hann facelift framstuðara og maður á eftir að ákveða hvort maður setji Pre-facelift stuðarann aftur á hann.

Svo á náttúrulega að sprauta kvikindið og sjæna. Verður nú vonandi "tilbúinn" fyrir smarið. :twisted:


Svo gerist þetta bara allt hægt og rólega og ég reyni nú að koma reglulega með update ef einhver hefur áhuga á að fylgjast með þessu hjá mér :lol:

Með kveðju: Anton Örn :twisted:

Author:  IvanAnders [ Sat 03. Jan 2009 02:39 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn :wink:

Author:  T-bone [ Sat 03. Jan 2009 02:54 ]
Post subject: 

Þakka þér fyrir:D

Author:  Shizzer [ Sat 03. Jan 2009 03:29 ]
Post subject: 

Kaggi 8)

Author:  Mazi! [ Sat 03. Jan 2009 03:57 ]
Post subject: 

Til hamingju með þennan :) hvað er annas númerið á honum?

Spurning með að kíkja líka á botninn í sambandi við ryð

Author:  maxel [ Sat 03. Jan 2009 04:16 ]
Post subject: 

Gaman að sjá að þessi fór í góðar hendur :)

Author:  carhartt [ Sat 03. Jan 2009 07:16 ]
Post subject: 

hx-897 ótrúlegt hvað mörg númer festast í hausnum á mér :lol:

Author:  Alpina [ Sat 03. Jan 2009 16:29 ]
Post subject: 

8)

Allt að gerast

Author:  lacoste [ Sat 03. Jan 2009 16:49 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílin :) og samkvæmt þessum myndum þá ertu að gera góða hluti með hann.

Author:  T-bone [ Sat 03. Jan 2009 20:41 ]
Post subject: 

Já takk fyrir.

Reyni að setja myndir inn á eftir. Er ekki heima svo að ég kem myndunum ekki inná tölvuna.

Annars var ágætisprogress í dag. Fór klukkan 10 í morgun uppá verkstæði til Birgis Sig þar sem skúrinn hjá mér er alltof lítill til þess að vera að sjóða í sílsana og svona. Byrjuðum að tjakka bílinn upp og útbúa "mót" til þess að sníða eftir til að sjóða í götin á sílsunum. Svo var náttúrulega bara byrjað að sjóða og pússa og sníða og pússa og skera. Svo var náttúrulega hangsað aðeins eins og gengur og gerist og á endanum var búið að sjóða í sílsana og grunna yfir.

Svo var sett trebbasparstl en það var ekki þornað þegar við hættum.

Þetta var bara gott mál, en eins og alltaf er það rosalega freistandi að fara út að spóla. Maður þarf nú að finna hvernig þetta er að virka... og drifið er nú bara að læsa ágætlega.


Svo var búið að spóla svolítið og farið aftur uppá verkstæði og maður ætlaði að fara að koma sér í mat hjá tengdó. drápum aðeins á bílnum meðan við vorum að klára að taka til, og þegar ég ætlaði að starta honum aftur gerðist bara ekki neitt :evil:

Svo ýttum við honum í gang og ætlaði að loka glugganum, en þetta er náttúrulega E30 þannig að það má við öllu búast í sambandi við rafmagn. Helv**is rúðan fór ekki upp :evil:

Ekker ljós í tökkunum og leiðindi. Svo lagði maður af stað heim úrþví að þetta var orðið svona, og þurfti að beila á hryggnum hjá tengdó.

En svo á leiðinni heim ætlaði ég að setja í þriðja, en stokkurinn á milli sætanna hafði færst til svo að hann náði ekki í gírinn svo að ég ýtti stokknum fram, og viti menn! rúðurnar komu inn og ég náði að skrúfa upp 8)

En svo náttúrulega datt þetta út aftur... Svo þegar maður ætlaði að kveikja á miðstöðinni, en nei... hún virkaði ekki heldur. Pínu gustur þegar miðstöðin var á fullu. Allar rúður coveraðar í móðu og ég gat ekki einu sinni opnað gluggann!!! Ég ætlaði nú að láta mig hafa það og keyra í hafnarfjörðinn og þegar maður átti ekki mikið eftir þá small þetta inn og ég náði bara ekki andanum því að miðstöðin var náttúrulega á fullu.


Þannig að þetta virðist vera það sama sem veldur sambandsleysinu allavega í rúðunum og miðstöðinni. Og kannski með startarann líka. Þá er bara að finna hvað þetta er. Endilega segið mér hvað þið haldið að þetta sé ef þið hafið hugmynd. Svo verður vonandi bara haldið áfram að ryðbæta á morgun :D

Maður verður nú eiginlega samt að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld því klukkan 00:01 verður maður 19 8)

Reyni að henda myndunum inn í kvöld eða morgun... fyrir ykkur sem nenna að fylgjast með þessu.

Kveðja: Anton Örn

Author:  arnibjorn [ Sat 03. Jan 2009 20:45 ]
Post subject: 

E30's... gotta lov'em :lol:

Til hamingju annars með bílinn og gangi þér vel með þetta verkefni.

Ps. ekki gefast upp þó svo að þetta verði kannski dýrara/meira verkefni en þú gerðir ráð fyrir í byrjun :D

Author:  T-bone [ Sat 03. Jan 2009 20:49 ]
Post subject: 

Þakka þér Árni Björn.

Þetta verður örugglega ekkert meira eða dýrara heldur en ég gerði ráð fyrir því að ég er búinn að reikna með vissri upphæð t.d. til að koma honum í gegnum skoðun, en Birgir fussar bara yfir því og hlær að mér. Ég segi bara við hann að maður eigi frekar að reikna með miklum peningum í þetta því ef maður gerir sér ekki væntingar verður maður ekki fyrir vonbrigðum :wink:

Author:  Axel Jóhann [ Sat 03. Jan 2009 22:48 ]
Post subject: 

Þetta rafmagnsvesen gæti vel verið jarðsamband.

Author:  Birgir Sig [ Sat 03. Jan 2009 22:58 ]
Post subject: 

Axel Jóhann wrote:
Þetta rafmagnsvesen gæti vel verið jarðsamband.


já eg held pottþett að þetta sé jörð,


en svo var hann með að mála minn bíl þannig hann ætti að geta gert sér smá grein fyrir hvað þetta er mikil vinna:D

en það kemur í ljós :D

Author:  Einarsss [ Sun 04. Jan 2009 15:10 ]
Post subject: 

Bætist altaf í E30 hópinn. :P
Gaman að fylgjast með vandræðunum og til hamingju með bílinn 8) Til að komast frá hjá vandræðum í e30 þá er málið að modda bara mikið og skipta út sem flestu í leiðinni. Hefur virkað ágætlega fyrir mig hingað til.

Page 1 of 27 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/