| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| E32 730i.. kominn af stað aftur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=33965 |
Page 1 of 3 |
| Author: | emilth [ Mon 29. Dec 2008 04:12 ] |
| Post subject: | E32 730i.. kominn af stað aftur |
Jæja best að maður fari að sýna að eitthvað sé í gangi í þessum blessaða bíl manns, sem hefur reyndar ekki sést almennilega hérna á kraftinum nema í einni töku sem ég og hjaltib tókum af mínum og bensanum hans. Þannig er mál með vexti að miðstöðin mín blæs eiginlega engu lofti í gegn lengur, gæti verið stífluð sía eða eitthvað, bara ekki alveg með það á hreinu. Þannig að ég og frúin tókum okkur til og byrjuðum að rífa herlegheitin núna 27 desember ![]() Það er algjörlega óþarfi að fá vini með sér þegar frúin getur allt!! Hreinn snillingur þarna á ferð, og ekki verra að kvenfólk tekur alltaf eftir smáatriðum ![]() Miðjustokkurinn kominn úr og allt að fara í gang ![]() flott útsýni úr aftursætunum ![]() Þetta er litla tölvan sem var í honum ![]() Skelli einni svona í í staðin, afsakið lélega mynd ![]() bara smá partur af draslinu sem kom úr honum, dragklóin þarna reyndar ekkert notuð í þetta verk ![]() aaðeins meira af dóti ![]() Hefur þó nokkuð fallegan afturenda ![]() Lenti í hundleiðinlegu tjóni í sumar, tjónaði framendann og frambretti og húddið, een á allt á þetta ![]() Svo kom mælaborðið loksins úr, eftir smá bras ![]() og í heilu lagi meira að segja ![]() Og lítur þá svona út í augnablikinu ![]() Frúin að störfum, hún lætur ekkert stöðva sig og stendur sig eins og hetja ![]() Kominn inn að miðstöðvarmótor þarna Jæja læt þetta gott heita í kvöld, elementið er reyndar komið úr en gleymdi að taka mynd af því Svo er sjálfskiptingin farin enn einu sinni Aðeins fleiri myndir á http://flickr.com/photos/emilth |
|
| Author: | maxel [ Mon 29. Dec 2008 04:17 ] |
| Post subject: | |
Ah dýrka svona þræði Búðu þig undir skrilljón svör varðandi dömuna |
|
| Author: | Axel Jóhann [ Mon 29. Dec 2008 04:35 ] |
| Post subject: | |
Myndastelpa og gaman að sjá að hún hefur áhuga á leiðinda brasi. VÁ HVAÐ ÉG ER EKKI AÐ FARA NENNA GERA ÞETTA Í MÍNUM. |
|
| Author: | emilth [ Mon 29. Dec 2008 05:06 ] |
| Post subject: | |
Ég þakka hrósið fyrir dömuna Og Axel, þetta er reyndar alls ekki svo mikið bras þegar maður er kominn í gang Þú opnar bara nokkra kalda og drífur í þessu, mæli með http://bmwe32.masscom.net þar sýna þeir þetta allt saman |
|
| Author: | Alpina [ Mon 29. Dec 2008 08:26 ] |
| Post subject: | |
Er frúin við svona störf dags daglega |
|
| Author: | Lindemann [ Mon 29. Dec 2008 13:43 ] |
| Post subject: | |
Alpina wrote: Er frúin við svona störf dags daglega
Nei það er hún ekki.........en samt sem áður hefur hún nú fengið að sjá ansi margar misgáfulegar aðgerðir hjá Emil, sem hefur sennilega kennt henni allt um það hvernig á EKKI að gera í bílaviðgerðum. Svo er nú lítið mál fyrir hana að læra hinn helminginn sjálf. |
|
| Author: | lacoste [ Mon 29. Dec 2008 15:03 ] |
| Post subject: | |
Góð byrjun Geðveikur bíll, og þu´ert að gera góða hluti. |
|
| Author: | emilth [ Mon 29. Dec 2008 15:33 ] |
| Post subject: | |
haha ég þakka ágætis svör,..Jakob vertu úti |
|
| Author: | maggib [ Mon 29. Dec 2008 17:11 ] |
| Post subject: | |
gaman að sjá þig gera og græja ! ég var alltaf ánægður með þennan! ég hef gert sömu mælaborðsaðgerð á honum og þú ert að gera og kannast vel við þetta! lætur mig vita ef þú finnur skrúfjárn eða álíka þarna inni frá mér!
neeeihh |
|
| Author: | emilth [ Mon 29. Dec 2008 19:00 ] |
| Post subject: | |
maggib wrote: gaman að sjá þig gera og græja !
ég var alltaf ánægður með þennan! ég hef gert sömu mælaborðsaðgerð á honum og þú ert að gera og kannast vel við þetta! lætur mig vita ef þú finnur skrúfjárn eða álíka þarna inni frá mér! neeeihh hahahaha já ég læt þig vita hvernig þetta er En vona að ég geti verið búinn að laga skiptingu og mála bílinn fyrir bíladaga 2009 |
|
| Author: | hjaltib [ Mon 29. Dec 2008 22:23 ] |
| Post subject: | |
svo beint uppi sveit til min med hann!!!! |
|
| Author: | emilth [ Wed 31. Dec 2008 01:59 ] |
| Post subject: | |
Jæja update
Bremsudiskarnir báðum megin að framan eru eins og skurðarskífur
Daman ekki hrædd við að skíta sig út í bremsunum, reif báðar dælur af og í sundur
Og fær með loftlykilinn
Þessi stimpill þurfti enga hjálp að losna úr dælunni
Jæja elementið komið úr og uppá borð
Klaufinn ég braut þetta helvíti svo, þetta kemur utan um miðstöðvarmótorinn, vel þegið ef einhver á svona fyrir mig
Hérna er brotna stykkið ennþá á elementinu
Það er svona ryðdrulla á annari felgunni hjá mér sem er helvíti föst á
Lítur reyndar slatta betur út eftir smáá þrif
Sýnist á öllu að það sé sprunga í öðru af svörtu plaströrunum þarna, gæti útskýrt af hverju hann missir kælivökva þegar hann stendur heitur
Talandi um að koma sér vel fyrir við vinnuna Þá er þetta helvíti gott í dag bara, Miðstöðvarelementið verður þrýstiprófað á nýársdag og þessu vonandi reddað öllu saman Á svo reyndar líka eftir að rífa Air condition dæluna og kútinn úr, kúturinnl lekur, og dælan líklega ónýt, virðist alltaf sprengja öryggið Alltaf vesen á manni, een ef þetta er ekki bara gaman þá veit ég ekki hvað |
|
| Author: | bimmer [ Wed 31. Dec 2008 02:08 ] |
| Post subject: | |
Engar smá framkvæmdir |
|
| Author: | emilth [ Wed 31. Dec 2008 02:11 ] |
| Post subject: | |
bimmer wrote: Engar smá framkvæmdir
hehe nei, þó ekkert miðað við það sem hefur gengið á í þínum bílum og já! Maggib!! ég fann ekki skrúfjárn frá þér, en þú átt tíkall hjá mér sem leyndist þarna inni! OG á einhver bremsudælur fyrir mig að framan, helst báðu megin |
|
| Author: | Sezar [ Wed 31. Dec 2008 02:24 ] |
| Post subject: | |
Mér sýnist þú nú gera lítið annað en að taka myndir af vinnukonunni:lol: |
|
| Page 1 of 3 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|