bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E28 - 533iA USA - 1982 - Gullið
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=33702
Page 1 of 21

Author:  srr [ Sat 13. Dec 2008 20:42 ]
Post subject:  E28 - 533iA USA - 1982 - Gullið

Enn einn E28 bíllinn í safnið :lol:

Ég er búinn að hafa augastað á þessum bíl svolítið lengi. Vissi af tilvist hans í amk 2-3 ár....
Komst svo á snoðir um hann í sumar þegar ég fann hann á Stokkseyri. Var svo ekki búinn að kafa
nógu lengi í leit að nafni á eigandanum. Svo féll þetta í pínu dvala fram á vetur....
Alveg þangað til mér var bent á nafn eigandans fyrir 3 vikum síðan 8)
Ég hafði samband og jújú, bíllinn til sölu fyrir rétt verð.

Saga bílsins er nokkurn veginn svona....
1982 - Í október það ár er þessi bíll framleiddur. Þetta er USA bíll og var hann sendur þangað.
1993 - Þann 9. september 1993, þá skýtur þessi bíll upp kollinum á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, þar sem hermaður hafði tekið hann með sér þangað.
1996 - Innandeildarviðskipti eiga sér stað, hermenn skiptast á bílnum og verður hermaður no 2 eigandi.
1997 - Hermaður no 2 flytur af landi brott og bíllinn fer í hendurnar á Sölu Varnarliðseigna.
Númeraplötur eru innlagðar og bíllinn tekinn af götunum.
1999 - Af einhverjum ástæðum á sala varnarliðseigna bílinn í rúmt eitt og hálft ár.
í Maí 1999 eignast svo bílinn maður að nafni Högni B Jónsson.
Mér skilst að Högni hafi rekið sitt eigið bílaverkstæði og dundað sér í bílnum lengi vel.
Keypt nýja hluti, tekið hitt og þetta í gegn o.s.frv.
Högni skipti út USA stuðurum að framan og aftan.
USA framljósin og grill eru þó ennþá á bílnum.
Aldrei tókst honum Högna þó að komast svo langt með verkefnið að koma honum á númer og götuna aftur.
2003 - Högni heitinn fellur frá. Bíllinn fer inn í dánarbú hans og verður til sölu. Þá eignast bílinn Gunnlaugur Ásgeirsson á Stokkseyri. Mikill BMW maður þar á ferð. Átti um tíma 745i E23 Turbo, E28 528i og MARGA fleiri....
Gunnlaugur heldur áfram með þennan 533i, kaupir enn fleiri hluti í hann, lætur meðal annars heilmála bílinn nokkrum árum seinna.
Einhversstaðar þarna á hans eigendaferli, skiptir hann um vél í bílnum. Tekur M30B32 vélina upp úr og setur ofan í M30B28, úr 528i bíl sem hann reif, ekki ekinn nema 120.000 km.
Ég veit ekki nákvæma ástæðu en M30B32 vélin var í lagi þegar hún fór upp úr.
Sennilegast hefur hann ætlað að endurnýja ýmislegt í M30B32 vélinni.
Ekki tókst Gunnlaugi þó heldur að klára bílinn í þannig ástand til að hann setti á hann númer og á götuna.
2008 - Ég sæki bílinn á Stokkseyri þann 12. desember og kem honum fyrir í E28 safninu mínu. :)
Með í för voru Stefán (Stefan325i) og Sævar (SævarM) og eiga þeir þakkir skilið fyrir að nenna með mér.
Við tókum bílinn í Keflavík á bílakerru, þótt hann hafi verið keyrður upp á kerruna.
Í augnablikinu er bíllinn ennþá með M30B28 vélina ofan í, en annað hvort set ég upprunalegu vélina, M30B32 aftur ofan í,
eða M30B35 sem ég á inn í skúr. Sama gildir um sjálfskiptinguna, hún er ennþá í bílnum....en eins og margir vita,
þá á ég beinskiptan kassa á M30 :)

Stefnan mín er að klára að púsla bílnum saman, það er búið að taka ýmsa hluti úr klæðningum hér og þar og endurnýja,
sem á svo eftir að raða saman aftur.
Það fylgir honum óendanlega mikið af hlutum og þar inn í leynist fullt af nýjum hlutum sem verður gaman að púsla þeim öllum saman.
Samkvæmt öllu þá stefni ég að því að koma honum á númer og út að keyra Vorið 2009.



Nánari lýsing á tækinu:

BMW 533iA E28 - USA
Skráður 09.09.1993 á Íslandi.
Framleiddur í Október 1982 samkvæmt BMW
M30B32 mótor
Ekinn 169.000 mílur á M30B32 mótornum.
Sjálfskiptur, 4HP22
Litur er annað hvort Bronzitbeige-metallic eða Bahamabeige-metallic, miðinn er horfinn.
Síðast skoðaður 23.10.1996
Bíllin var afskráður þann 27.11.1997 "Afskráð - Að beiðni yfirvalda", þegar Sala Varnarliðseigna selur bílinn.
Hann er í dag enn skráður sem Varnarliðsmannaökutæki og þarf að láta endurskrá hann.
Hann þarfnast endurskráningarskoðunar og að láta breyta notkunarflokk í Fornbíl, þar sem hann er orðinn 25 ára gamall.
Það gerist ekki fyrr en ég er búinn með bílinn, sem verður vonandi með vorinu.

Aukabúnaður:
Cruise control
Tvívirk rafmagns topplúga
Rafmagn í öllum rúðum
Rafmagn í speglum
Loftkæling A/C
Svört leðurinnrétting og leðursæti, comfort.
Kastarar í framsvuntu
Pfeba hliðarsílsar
Pfeba aftursvunta
Eflaust eitthvað fleira, en fæðingarvottorð verður að skera úr um það.

Bíllinn er núna á 390mm TRX felgum, 200/60 VR 390 Michelin dekkjum. Nóg eftir af munstri :)

Myndir teknar í dag, 12. desember 2008 þegar við sóttum bílinn.
Á Stokkseyri að sækja hann.....
Image
Image
Image

Komnir á Selfoss í hádegismat :)
Image
Ferðafélagarnir....Stefán og Sævar 8)
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Komnir á leiðarenda, Keflavíkin góða 8)
Image
Tekinn einn prufurúntur ;)
Image

Svo eru hér myndir teknar í sumar þegar ég var á Stokkseyri að leita eftir honum....
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Svo er ekki verra að þetta fylgir með....
16" OEM ALPINA felgur.
Reyndar bara 3 stk, ein er brotin :(
Image
Image

Author:  Alpina [ Sat 13. Dec 2008 20:45 ]
Post subject: 

ÞOOOOOOoooookkkkalega kúl



ALPINA felgurnar + vélin 8) 8) 8)

Author:  Stefan325i [ Sat 13. Dec 2008 20:46 ]
Post subject: 

Bara flottur bíll og skemtileg ferð hjá okkur í dag.

Author:  JOGA [ Sat 13. Dec 2008 20:59 ]
Post subject: 

Virkilega flottur thessi 8) 8)

Til hamingju med kaggan.

Verdur eitthvad gert upp a milli 6cyl bilana. Aetlar thu ad halda badum?

Author:  srr [ Sat 13. Dec 2008 21:09 ]
Post subject: 

JOGA wrote:
Virkilega flottur thessi 8) 8)

Til hamingju med kaggan.

Verdur eitthvad gert upp a milli 6cyl bilana. Aetlar thu ad halda badum?

Báðum?

535i '87
533i '83

Ekki gleyma BABY SIX :lol:
520iA '87

En já, planið er að eiga 535i og 533i um ókomna tíð 8)
518 '82 á ég líka erfitt með að láta frá mér....

Author:  Alpina [ Sat 13. Dec 2008 21:12 ]
Post subject: 

SRR,,,,,

vá...... svo hélt ég að ég væri gamall :shock:

Author:  srr [ Sat 13. Dec 2008 21:13 ]
Post subject: 

Og já....

Það fylgir líka læst drif úr 528i bílnum sem Gunnlaugur reif 8) 8)
Veit bara ekki hvaða hlutfall það er ennþá.

Author:  Hannsi [ Sat 13. Dec 2008 21:30 ]
Post subject: 

Það styttist í að þú getir opnað E28 safn :shock:

Author:  saemi [ Sat 13. Dec 2008 21:37 ]
Post subject: 

Stefan325i wrote:
Bara flottur bíll og skemtileg ferð hjá okkur í dag.


Nú fer ég að skilja myndina frá þér í dag :)

Author:  sh4rk [ Sat 13. Dec 2008 21:37 ]
Post subject: 

Já sæll :shock: :shock: Til hamingju með þennan Skúli bara flottur

Author:  saemi [ Sat 13. Dec 2008 21:38 ]
Post subject: 

Til hamingju Skúli.

Þú ert vel að þessu kominn.

Gaman að sjá að Alpina felgurnar eru með lika. Ég er búinn að vita af þeim lengi 8)

Þú ert náttúrulega bara maðurinn sem kann að meta þetta.

Author:  íbbi_ [ Sat 13. Dec 2008 21:47 ]
Post subject: 

hann er nú bara flottur þessi, virðist heill

Author:  jens [ Sat 13. Dec 2008 21:53 ]
Post subject: 

Til hamingju Skúli, þetta er enginn smá fengur. Glæsilegur bíll.

Author:  Hlynur___ [ Sat 13. Dec 2008 22:15 ]
Post subject: 

til hamningju með þennan

heitir hann hörður sem þú keyptir hann af?

Author:  Mazi! [ Sat 13. Dec 2008 22:32 ]
Post subject: 

:shock: :shock: :shock: :shock:


Þú ert óður!!

Page 1 of 21 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/